Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 4.–6. október 201624 Menning
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.
kjúklinga
vefjur og borgarar
Í
slandsbók barnanna er barnabók
eftir Margréti Tryggvadóttur með
myndum eftir Lindu Ólafsdóttur.
Margrét, sem er myndritstjóri, var
um tíma þingmaður en vinnur nú
við ritstörf, myndstjórn fyrir bóka-
forlög og textaritstjórn. Íslandsbók
barnanna er fjórða barnabók hennar.
„Bókin er hugsuð fyrir börn og fjöl-
skyldur og fjallar í máli og myndum
um Ísland, í víðri skilgreiningu. Þar
er sagt frá náttúru, dýrum, ýmsum
stöðum, tungu og þjóð. Hver opna er
heild og á henni er fjallað um ákveðið
efni í máli og myndum. Á þessum
50 opnum förum við í myndefninu í
gegnum heilt ár og sýnum allar árs-
tíðirnar,“ segir Margrét.
„Bókin var mjög lengi í fæðingu.
Hún átti upphaflega að koma út vor-
ið 2009 og vera ferðabók fyrir krakka
með ljósmyndum. Ég var búin að
fara hringinn í kringum landið til
að taka myndirnar og viða að mér
efni. Bókin kom ekki út 2009 vegna
þess að útgefandinn treysti sér ekki
til þess. Bókin átti að vera í lit og
prentuð í útlöndum en prentkostn-
aður var allt í einu orðinn tvöfalt
hærri en áður. Þannig að útgáfunni
var frestað. Svo datt ég inn á þing og
þegar því ævintýri lauk þá langaði
mig ekki til að gefa út ferðabók þar
sem lögð var áhersla á að fara sem
víðast um landið. Forlagið tók bolt-
ann og þá fæddist hugmynd að Ís-
landsbók með teikningum.
Næsta skref var að finna teiknara
til að vinna með og mig langaði til
að fá teiknara sem hefði ekki mikið
teiknað landið okkar. Linda Ólafs-
dóttur lærði í Bandaríkjunum og
vinnur mikið þar líka. Hún hefur þó
myndskreytt íslenskar bækur líka
og ég veðjaði á, og það var alveg rétt
hjá mér, að hún myndi ekki detta í
klisjurnar heldur finna sitt Ísland.
Hún er mjög frumleg í nálgun sinni
og er ekki að teikna eða mála Ísland
eins og aðrir hafa gert það. Ég get
ekki ímyndað mér að það hefði verið
hægt að gera betur en hún gerir í
þessari bók.“
Fimmtíu málverk
Bókin er sneisafull af fróðleik en
hvað ber að varast þegar fróðleikur
er borinn á borð fyrir börn? „Aðal-
atriðið er að vera ekki leiðinlegur og
textinn má ekki vera of langur,“ segir
Margrét. „Frásögnin í þessari bók er
ekki línuleg og það er hægt að grípa
niður í henni hvar sem er. Það er líka
mjög auðvelt að detta ofan í mynd-
irnar og gleyma sér við að skoða þær.
Ég vildi gera bók sem krakkar, sem
lesa ekki endilega mikið, opna oft og
lesa sér þar til um ólíka hluti og upp-
götva dag einn að þeir eru búnir að
lesa alla bókina.“
Bókin er öll hin glæsilegasta og
Margrét er að vonum ánægð með
útkomuna. „Ég er alveg óskaplega
ánægð. Það er ekki sjálfgefið að
vandað sé svo mjög til hönnunar og
prentunar á barnabók. Þarna ákváðu
menn að gera þetta almennilega og
myndirnar hennar Lindu eru hreint
dásamlegar. Hún málaði þær allar í
raunstærð þannig að í rauninni liggja
þarna fimmtíu málverk að baki.“
Ekki hægt að hætta í pólitík
Ekki verður komist hjá því að impra
á pólitíkinni en Margrét lenti í þriðja
sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi. Hún var hins
vegar færð niður um tvö sæti vegna
reglna flokksins um aldur og kyn.
Hún segist ekki reið vegna þessarar
niðurstöðu og er hvergi hætti í póli-
tík. „Ég held að það sé ekki hægt að
hætta í pólitík vegna þess að lífið
er pólitík,“ segir hún. „Ég ætla að
halda áfram að starfa með Samfylk-
ingunni. Mér líður mjög vel í þessum
hópi en það eru dálítið asnalegar
Íslandsbók fyrir börn
n Margrét Tryggvadóttir sendir frá sér bók n 50 opnur um einkenni Íslands n linda ólafsdóttir myndskreytir
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Ég vildi gera bók
sem krakkar, sem
lesa ekki endilega mikið,
opna oft og lesa sér þar
til um ólíka hluti og upp-
götva dag einn að þeir eru
búnir að lesa alla bókina.
Margrét Tryggvadóttir
„Aðalatriðið er að vera ekki
leiðinlegur og textinn má ekki
vera of langur.“ Mynd SigTryggur Ari
Rapp, vinnustofur og fjör
Barnabókmenntahátíðin Úti í mýri í Norræna húsinu
b
arnabókmenntahátíðin Úti
í mýri hefst í Norræna hús-
inu fimmtudaginn 6. október
og stendur til sunnudagsins
9. október. Eliza Reid, forsetafrú og
stofnandi Iceland Writers Retreat,
setur hátíðina. Sitthvað áhuga-
vert verður í boði fyrir barna- og
ungmennabókaaðdáendur á öll-
um aldri: vinnustofur, málþing,
upplestrar og fjör. Kynnt verður og
prófuð appskáldsaga sem tengir
norræna goðafræði og loftslags-
breytingar.
Þekktir gestir koma til landsins til
að taka þátt í hátíðinni. Danski rit-
höfundurinn Kenneth Bøgh And-
ersen er meðal annars frægur af
bókum sínum um Antboy. Ann-
ar velþekktur gestur er breski lista-
maðurinn Anthony Browne sem er
hálfgerð goðsögn í heimi mynda-
bóka. Martin Widmark frá Svíþjóð
er sömuleiðis stjarna í heimi barna-
bókmennta en sögur hans um Spæj-
arastofu Lalla og Mæju hafa verið
þýddar á íslensku. Allir lesa þeir upp
eða halda vinnustofur fyrir börn
ásamt því að taka þátt í málstofum
um barnabókmenntir.
Fjölmargir aðrir höfundar taka
þátt í hátíðinni, íslenskir og erlend-
ir, og lesa upp úr verkum sínum og
halda ritsmiðjur og myndasmiðjur
fyrir börn. Af íslensku höfundun-
um má nefna þau Ragnhildi Hólm-
geirsdóttur og Arnar Má Arngríms-
son, sem bæði eru tilnefnd til
Barna- og unglingabókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs þetta
árið fyrir bækur sínar Koparborgina
og Sölvasögu unglings. Arnar Már
mun síðan halda sérstaka rapp- og
rímnasmiðju fyrir unglinga.