Fréttablaðið - 26.06.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Þú getur treyst á TUDOR
Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föður-land í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari
heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa
tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og
herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð“.
Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið
Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til
staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Mask-
ína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðju-
verk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp
átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að
því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri
áhyggjur hefur það af þeim.
Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðju-
verk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram
raunverulega hættu.
Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkis-
lögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í
almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykja-
vík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er
almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglu-
maður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á
ferðum.
Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru
ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því
að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjölda-
samkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur
hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa
upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni,
en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara
ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greini-
lega situr eftir og hefur áhrif.
Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar,
enda verðum við að geta treyst henni þegar á reyn-
ir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja
í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn
eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir
til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta
þessu grundvallareðli löggæslunnar.
Þegar óttinn magnast upp
Andrés Ingi
Jónsson
þingmaður
Vinstri grænna
Við hljótum
að geta fundið
leiðir til að
tryggja öryggi
landsmanna
án þess að
breyta þessu
grundvallar
eðli löggæsl
unnar.
En þrátt fyrir
allt er það
ekki stóra
málið heldur
sú siðferðis
lega afstaða
sem þessar
ítrekuðu
afturvirku
hækkanir fela
í sér.
Auðvitað eigum við að meta menntun, hæfileika og ábyrgð fólks að verð-leikum. Gæta þess að það fólk sem sinnir mikilvægum störfum í sam-félaginu njóti kjara sem endurspegla ábyrgð þess og færni. Eflaust er þetta
það sem kjararáð er leitast við að gera í sínum störfum
þegar það er bjástra við að endurmeta kaup og kjör
mis mikilvægra starfsstétta. En fyrr má nú rota en
dauðrota.
Flestum er enn í fersku minni, að þingheimi líkast
til undanskyldum, hraustlegar launahækkanir þing-
manna í vetur sem leið. Þar var nú ekki verið að draga
af sér eða halda í við þensluna eins og þegar kemur að
því að semja við stéttir á borð við kennara eða hvað
þá kjör aldraðra og öryrkja sem eru svo nánasarleg
að það gerir okkur öllum skömm til í samfélagi sem á
eldri kynslóðunum margt og mikið að þakka.
Nýjasta útspilið hjá kjararáði kom í síðustu viku og
felur í sér hraustlegar hækkanir til ýmissa starfsstétta
svo sem sendiherra, forsetaritara, varaforseta Hæsta-
réttar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, framkvæmda-
stjóra Fríhafnarinnar og fleiri. Vissulega vinnur þetta
fólk mikilvæg og oft sérhæfð störf en þrátt fyrir það
er ágætt að hafa í huga að enginn er ómissandi og
það heilmikið til af snjöllu og vel menntuðu fólki á
Íslandi. En það eru þó ekki endilega hækkanirnar
sjálfar sem fara fyrir brjóstið á mörgum lands-
mönnum og það skiljanlega heldur sú staðreynd að
hækkanirnar eru margar hverjar afturvirkar. Sumar
hækkanirnar eru afturvirkar til október á síðasta ári,
aðrar í heila átján mánuði og oftar en ekki hefur verið
tekið tillit til fastákveðinnar yfirvinnu.
Ef við látum nú liggja á milli hluta að þessar ágætu
stéttir séu á þessum launum, sem í augum flestra borg-
ara eru eitthvað sem kalla má vel í lagt, þá hlýtur engu
að síður þessi afturvirknisstefna kjararáðs að vekja
spurningar. Í fyrsta lagi þá má vel segja að umræddar
stéttir hafi fyrir hækkun notið kjara sem margir
væru meira en sáttir við. Eftir hækkun eru launin
rausnarleg og því hæpið að halda því fram að sam-
félagið sé í einhverri afturvirkri skuld við viðkomandi
stéttir. Kjararáð sem er skipað af fimm ráðsmönnum,
þremur kosnum af Alþingi, einum frá Hæstarétti og
einum frá fjármála- og efnahagsráðherra virðist þó
líta þannig á málið. Kjararáð er nefnilega að úthluta
fjármunum almennings í þessum afturvirku úthlut-
unum. Fjármunum sem gætu eðli málsins samkvæmt
farið til þjóðþrifaverkefna þó svo heildarupphæðin sé
kannski ekki há í stóra samhengi ríkisútgjaldanna.
En þrátt fyrir allt er það ekki stóra málið heldur sú
siðferðislega afstaða sem þessar ítrekuðu afturvirku
hækkanir fela í sér. Í þessum stóru afturvirku hækk-
unum er nefnilega fólgin lítilsvirðing við þá sem síst
hafa kjörin á Íslandi og þá ekki síst fyrri kynslóðir sem
byggðu upp þetta samfélag. Í þessu er aðeins fólgin
staðfesting á því að á þessu landi búa tvær þjóðir, við
gjörólíkar aðstæður og misjafnt jafnrétti til kjara og
mannsæmandi lífs.
Tvær þjóðir
Framboðsskorturinn
Stjórnmálaflokkarnir eru farnir
að huga að því hvernig þeir ætla
að stilla upp listum fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar næsta vor.
En eins og staðan er núna er það
algjörlega óvíst hvort það verði
ofgnótt frambjóðenda sem gefi
kost á sér í prófkjörum. Eins
og oft hefur verið fjallað um er
mikil spenna í atvinnulífinu
og atvinnuleysið nam einungis
3,2 prósentum í maí. Í slíkum
aðstæðum er jafnan gnótt vel-
launaðra starfa sem höfða til
frambærilegs fólks frekar en hið
pólitíska argaþras.
Nýgræðingur í pólitíkinni
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar og fjármála- og efna-
hagsráðherra, vakti undrun og
jafnvel hneykslan manna þegar
hann kokgleypti við hugmyndum
nefndar um að taka 10 þúsund
kallinn og fimm þúsund kallinn úr
umferð. Hann var fljótur að skipta
um skoðun, bætti svo um betur
og viðurkenndi mistök í viðtali á
Sprengisandi í gær.
Ýmsir flokksfélagar Benedikts
hugsa honum þegjandi þörfina
fyrir klúðrið og sumir þeirra vilja
jafnvel skipta honum út fyrir
annan formann. Benedikt er þó
vorkunn, því þótt hann sé ekkert
unglamb má segja honum til
varnar að hann er nýgræðingur í
pólitíkinni. Það kann því vel að
vera að hann hafi gert byrjenda-
mistök sem hann verði síðan
fljótur að læra af.
jonhakon@frettabladid.is
2 6 . j ú n í 2 0 1 7 M Á n U D A G U R10 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
SKOÐUN
2
6
-0
6
-2
0
1
7
0
5
:0
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
2
D
-7
E
1
0
1
D
2
D
-7
C
D
4
1
D
2
D
-7
B
9
8
1
D
2
D
-7
A
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K