Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 24
Vikublað 4.–6. október 201620 Sport Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun N íu af þeim leikmönnum sem byrjuðu leik Íslands gegn Úkraínu í undankeppni HM í byrjun september eru leikfærir og í góðu leikformi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur glímt við meiðsli og misst af fjórum síðustu leikjum Cardiff og þá er Jón Daði Böðvarsson einnig tæpur vegna meiðsla. Báðir eru þeir þó í íslenska hópnum sem mætir Finnum og Tyrkjum á Laugardalsvelli næstkomandi fimmtudag og sunnudag. Tveir lykilmenn meiddir DV skoðaði stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins í aðdraganda leikjanna. Þrír lykilmenn hafa glímt við meiðsli því auk Arons Einars og Jóns Daða er Kolbeinn Sigþórsson fjarverandi vegna meiðsla. Aðrir leikmenn eru fastamenn í sínum félagsliðum og hafa spilað mikið fyrir lið sín að undanförnu. Nánari útlistun á leiktíma þeirra sem byrjuðu gegn Úkraínu má sjá á skýringarmyndinni hér að ofan. Um er að ræða leiktíma með félagsliðum eftir landsleikinn gegn Úkraínu þann 5. september síðastliðinn. Finnar ekki unnið leik í rúmt ár Fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM verður gegn Finnum á fimmtudag. Finnar gerðu jafntefli við Kósóvó á heimavelli í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. Gengi finnska landsliðsins að undanförnu hefur valdið miklum vonbrigðum; liðið hefur ekki unnið í síðustu tíu landsleikjum sínum og átti sinn síðasta sigur leik gegn Færeyjum í lokaleik undankeppni EM í september í fyrra. Síðan þá hafa þeir tapað gegn Svíum, Íslendingum, Pólverjum, Norðmönnum, Ítölum og Þjóðverjum og gert jafntefli gegn Belgum, Norður-Írum, Rúmenum og Kósóvó. Finnar sitja í 84. sæti á styrkleikalista FIFA og hafa fallið hratt á listanum undanfarna mánuði. Í ársbyrjun voru þeir í 44. sæti á listanum. Tyrkir ná vopnum sínum Íslendingar mæta svo Tyrkjum á Laugardalsvelli á sunnudag í leik sem gæti reynst einn af lykilleikjunum í riðlinum. Þessi lið voru saman í riðli í undankeppni EM og vann Ísland magnaðan 3-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Dæmið snerist við í seinni leiknum í Tyrklandi en þá fóru Tyrkir með 1-0 sigur af hólmi í lokaleik riðilsins. Tyrkir virðast vera að ná vopnum sínum ef marka má síðustu leiki þeirra. Gengi þeirra á EM í sumar olli vonbrigðum en þeir unnu einn leik í riðlakeppninni, 2-0 gegn Tékkum, og komust ekki áfram. Síðan á EM hafa Tyrkir spilað tvo leiki; annars vegar vináttuleik gegn Rússum sem fór 0-0 og hins vegar gegn Króatíu á útivelli í fyrsta leik undankeppninnar. Sá leikur fór 1-1 en fyrirfram voru Króatar álitnir sigurstranglegri. n LykiLmeNN eru tæpir n Ísland mætir Finnum og tyrkjum n Finnar ekki unnið landsleik í rúmt ár Ragnar Sigurðsson Félagslið: Fulham Leiknar mínútur: 450 Alfreð Finnbogason Félagslið: Augsburg Leiknar mínútur: 450 Jón Daði Böðvarsson Félagslið: Wolves Leiknar mínútur: 299 Birkir Már Sævarsson Félagslið: Hammarby Leiknar mínútur: 450 Kári Árnason Félagslið: Malmö Leiknar mínútur: 333 Gylfi Þór Sigurðsson Félagslið: Swansea Leiknar mínútur: 391 Ari Freyr Skúlason Félagslið: Lokeren Leiknar mínútur: 360 Jóhann Berg Guðmundsson Félagslið: Burnley Leiknar mínútur: 292 Hannes Þór Halldórsson Félagslið: Randers Leiknar mínútur: 450 Birkir Bjarnason Félagslið: Basel Leiknar mínútur: 359 Aron Einar Gunnarsson Félagslið: Cardiff Leiknar mínútur: 270 Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.