Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Side 25
Vikublað 4.–6. október 2016 Sport 21
eldofninn.is
Eldofninn, pizzeria • Bústaðavegi • sími 533 1313 • eldofninn.is
Kaffit
ími
- ekta Íta
lskt
Eldofninn flytur in
n eðal kaffi frá Ítal
íu
A
ðeins einu sinni í sögu ensku
úrvalsdeildarinnar hafa ríkj-
andi Englandsmeistarar
byrjað verr en Leicester. Nú
þegar sjö umferðum er lok-
ið í ensku úrvalsdeildinni er Leicester
með átta stig í 12. sæti deildarinnar.
Aðeins Blackburn, tímabilið 1995
til 1996, byrjaði verr er Leicester en
þegar sjö umferðir voru búnar var
Blackburn með 7 stig.
Á toppi síns riðils
Slök byrjun Englandsmeistaranna
hefur ekki komið sparkspekingum
beinlínis á óvart enda flestir á einu
máli um það að velgengni liðsins á
síðustu leiktíð hafi verið einsdæmi í
knattspyrnusögunni. Liðið er í Meist-
aradeild Evrópu og það er þekkt hjá
liðum sem ekki hafa verið í Evrópu-
keppni lengi að það gefi á bátinn
heima fyrir. Leicester er þó á toppi
síns riðils í Meistaradeildinni eftir
tvo sterka sigra gegn Club Brugge og
Porto og virðist liðið enn geta kom-
ið andstæðingum sínum í Evrópu á
óvart með skyndisóknum sínum.
Sami stigafjöldi og hjá Chelsea
Athygli vekur á stigasöfnun Leicester
eftir sjö umferðir er nákvæmlega sú
sama og stigasöfnun Chelsea á síð-
ustu leiktíð, en þegar síðasta tímabil
hófst var Chelsea Englandsmeistari.
Chelsea tókst ekki að rétta úr kútn-
um svo neinu nemur og endaði
tímabilið í 10. sæti. Blackburn aftur
á móti endaði í 7. sæti árið 1996.
Játaði mistök
Leicester gerði markalaust jafn-
tefli gegn Southampton á heimavelli
á sunnudag – í leik sem lærisveinar
Claudio Ranieri voru heppnir að tapa
ekki. Eftir leik sagði Ranieri að hann
hafi gert mistök í uppstillingunni á
liði sínu með því að stilla nánast upp
sama liði og spilaði í Meistaradeildinni
í liðinni viku. Þó að liðið hafi haldið
hreinu gegn Southampton hefur slak-
ur varnarleikur verið einkennandi
fyrir Leicester. Liverpool, Chelsea og
Manchester United hafa öll skorað fjór-
um sinnum hjá Leicester – Chelsea í
deildabikarnum – og á sama tíma hefur
markaskorun verið hausverkur. Liðið
hefur skorað átta mörk í sjö leikjum í
deild og þar af hefur markahrókurinn
Jamie Vardy aðeins skorað tvö mörk.
Sakna Kante
Leicester virðist auk þess sakna
N‘Golo Kante sem var seldur til
Chelsea í sumar. Vinnusemin í hon-
um fleytti liðinu langt og var hann
að öðrum ólöstuðum einn allra
besti leikmaður deildarinnar á síð-
asta tímabili. Arftaki hans, Frakkinn
Nampalys Mendy, hefur verið
meiddur og lítið komið við sögu. Þá
hefur sextán milljóna punda fram-
herjanum Ahmed Musa ekki enn
tekist að skora á tímabilinu. Fram-
herjinn Islam Slimani sem kom til
liðsins frá Sporting í sumar lofar þó
góðu en Alsíringurinn hefur skorað
þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum sín-
um. n
Fyrstu sjö leikir
Blackburn 1995–1996
Blackburn 1-0 QPR
S. Wednesday 2-1 Blackburn
Bolton 2-1 Blackburn
Blackburn 1-2 Man. United
Blackburn 1-1 Aston Villa
Liverpool 3-0 Blackburn
Blackburn 5-1 Coventry City
Lokastaða: 7. sæti
Fyrstu sjö leikir
Chelsea 2015–2016
Chelsea 2-2 Swansea
Manchester City 3-0 Chelsea
West Brom 2-3 Chelsea
Chelsea 1-2 Crystal Palace
Everton 3-1 Chelsea
Chelsea 2-0 Arsenal
Newcastle 2-2 Chelsea
Lokastaða: 10. sæti
Fyrstu sjö leikir
Leicester 2016–2017
Hull City 2-1 Leicester
Leicester 0-0 Arsenal
Leicester 2-1 Swansea
Liverpool 4-1 Leicester
Leicester 3-0 Burnley
Man. United 4-1 Leicester
Leicester 0-0 Southampton
Lokastaða: Á ekki við
Titilvörn Leicester
ein sú allra versta
n Aðeins Blackburn með færri stig eftir sjö umferðir n Á flugi í Meistaradeildinni
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Erfið byrjun Leicester er með 8 stig eftir 7 umferðir. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Southampton um helgina og tapaði 4-1 gegn
Manchester United um þar síðustu helgi. Mynd EPA