Fréttablaðið - 26.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.06.2017, Blaðsíða 6
Skemmtanir Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus Full búð af nýjum vörum! Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 þjóðkirkjan „Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ segir séra Halldór Gunnarsson, formaður byggingarnefndar Stórólfshvol- sóknar á Hvolsvelli, um málaferli sóknarinnar gegn þjóðkirkjunni. Halldór segir að kirkjuráð hafi á árinu 2010 samþykkt fjárveitingu til nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Greiða átti tíu milljónir króna vegna undir- búnings og síðan 20 milljónir á ári í fjögur ár á framkvæmdatímanum, samtals 90 milljónir króna. Þegar þetta hafi brugðist hafi sóknin kært málið til úrskurðarnefndar  þjóð- kirkjunnar sem úrskurðað hafi sókninni í vil. Kirkjuráð hafi hins vegar vísað málinu til áfrýjunar- nefndar innan kirkjunnar og haft sigur þar. „Það var á þeim forsendum að kirkjuráð gæti gert það sem því sýndist,“ segir Halldór um niður- stöðu áfrýjunarnefndar. Sóknar- nefnd og byggingarnefnd Stórólfs- hvolssóknar hafi nú hins vegar stefnt þjóðkirkjunni fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur á þeim grundvelli að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar sé ógildur því nefndin hafi aðeins verið skipuð þremur mönnum en ekki fimm eins og lög mæli fyrir um. „Það nýjasta er að lögfræðingur biskupsstofu hefur, að því er mér skilst, sagt að málið væri tapað fyrir kirkjuráð,“ upplýsir Halldór. Fari dómsmálið þannig gæti kirkjuráð þó óskað eftir nýrri áfrýjunarnefnd. „Eins og kirkjuráð hefur látið mætti alveg eins búast við því,“ segir Hall- dór. Reyndar mun lögmaður kirkju- ráðs þegar hafa óskað eftir því við áfrýjunarnefndina að taka málið upp að nýju. Jens Sigurðsson, formaður sókn- arnefndar Stórólfshvolssóknar, segir að þegar liggi fyrir lóð frá Rangár- þingi eystra fyrir nýja kirkju sem jafnframt yrði menningarhús. Það Útfarir á bílastæði og kirkjunni stefnt Sóknarnefndin á Hvolsvelli hefur stefnt þjóðkirkjunni vegna meintra vanefnda á framlögum til byggingar nýrrar kirkju. Gamla kirkjan tekur innan við 100 manns í sæti. Í jarðarförum situr fólk í bílum og hlustar á athöfnina í útvarpinu. Gestir í jarðarförum frá Stórólfshvolskirkju rúmast oft ekki innandyra og hlusta á athöfnina í bílaútvörpum. Það var einmitt raunin í fjölmennri útför Sveins Sigurðssonar byggingameistara á föstudaginn var. Fréttablaðið/anton brink eigi að rúma allt að 450 manns og kosta á 200 til 300 milljónir króna. Málið  gagnvart kirkjuráði sé svo flókið að hann botni eiginlega ekk- ert í því sjálfur. Borist hafi 4,5 millj- ónir króna af umræddum tíu millj- ónum en síðan ekki söguna meir. Vilyrði annarra aðila, eins og sveit- arfélagsins og héraðsnefndar Rang- æinga, fyrir framlagi til byggingar nýju kirkjunnar séu bundin því að peningarnir skili sér frá kirkjuráði. Í þessari stöðu er málið því enn nánast á byrjunarreit. Þar til það breytist þurfa sóknarbörnin að láta gömlu kirkjuna frá árinu 1930 duga. Sem kirkjan gerir reyndar alls ekki ef marka má þá Halldór og Jens enda taki hún aðeins um 80 manns í sæti. Það dugi auðvitað ekki fyrir fjögur til fimm hundruð manna jarðarfarir sem fara þar iðulega fram. „Þá er bara setið út í bíl og útvarp- að þangað. Svo er til að fólk vill þetta ekki og fer þá í kirkjuna á Sel- fossi til að geta setið inni,“ segir Jens og vísar þá til þeirra aðferðar sem mun vera beitt í fleiri litlum kirkjum úti á landi að útvarpa fjölmennum athöfnum svo þeir sem ekki rúmast innanhúss geti setið prúðbúnir úti í bíl og heyrt það sem fram fer. „Auðvitað vill söfnuðurinn því reisa stærri kirkju. Það er skrítið að koma okkur af stað og klippa svo bara á,“ segir formaður sóknar- nefndarinnar. gar@frettabladid.is Tyrkland Múslimar um gjörvallan heim fögnuðu í gær hátíðardeg- inum Eid al-Fitr. Dagurinn markar lok föstumánaðarins Ramadan og var bænahald sem og átveislur af því tilefni víða um heim. Á Ramadan neyta múslimar meðal annars  hvorki matar né drykkjar frá sólarupprás til sólar- lags. Ramadan hefst og lýkur á nýju tungli og er mánuðurinn sá níundi í tímatali íslam. Þar sem tímatalið er frábrugðið tímatali Vesturlandabúa færist hátíðin til ár frá ári. Nýtt tungl sést hins vegar á mismunandi tíma í mismunandi heimhlutum. Þannig fögnuðu Sádi- Arabar, Katarar, Tyrkir og fleiri Eid al-Fitr í gær en Indverjar, Pakistanar og fleiri fagna föstulokum í dag. Sadiq Khan, fyrsti músliminn sem varð borgarstjóri Lundúna á Bretlandi, óskaði múslimum um heim allan gleðilegrar hátíðar í gær. „Við höfum gengið í gegnum afar erfiða tíma hér í Lundúnum á meðan Ramadan hefur staðið. Á þeim erfiðu tímum hefur verið magnað að sjá hversu vel sam- félagið hefur unnið saman,“ sagði Khan. – þea Múslimar fagna föstulokum bænahald múslima í tyrknesku borginni adana. nordicphotoS/aFp Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli, Halldór Gunnars- son, formaður byggingarnefndar Stórólfshvols- sóknar ViðskipTi  Plastdúkkan Ken sem hefur fylgt Barbie í yfir fimmtíu ár hefur fengið yfirhalningu, en Mattel, framleiðandi dúkkunnar, kynnti nýjar tegundir af Ken á þriðjudag. Nú er hægt að kaupa Ken í þrem- ur mismunandi líkamsstærðum og og velja á milli sjö hörundslita. Einnig má velja úr átta mismunandi litum á hári, níu hárstílum og augn- litum. Fatnaður Kens er nú mun fjölbreyttari. Tíu nýjar Ken dúkkur eru komnar í verslanir vestanhafs og fimm nýjar koma í næstu mánuðum. Á síðasta ári fékk Barbie einnig yfirhalningu en þá komu fjórar mismunandi líkamsgerðir út og einnig sjö hör- undslitir. CNN greinir frá því að síðan fyrsta Ken dúkkan kom út árið 1961 hefur dúkkan þróast verulega. Barbie og Ken hættu saman árið 2004. – sg Plastdúkkan Ken fær yfirhalningu 2 6 . j ú n í 2 0 1 7 M Á n U d a G U r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 2 6 -0 6 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 D -9 6 C 0 1 D 2 D -9 5 8 4 1 D 2 D -9 4 4 8 1 D 2 D -9 3 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.