Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 30
Vikublað 4.–6. október 201626 Menning Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus • Duusgata 10 • 230 Keflavík • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá k l. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Í Listasafni Akureyrar stendur nú yfir myndlistarsýning Gunnars Kr. Jónassonar, Formsins vegna. Myndlistarferill Gunnars spann- ar þriðjung aldar og hann hefur víða komið við. Á fjölmörgum sýn- ingum hefur hann sýnt málverk, skúlptúra, teikningar og vatnslita- myndir. Verkin á sýningunni eru öll unn- in úr handgerðum vatnslitapappír sem kemur frá Katalóníu, en að auki eru þrír litlir skúlptúrar sem unnir eru úr pappír frá Nepal. „Ég geri þung og kraftmikil form úr þessum pappír til að ná slagkrafti og þunga í verkin, umbreyti pappírnum í stóra skúlptúra og fæ honum nýtt hlut- verk, auk þess að mála á hann eins og hefðbundið er,“ segir Gunnar. „Einn skúlptúrinn hangir úr loftinu og svífur þar, annar hangir á vegg, og sá þriðji hangir á milli tveggja stoða á vírum sem strekktir eru milli stoðanna. Ef þessum formum sem pappaskúlptúrarnir mynda væri umbreytt og þau gerð úr steypu eða stáli eða öðru efni yrðu þessi verk nokkur tonn að þyngd, en sem pappaskúlptúrar getur maður lyft þeim á tveimur fingrum. Þar myndast togstreitan milli efnisins og formsins. Galdurinn er að kalla fram tilfinningu fyrir þungu og sterku verki með léttasta efni sem hægt er að nota og því geri ég verkin úr vatnslitapappír. Það eru mörg sjónarhorn á hverju verki og tilfinning áhorfand- ans er því breytileg. Út frá ákveðnu sjónarhorni virðist verkið fislétt meðan annað sjónarhorn sýnir það sem þungt og með mikinn slagkraft. Auk skúlptúranna nota ég stórar arkir 104 x 150 sentimetra og mála form á þær, ýmist á eina örk eða bý til samloku úr tveimur örkum og þá er ytri örkin skorin til og haft bil á milli arkanna, og milli veggjar og arkar, þannig að birtan og skugga- spilið eiga þátt í að móta verkið. Til viðbótar við þetta er ég með nokkurs konar undirspil í myndaseríum sem eru úr vatnslitapappír 20 x 20 senti- metrar. Auk þessara nýju verka sýni ég, í gömlum kæliklefa sem tengdur er einum af þremur sölum safnsins, teikniseríuna „Teikningar frá Mý- vatnssveit“ sem ég byrjaði að gera fyrir einum tíu árum.“ Prósaljóð í sýningarskrá Spurður hvernig hann hugsi verkin á sýningunni segir Gunnar: „Ég hugsa þau svolítið eins og sinfóníuhljóm- sveit. Litlu myndirnar og stóru eru ígildi mjúku hljóðfæranna, fiðlu, víólu og annarra mýkri hljóðfæra sem alltaf eru fremst á sviðinu, en skúlptúrarnir eru síðan ígildi slag- verkshljóðfæranna sem eru alltaf aftast á sviðinu og þaðan kemur krafturinn, hjartsláttur verksins.“ Í sýningarskránni er að finna prósaljóð um verkin eftir Aðalstein Svan Sigfússon. „Ljóð Aðalsteins virka svolítið eins og punkturinn yfir i-ið. Það er gaman að fá hans ljóð- rænu túlkun á verkunum og fyrir vikið verður sýningarskráin eigin- lega ljóðakver í bland við kynningu á mínum verkum,“ segir Gunnar. n Umbreytir pappír í skúlptúra n Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Listasafni Akureyrar n Hugsar verkin sem sinfóníuhljómsveit Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Út frá ákveðnu sjónarhorni virðist verkið fislétt meðan annað sjónarhorn sýnir það sem þungt og með mikinn slagkraft. Verk á sýningunni „Það eru mörg sjónarhorn á hverju verki og tilfinning áhorfandans er því breytileg.“ Gunnar Kr. Jónasson „Ég geri þung og kraftmikil form úr þessum pappír til að ná slagkrafti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.