Kvennaframboðið - 01.03.1982, Síða 21

Kvennaframboðið - 01.03.1982, Síða 21
MARS 1982 StÐA 21 Pillan (sem oft er nefnd P-pilI- an) kom á markaðinn i lok 6. ára- tugarins og sió í gegn. Allir töluðu nú um frelsi kvenna til „eðlilegs” kynlifs, nú ættu þær að geta sofið hjá hver jum sem er, hvenær sem er án þess að óttast það að verða óléttar. Pillan var lykillin að ótrufluðu og áhyggjulausu kynlífi kvenna þessa timabils. Smám saman komu þó vankantarnir i Ijós. PiIIan var ekki eins hættu- laus og menn höfðu haldið. „Sterkar” og ,,léttar” aukaverkanir eru þær taldar skaðlausari en Pillan. Vissulega eru til konur sem geta tekið Pilluna timabundið án þess að það hafi alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Þó er þaö ákveðinn hópur kvenna sem ætti i engum tilvikum að taka Pilluna. Það eru konur með krabbamein, ungar stúlkur sem ekki hafa enn haft blæðingar og ekki tekið út fullan vöxt, konur sem reykja, feitar konur.þærsem gjarnar eru á að fá þunglyndisköst eða eru með of háan blóðþrysting og kon- ur sem komnar eru yfir fertugt. Konur ættu að varast að taka Pilluna i 10ár, bara vegna þess að hún hefur ekki valdið þeim óþægindum ennþá. Krefjumst betri getnað- arvarna Við konur höfum fengið frelsi til að sofa hjá fleiri körlum en ein- ungis eiginmanninum, auk þess sem við getum orðiö stjórnaö bet- ur okkar barneignum. En þetta frelsi getur verið dýrkeypt fyrir þá sem tekur Pilluna. Langtímaáhrif hennar vitum við ekkert um. Við vitum ekkert um það hvort kona sem tekiö hef- ur Pilluna 15 ára eigi von á auka- verkunum af hennar hálfu þegar konan kemst á sextugsaldurinn. Þaö hefði e.t.v. 'att að bíða méð áð setja Pilluna á markaðinn og reyna þess I stað að vanda betur til hennar. Konur! Krefjumst betri getnaðarvarna svo við getum haft stjórn á eigin barneignum. Látum ekki telja okkur trú um að daglegar þján- ingar af völdum Pillunnar séu léttvægar og orðnar til af imynd- un einni. Krefjumst heiðarlegra upplýsinga um áhrif Piilunnar á likama okkar og sál. Látum ekki fara með okkur sem tilraunadýr i þágu læknavisindanna. Þýtt og endursagt úr sænska blaðinu ETC. GLR. Konur dóu af völdum blóð- tappa, krabbameins, gulu og lifr arsjúkdóma sem rekið var beint til pillunnar. Þar að auki hafði hún i för með sér aukaverkanir sem læknar kölluðu gjarnan „léttar” aukaverkanir. Þær köll- uðust „léttar” vegna þess að þær leiddu konur ekki beinttil dauða. Dæmi um þessar léttu aukaverk- anir eru stöðugt þunglyndi, mis- lyndi, minni löngun til kynlífs, svimaköst, útferö, húðsjúkdóm- ar, gallsteinssjúkdómar, aukin tiðni á smitsjúkdómum alls kon- ar, aukinn hárvöxtur, fdtt hár, vitamínsskortur, auk þess sem konur eru gjarnar á að fitna mjög. Könnun sem danska kvenfé- lagasambandið i Arósum lét gera fyrir skömmu leiddi i jós að 96% þeirra kvenna sem spurðar voru, höfðu orðið varar við aukaverk- anir af völdum Pillunnar og 52% þeirra varar viö 5 eða fleiri auka- verkanir samtimis. 52% kvenn- anna þyngdust, 36% urðu þung- lyndar, 30% fengu spennt brjóst og 15% fannstþærverða þreyttari en vanalega. Michael Briggs sem er i farar- broddi hvaö varðar rannsóknir á Pillunni segir: „Það er öruggt mál að margar hinna algengu aukaverkana stafa af breytingum sem verða á starfsemi heilans. Það er mjög erfitt að rannsaka þetta, en það virðist sem Pillan breyti jafnvæginu á milliadrena- lins og noradrenalins, sem eru af- gerandi fyrir efnastarfsemi heil- ans.” Þá segir Briggs að unglings- stelpur sem taka Pilluna eigi á hættuað östrogenið sem ihenni er hefti vöxt þeirra. A þessum árum vaxa útlimir og ákveðinn hluti andlitsbeinanna mjög hratt. Stelpur sem byrja snemma að taka Pilluna eiga á hættu að fá ákveðið Utlit sem er stuttir hand- leggir, stuttar fætur og innfallið andlit. Pillan hefur slæm áhrif á brjóst og vefi likamans. Börn mæðra sem tekið hafa Pilluna lengi eiga á hættu að fæðast með óþroskað höfuðleður. Þegar kona tekur Pilluna, hefur hún ekkert egglos, Þess i stað getur hún fengið tann- los. Tárakirtlarnir breyta starf- seminni svo margar konur geta ekki notað linsuristað gleraugna. Þá er algengt að konur fái sjón- og heyrnartruflanir. Konur geta orðið ófrlskar á meðan þær taka Pilluna. Þær sem taka hanaá fyrstu meðgöngutim- anum eiga á hættu að barnið skaðist. Afvöldum Pillunnarhafa börn fæðst með hjartabilanir og hormónatruflanir. Pillan eykur hættuna á brjóst- krabbameini, einkum hjá ungum konum og konum sem taka hana áður en þær eignast sitt fyrsta barn. lOOsinnum meirilikureru á að kona sem tekur Pilluna 13-5 ár fái krabbamein i lifrina en kona sem tekið hefur hana i skemmri tima. Minipillan svo- kallaða er að sögn ekkert hættu- minni en hin venjulega P-pilla pillan hættuleg? auk þess sem hún er gjörn á að valda utanlegsfóstri. Talið er að aðeins 20 - 30% af öllum aukaverkunum komi fram á opinberum heilbrigðisskýrsl- um. Konurnar sjálfar eiga ekki svo auðvelt með að koma á fram- færi upplýsingum um aukaverk- anir sem þær verða varar við. Fyrst verður að tilkynna þær lækni, sem dæmir um hvort sam- band sé á milli þeirra og Pillunn- ar. Stundum sér læknirinn sam- band og tilkynnir það heilbrigðis- yfirvöldum.Oftastgerir hannþað þó ekki, sennilega vegna þess að hann telur þær ekki vera svo mjög alvarlegar. Pillan er búin til fyrir karlmanninn — ekki konuna Oft heyrum við sagt að konur fái meiri löngun til kynlifs taki þær Pilluna, þvi þá þurfa þær ekki að striða við dttann við að verða óléttar. Þetta er gömul saga og tilheyrir fortiðinni til, enda erum við nU i æ rikari mæli farnar að þekkja afleiðingar Pill- unnar. Gerðar hafa verið tilraunir til að búa til getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn, en menn hafa veriö óánægðir með niðurstöð- urnar. t rúmlega 20 ár hefur ekki tekist að losna við aukaverkanir s.s. minni löngun til kynlifs og rauð augu. Meðan karlmenn verða „getulausir” af pillunni er hún ekki sett á markaðinn. „Getuleysi”er nefnilega mjögal- varlegt þegar það á sér stað hjá körlum, en telst til „léttra” auka- verkana hjá konum. Þetta er skýrt dæmi um að Pillan er búin til fýrir kynhvöt karlmanna — en ekki kvenna. Hefði verið borin eins mikil virðing fyrir kynhvöt kvenna og karla, væri Pillan sennilega ekki á markaðinum i dag, á samaháttoghUn er ekki til handa karlmönnum. Kynlifið hefur ekki breyst svo gjörla með tilkomu PiUunnar. Það eina sem breyst hefur er að nú er þaö oröið erfitt fyrir konur að vilja ekki sofa hjá hverjum sem er. Kona hefur öðlast rétt til að segja já, en misst réttinn til að segja nei, hvort sem henni llkar það betur eða verr. Pillan bönnuð i Japan í Japan er Pillan ekki leyfð þar sem hún er þar talin of hættu- leg heilsu kvenna. Þar er ekki óalgengt að konur gangist undir 7 -8 fóstureyðingar á ævinni, enda karlmenn Loksins hafa áratuga rannsóknir á getnaðarvörnum fyrir karlmenn, boriðárangur. Þjóöólfur Meyvantsson læknir í karlsjúkdómafræði hefur nú kynnt hér á Islandi lykkju fyrir karl- menn. Lykkjan er talin 90% örugg ef lykkjutaki fer í eftirlit reglulega. Ending er tvö ár, eftir þann tima taka læknar ekki ábyrgð á öryggi. Léttar aukaverkanir eru fylgjandi ísetningu lykkjunnar s.s. smá blæðingar af og til í 6 mánuði, óþægindi s.s. sviði, kláði og smá útferðieinnig eymsli í kynfærum og smá bjúgur til að byrja með. I aðeins 6% tilfella hefur lykkjan ekki fundist við eftirskoðun. Undanfarin 2 ár hafa um 200 karlmenn í Svíþjóð notað lykkjuna og 800 í Bandaríkj- unum og hefur þótt reynast vel. Aðeins 8% þeirra er tóku þátt í tilraunum hafa fengið alvarlegar aukaverkanrr og sá hópur verður því áfram að nota aðrar getnaðarvarnir.

x

Kvennaframboðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.