Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Blaðsíða 19
Eldra fólk verður háð hljóðbókaspilurunum Örtækni, Hátúni 10c F yrirtækið Örtækni á sér langa sögu, var stofnað árið 1976 og er sjálfstætt fyrir- tæki í eigu Öryrkjabandalags Íslands. Í upphafi var Ör- tækni meðal annars í samstarfi við Háskóla Íslands í þróun og fram- leiðslu á tölvuvogum fyrir fiskiskip. Seinna var fyrirtækið Marel stofn- aði í kringum þá framleiðslu. Tengivörur fyrir fagfólk Upp úr 1990 hóf fyrirtækið fram- leiðslu á tölvuköplum og tengi- búnaði fyrir tölvur. Síðan þá hafa tölvukaplar og tengihlutir fyrir tölv- ur í hæsta gæðaflokki verið flaggskip starfseminnar, enda verslar fagfólk mikið við Örtækni. Markmið fyrir- tækisins er tvíþætt. Annars vegar að veita fólki með fötlun tímabundna starfsþjálfun eða vinnu til framtíðar. Hins vegar að þjóna fötluðum með sölu og þjónustu á hjálparbúnaði fyrir fatlaða. Hljóðbókaspilarar slá í gegn Ein af þeim vörum sem Örtækni býður er hljóðbókaspilari. „Það má segja að þessi vara hafi slegið í gegn hjá okkur,“ segir Hartmann Kr. Guð- mundsson, forstöðumaður tækni- vinnustofu Örtækni. „ Blindir og sjónskertir hafa mikil not af spilur- unum, en fleiri og fleiri hafa verið að uppgötva þá sér til yndisauka. Eldra fólk hefur í auknum mæli verið að fá sér svona spilara og til- vist þeirra spyrst hratt út,“ segir Hartmann. Virkar eins og bók Hann segir að spilararnir virki í raun eins og bók. „Þú byrjar þar sem þú endaðir síðast og þó að fólk sé með fleiri en eina bók í gangi, þá man spilarinn hvar þú varst stadd- ur síðast í hverri þeirra. Þetta virkar eins og bók á pappír. Þú getur flett í henni og sett bókamerki alveg eins og í venjulegri bók.“ Einfaldir og henta eldri Spilararnir eru framleiddir erlend- is, en Örtækni hefur verið í náinni samvinnu við framleiðandann. „Við höfum komið að þróun spilaranna og lagt áherslu á einfaldleika við notkun þeirra. Þannig er hægt að loka tökkum nema þeim sem spóla áfram og afturábak, spila, stoppa og hljóðstyrk, þannig að þeir sem ekki eru tæknilega flinkir eiga auðvelt með að nota þá. Spilararnir henta því afar vel eldra fólki.“ Samdægurs úr viðgerð Hljóðbækur eru á ýmsu formi en spilararnir taka jafnt við hljóðbók- um á geisladiskum, minniskortum og USB-lyklum og hljómgæðin eru mjög góð. „Við sjáum að eldra fólk sem hefur fengið sér spilara verður gjörsamlega háð honum. „Þá sjald- an sem þarf að þjónusta tækið, þá reynum við að gera það samdæg- urs, því við finnum að fólk getur ekki án þess verið og verður að fá tækið fyrir kvöldið til að geta hlust- að áður en það fer að sofa,“ segir Hartmann og hlær. n Sjá nánar á ortaekni.is Brot af því besta Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 4. október 2016 Kynningarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.