Fréttablaðið - 26.06.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.06.2017, Blaðsíða 30
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. sr. Gísli H. Kolbeins Strikinu 10, Garðabæ, sem andaðist á Vífilsstöðum laugardaginn 10. júní verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, mánudag 26. júní, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra barna. Sigríður B. Kolbeins Bjarnþór G. Kolbeins Anna Lára Kolbeins Halldór Bergmann Ragnheiður G. Kolbeins Haraldur Stefánsson Halldór Kolbeins Eyþór Ingi G. Kolbeins Dagný Marinósdóttir barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Þórir Þórðarson leigubílstjóri, Kópavogstúni 5, áður til heimilis að Safamýri 83, lést á Landspítalanum Fossvogi 11. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 15.00. Ingibjörg Einarsdóttir Þórður Þórisson Unnur Jónsdóttir Einar Þórisson Ólafía Sigurjónsdóttir og barnabörn. 1823 - Kötlugos hófst með stórhlaupi úr Mýrdalsjökli 1921 - Kristján X, konungur Íslands og Danmerkur, kom í heimsókn til Íslands. 1928 - Boranir hófust eftir heitu vatni í Laugardal í Reykjavík. 1930 - Alþingishátíðin var sett á Þingvöllum. Þangað komu um 30.000 manns. 1944 Svavar Gestsson, fyrrverandi ráð- herra, fæddist. 1960 - Madagaskar fékk sjálfstæði frá Frakklandi. 1979 - Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hóf starfsemi sína. 2004 - Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands. 2015 - Pétur Blöndal þingmaður lést. Merkisatburðir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir er 19 ára gömul og fæst nú við öðruvísi sumarstarf en flestir. Á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ er hún að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Ég var að vinna í Skapandi sumar- störfum í fyrra og mér fannst það mjög skemmtilegt þannig að ég ákvað að sækja um aftur í ár en með öðruvísi verkefni. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að gera eitthvað í höndunum. Í fyrra fór ég að pæla í útsaumi og viðhorfi til útsaums. Svo sótti ég um með það í huga að gera útsaumsverk og mér fannst spennandi hugmynd að  ætla bara að gera eitt verk yfir sumarið,“ segir Sólveig. „Það hljómar eins og lítið þegar maður segist ætla að gera eitt verk en þegar maður sér það skilur maður af hverju var bara hægt að gera eitt verk.“ Sólveig hefur verið að rannsaka sögu handverks íslenskra kvenna og lýtur verk hennar meðal annars að nafnleysi saumakvenna fyrri alda og tímanum að baki útsaumsverkum. Sólveig veit ekki enn þá hversu stórt verk hennar verður. „Riddarateppið sjálft er held ég 130 x 160 cm. Ég ætla að byrja á að gera myndirnar sex sem eru í miðjunni og í kringum þær eru drekar sem mig langar að gera líka. Þannig að í rauninni er erfitt að segja til um hversu stórt þetta verður." Útsaumsverk hafa varðveist illa og eru að jafnaði höfundarlaus. Það einskorðast ekki við Ísland en saumur, vefnaður og aðrar hannyrðir þóttu einungis kvenlegar greinar og voru flokkaðar sem nytjalist en ekki alvöru listgreinar. Með verkefninu langar Sólveigu að sýna hversu mörg spor felast í einu dagsverki og efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Skapandi sumarstörf vara í átta vikur. Sólveig segir verkefnið fara vel af stað hjá sér og mun hún sýna það í lok júlí. Sólveig  er nýútskrifuð af fornmála- deild í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hyggur á að hefja háskólanám í fornfræði í vetur. „Það mætti kannski segja að ég sé áhugasöm um gamla tíma," segir hún. saeunn@frettabladid.is Saumar veggteppi byggt á Riddarateppinu Nítján ára stelpa vill efla vitund um gildi handverks og þá vinnu sem liggur að baki. Hún saumar veggteppi byggt á Riddarateppi Þjóðminjasafnsins í Skapandi sumarstörfum. Útsaumsverk hafa varðveist illa og oft veit enginn hver höfundur þeirra er. Sólveig Hrönn er nýútskrifuð af fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík og stefnir á nám í fornfræði í vetur. FRéttablaðið/EyþóR Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fæddist í Reykja-vík 26. júní árið 1968 og er því 49 ára í dag. Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garða- bæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálf- ara, og Jóhannes kerfisfræðing. Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BA- gráðu árið 1991. Eftir það lærði hann þýsku við háskólann í Bonn í Þýskalandi. Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997. Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxfordháskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu. Árið 2003 lauk hann doktors- prófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London. Um starfsferil Guðna segir á vef forsetaembættisins að árin 2013-2016 var Guðni kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, lektor, dósent og síðast prófessor. Áður var hann lektor við Háskólann í Reykjavík og stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og University of London. Jafnframt vann hann um árabil við afleysingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 2 6 . J Ú n Í 1 9 6 8 Guðni Jóhannesson fæddist 2 6 . j ú n í 2 0 1 7 M Á n U D A G U R14 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð tímamót 2 6 -0 6 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 D -7 4 3 0 1 D 2 D -7 2 F 4 1 D 2 D -7 1 B 8 1 D 2 D -7 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.