Fréttablaðið - 26.06.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.06.2017, Blaðsíða 4
lög frá Alþingi, sem fólu í sér skerð- ingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága við umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar. Hann segir að í kjölfar dómsins hafi verið höfð uppi stór orð um að beiting dómstóla á félagslegum rétt- indum gæti leitt af sér stórvægilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki ræst. „Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við,“ segir hann. Héraðsdómur hefur einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar, árið 2015, en í þeim dómi var talið að óheimilt hefði verið að synja sjón- og heyrnar- skertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjár- skorts. Slík synjun var talin brjóta í bága við rétt konunnar til aðstoðar samkvæmt 76. greininni. Dómnum var ekki áfrýjað. Kári Hólmar segir umræddan dóm héraðsdóms ljós í myrkrinu fyrir þá sem tala fyrir því að dómstólar beiti stjórnarskránni til þess að vernda félagsleg réttindi. Í dómnum hafi rétturinn beitt þeim mælikvarða sem þróaður var í Öryrkjabandalags- dómnum, þ.e. að meta annars vegar hvort lágmarksréttindi séu tryggð, án þess að skilgreina endilega hver þau séu, og hins vegar hvort fyrirkomulag löggjafarinnar sé málefnalegt. Meiri möguleikar virðast vera á því að fá félagsleg réttindi viður- kennd fyrir dómstólum í gegnum önnur stjórnarskrárákvæði, eink- um jafnræðisreglu 65. greinar og hugsanlega eignarréttarákvæði 72. greinar, að sögn Kára Hólmars. Hann segir ekki samræmi vera á milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn 76. greininni. „Nýj- ustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn að grundvallarálitaefni á þessu sviði, til dæmis um fjárhæð örorkulífeyr- is, falli nær alfarið utan valdsviðs dómstóla. Þannig hefur Hæstiréttur í raun skipað fjárstjórnarvaldi lög- gjafans ofar stjórnskipulegum rétt- indum.“ kristinningi@frettabladid.is Kr. 51.000,- með VSK Greinakurlarar í garðinn eða sumarbústaðinn Einfasa rafmótor 2800 W Sjálfbrýnandi kurlaravals Koma með safnkassa Meðfærilegir og hljóðlátir 45 mm hámarks sverleiki stofna Flottur í garðinn eða í sumarbústaðinn Öflugur og afkastamikill 9 HP Honda bensínmótor 60 mm hámarks sverleiki stofna Hámarks afköst 2.5 m3 / klst Tilvalinn í sumarbústaðinn Jo Beau Model M200 Wolf Garten Model SDL2800 Kr. 395.000,- með VSKÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúk- leika, frá því árið 2000. Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir nýjustu dóma réttarins benda til þess að hann sé „gríðarlega tregur“ til þess að fjalla um félagsleg rétt- indi. Dómstólum sé heimilt og skylt að leggja efnislegt mat á það hvort stjórnarskrárvarin réttindi séu virt í raun og veru. Ef Hæstiréttur hverfi frá því hlutverki sínu sé hugmyndin um lagalega vernd félagslegra rétt- inda í verulegri hættu. Lögmaðurinn Kári Hólmar Ragn- arsson, sem er einn af eigendum lög- mannsstofunnar Réttar og auk þess doktorsnemi við Harvard-háskól- ann, fjallar um nýja dómafram- kvæmd um félagsleg réttindi í grein í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tíma- rits laganema við Háskóla Íslands. Hann segir framkvæmdina gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik og vernd þeirra hafi hrakað á allra síðustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í grein sinni rekur Kári Hólmar að Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni fallist á máls- ástæðu á grundvelli ákvæðisins, en það var í hinum svonefnda Öryrkja- bandalagsdómi árið 2000. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur „gríðarlega tregur“ til að fjalla um félagsleg réttindi Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir margt gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik. Vernd þeirra hafi auk þess hrakað á allra síðustu árum. Hann segir nýjustu dóma Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé tregur til þess að fjalla um félagsleg réttindi. Hæstiréttur hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt manna til aðstoðar vegna meðal ann- ars sjúkleika, frá því í Öryrkjabandalagsdómnum árið 2000. Fráttablaðið/SteFán Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi Kári Hólmar Ragn- arsson, doktors- nemi í lögfræði við Harvard- háskóla VíSinDi Kjálkabein af manni sem fannst í fjöruborðinu í Borgarnesi hinn 16. júní síðastliðinn kann að vera úr kirkjugarði á Melum í Mela- sveit sem farinn er undir sjó. „Fyrstu bráðabirgðaniðurstöður benda til að þarna virðist vera um gamalt bein að ræða,“ segir Gylfi Gylfason hjá kennslanefnd Ríkislög- reglustjóra. Þar vísar hann í bráða- birgðaniðurstöður réttartannlæknis sem er í kennslanefndinni. Gylfi segir að enn sem komið er sé ekkert hægt að fullyrða um gamla kirkju- garðinn. „Ég veit ekki hvaðan þetta er en þetta verður skoðað áfram,“ segir hann. Hann segir mögulegt að beinið verði sent til útlanda í aldurs- greiningu. Álfheiður Gunnsteinsdóttir var í fjöruferð ásamt manni sínum og syni í Borgarnesi þegar þau rákust á kjálkabeinið. Jón Ólafsson, yfir- lögregluþjónn á Vesturlandi, sagði við Vísi að fundur sem þessi sé ekki algengur. Búist er við því að svæðið verði skoðað nánar og athugað hvort að fleiri bein finnist. – jhh Kjálkinn mögulega úr fornum kirkjugarði SVíÞJÓÐ Sænska þingið hefur breytt lögum þannig að frá og með 1. ágúst þurfa fyrirtæki og einstaklingar ekki sérstakt leyfi til að nota dróna með eftirlitsmyndavélum. Tekið er fram að þeir sem noti dróna til að taka myndir verði að gæta að per- sónuvernd. Til dæmis er óheimilt að taka myndir með dróna án þess að viðkomandi hafi möguleika á að uppgötva það. Dómstóll hafði kveðið upp þann úrskurð í október að bannað væri að taka myndir með dróna án sérstaks leyfis. – ibs Leyfa nú myndatöku með dróna ekki þarf lengur sérstakt leyfi til að taka myndir með dróna í Svíþjóð. nOrDiCPHOtOS/GettY ViÐSKiPTi Ekki bárust tilboð í Hótel Bifröst eða aðrar fasteignir Háskól- ans á Bifröst sem boðnar voru til sölu í vor. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þó einhverjar þreifingar í gangi um möguleg kaup á eignunum, en ekki er talið að málin skýrist fyrr en í næstu eða þarnæstu viku. Tilkynnt var um áform háskólans um að selja eignirnar, ásamt rekstri hótelsins, í apríl síðastliðnum. Hót- elið hefur verið í rekstri frá árinu 2013 og tilheyrir því 51 herbergi auk veit- ingasalar í rekstri. Auk þess voru sett á sölu tvö fjölbýlishús með 48 íbúðum sem nýst geta undir hótelrekstur og þá bauðst fjárfestum einnig til kaups fjölbýlishús með möguleika á frekari stækkun, alls 88 herbergi. Ráðgjöfum Capacent var falið að annast söluna. Í boði var að kaupa eignirnar, sem og rekstur hótelsins, að hluta eða öllu leyti og voru þær verðmetnar á bilinu 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Í tilkynn- ingu frá skólanum á sínum tíma kom fram að eignirnar hefðu verið settar á sölu til að bregðast við fækkun sem hafði orðið í staðnámi hjá skólanum. Ekki væri lengur sama þörf og áður fyrir húsnæði á svæðinu. Um áttatíu prósent af nemendum skólans eru í fjarnámi. Auk þess hefur skólinn glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin ár og er sölunni á eignunum þannig ætlað að bæta fjárhagsstöðuna og gera skólan- um kleift að greiða niður skuldir. Alls varð 55 milljóna króna tap af rekstri skólans árið 2015 og var eigið fé þá neikvætt um 155 milljónir. Unnið hefur verið að endurskipulagningu rekstrarins síðustu ár. – kij Engin tilboð bárust í eignir Háskólans á Bifröst 55 milljóna króna tap varð af rekstri Háskólans á Bifröst árið 2015 2 6 . J ú n í 2 0 1 7 M Á n U D A G U R4 f R é T T i R ∙ f R é T T A B L A Ð i Ð 2 6 -0 6 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 D -8 3 0 0 1 D 2 D -8 1 C 4 1 D 2 D -8 0 8 8 1 D 2 D -7 F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.