Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Side 22
Vikublað 4.–6. október 20164 Brot af því besta - Kynningarblað Gleraugu með karakter: Mesta úrval landsins af retro-umgjörðum Sjón Gleraugnaverslun, Laugavegi 62, 101 Reykjavík S jón er afar vinsæl gleraugna- verslun, ekki síst hjá þeim sem vilja gleraugu með persónulegu yfirbragði en ekki umgjarðir sem líta út eins og hjá næsta manni. Verslunin státar af stærsta lager landsins af retro-umgjörðum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess leggur Sjón mikla áherslu á hagstætt verð sem kemur til dæmis skólafólki vel, sem og persónulega þjónustu og hágæðagler. Eigandi Sjónar er Austurríkis- maðurinn Markus Stephan Klinger en hann kom hingað fyrst til lands árið 1988 og starfaði í Fókus sem þá var við Lækjargötu. Árið 1999 kom Markus, sem talar reiprennandi ís- lensku, aftur til landsins, og ákvað að ílendast hér. Hann stofnaði gler- augnaverslunina Sjón það ár. „Við höfum alltaf verið með mik- ið af skólafólki hér því við erum alltaf með hagstæð skólatilboð,“ segir Markus en ákveðin straumhvörf urðu í rekstrinum árið 2009 þegar Sjón keypti 75 ára gamla verslun, Optik: „Við ákváðum að nota þeirra umgjarðir því eftirspurn eftir stórum, gömlum umgjörðum fór mjög vax- andi. Lagerinn inniheldur yfir 5.000 upprunalegar umgjarðir frá árunum 1948 til 1989,“ segir Markus. Þetta gíf- urlega úrval af stórum og frumlegum umgjörðum laðar að listamenn auk skólafólksins, því margir vilja bera persónuleg gleraugu sem aðrir sjást ekki með. Sjón býður líka upp á sína eigin hönnun, Sjón Reykjavík, sem Markus hannar sjálfur. Þau gleraugu njóta mikilla vinsælda hér á landi en eru auk þess seld í Bandaríkjunum. Sjón býður einnig upp á sportgler- augu sem hafa mælst mjög vel fyrir, gleraugu fyrir hjólafólk, hlaupara og golfara. Um er að ræða svissneska og þýska hönnun á glerjum sem hafa mjög gott orðspor, enda kemur engin móða á þau, hönnunin er þannig að það loftar alltaf í milli. Sjón Gleraugnaverslun leggur annars vegar mikla áherslu á topp- gæði og háan standard á sjónglerj- um, en hins vegar á hagstætt verð. Sem dæmi má nefna að retro-gler- augu sem Sjón býður til sölu á 12.900 krónur kosta í sumum tilfellum um 200 evrur eða 30.000 krónur á sölu- vefnum eBay. n Sjón Gleraugnaverslun er opin virka daga frá 10 til 18 og laugardaga frá 10 til 16. Sjá nánar á sjon.is n Jólavörurnar að koma í hús: Kjólar, skór og fleira fínerí Prinsessan, Álfabakka 14b P rinsessan er gróin og sívin- sæl kjólabúð fyrir konur á öllum aldri, staðsett í Mjóddinni. Verslunin hef- ur verið starfandi í 19 ár og þangað koma í bland við nýja við- skiptavini margir sem átt hafa við- skipti við verslunina í mörg ár. Um það má nefna skemmtilegt dæmi um konu sem eignast hafði fal- legan kjól úr Prinsessunni er hún var lítil stúlka og keypti þar brúðar- kjólinn sinn þegar hún gifti sig! Núna í október koma jólakjólarnir á stelpurnar og flottir hvítir og silfur- litaðir hælaskór og flatir skór. Einnig koma nýir konujólar. Prinsessan hefur alltaf verið þekkt fyrir fallega síðkjóla og stutta kjóla, stærðir XS til 5X. Einnig flotta prinsessukjóla á stelpur. Síð- an eru alltaf útsölukjólar frá 12.000 kr. og stuttir kjól- ar frá 5.000 kr. Nýlega komu síðan í verslunina toppar og túnikur sem eru í einstaklega falleg- um mynstrum og litum. Eru þessar vörur á mjög hag- stæðu verði, fínt í af- mælis- og jólagjafir. „Topparnir og túnikurnar eru á 7.500 krónur og svo er einn og einn á 8.500. Auk þess er 10 prósenta afsláttur fyrir ellilífeyris- þega og öryrkja. Fötin hérna eru yfir leitt í fallegum litum sem virðast ganga vel í konur. Þetta er fyrir kon- ur á öllum aldri og í öllum stærð- um því við erum með litskrúð- uga toppa og túnikur í stærðum frá S upp í 3XL,“ segir Svanhild- ur Eyjólfsdóttir, sem hefur staðið vaktina lengi í Prinsess- unni og margir viðskiptavinir verslunarinnar hafa haldið tryggð við hana jafnframt því sem margir nýir bætast við á hverju ári. „Út- sölusíð- kjól- arnir eru síðan sérstaklega vin- sælir enda mjög falleg- ir,“ bætir Svanhildur við, en allt frá barnungum telpum upp í eldri dömur eignast fallega kjóla frá Prinsessunni. Þess má geta að ný sending af síðkjólum, toppum og túnikum var að koma í hús sem afar spennandi er að skoða og kynna sér enda eru framundan tímar sem geta kallað á ný spariföt, til dæmis árshátíðir og síðar jólahlaðborð. Fyrir utan þetta er Prinsessan með fallega spariskó til sölu og auk þess mjög falleg spariföt fyrir drengi. n Prinsessan er til húsa að Álfa- bakka 14B í Mjóddinni. Opið er virka daga frá kl. 11 til 18 og laugar- daga frá kl. 11 til 14. Sjá nánar á vef- síðunni prinsessan.is og Prinsessan á Facebook.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.