Kvennaframboðið - 01.03.1982, Side 24

Kvennaframboðið - 01.03.1982, Side 24
$ Fleiri, en minni félagsmiðstöðvar Æskulýðsmálahópur kvenna- framboðsins hefur undanfarnar vikur rætt og kynnt sér það sem borgin býður unglingum upp á. Sérstaklega kynntum við okkur félagsmiðstöðvar þær sem undanfarin ár hafa risið i hverf- um borgarinnar. Þær eru nú fimm þ.e. Þróttheimar, Tónabær, Fellahellir, Arsel og Bústaðir. Það var tvennt sem stakk okkur i augun i viðkynningunni. Okkur fannst miðstöðvarnar of stórar og of stifar i sniðum. En nú ber á að lita að félagsmiðstöðvar þessar þjóna fleirum en unglingum, þess hverfis þar sem þær eru staðsett- ar, þannig að sjálfsagt þurfa þær að vera bæði stórar og starfsemin vel skipulögð. En það hefur i för með sér þá galla að unglingarnir eiga litla möguleika á að móta þar starfsemina eftir sinu höfði og einnig verður erfitt fyrir starfsmenn miðstöðvanna að bindast nánum tengslum við þá hundruð unglinga sem sækja þær vikulega. Nú kann einhver að spyrja: Er ekki sjálfsagt að hafa félags- miðstöðvarnar opnar öllum ald- urshópum? Eykur það ekkí enn á kynslóðabilið að opna félags- miðstöðvar sem aðeins eru ætlaðar unglingum? Við veltum þessum spurningum mikið fyrir okkur. Kynslóðabilið svokallaða er orðin staðreynd sem ekki þýðir að horfa framhjá. r................ Athugið, Athugið, Athugið, Konur komið til starfa i Kverniaframboðinu, Hótel Vík \ið Hallærisplanið. Takið þátt í uppbyggingu starfsins i starfshópum. Opnunartími frá 3 til 7 daglega. Svo er alltaf eitthvað á seyði á kvöldin. Ef þiðeigið ekki heimangengt þá er síminn 21500 KONUR, LATUM AÐ OKKUR KVEÐA í BORGARMÁLUM Unglingsárin eru ár mikilla um- breytinga og þroska og verða oft ýmsar sviptingar innan fjöl- skyldunnar samfara þvi. Unglingurinn er að finna sina sjálfsmynd sem fullorðinn ein- staklingur. Hann er að átta sig á þvi að foreldrarnir eru ekki bara foreldrar heldur lika einstak- lingar og oft mjög ólikirhonum sjálfum. Það leiðir oft til upp- reisnar og ákveðinnar „frelsis- baráttu”. Þvi er leitað til félaga- hópsins til að finna samstöðu og oft á tiðum öryggi. Einnig hafa þjóðfélagsbreytingar siðustu áratuga i för með sér að unglingar tilheyra orðið hinum svokölluðu óframleiðnu hópum. (Ljótt orð!) Þeir eru ekki taldir hafa neinu ákveðnu hlutverki að gegna og eru i biðstöðu, biða eftir þvi að geta farið að taka virkari þátt. Ofangreindar ástæður verða til þess að þeir hópa sig saman og höpurinn eða „klikan” s'er alfarið um félagsþarfir þeirra. En hvað nú ef stóru íélags- miðstöðvarnar eru ekki nægileg lausn fyrir unglinga i Reykjavik, hverju á þá við að bæta? Jú, við teljum að litlar félags- miðstöðvar, fleiri en ein i hverju hverfi geti betur komið til móts við þarfir unglinga. Ekki væri nauðsynlegt að byggja ný hús fyr- ir svona starfsemi heldur væri hægt að nýta eldri hús (og þá gjarnan með einhverri lðð) nú eða þá eina ibúð i blokk. Þar væru fáir starfsmenn sem hefðu reynslu og menntun i að starfa með unglingum. Reglur yrðu fáar en skýrar og krakkarnir með i að móta þær með starfsmönnum þegar i byrjun. Myndu þeir einnig sjá um framkvæmd þeirra. Starfsemina fengju unglingarnir að móta sjálfir og væri einnig i þeirra verkahring að móta um- hverfi bæði innanhúss og utan. Til þess að hrinda svona fyrir- komulagi i framkvæmd þarf að mynda starfshóp þegar i byrjun starfseminnar með bæði starfs- mönnum og unglingum þeim sem kæmu til með að nýta sér miðstöðina. Við teljum að svona unglinga- staðir væru bæði heimilislegri og byðu krökkum upp á meira sjálf- stæði og ábyrgð, en þær félags- miðstöðvar sem nú eru starfandi. Enda, eins og áður sagði eru þær ætlaðar fleirum en bara ungling- um. A svona litlum stöðum yrði auðveldara fyrir starfsmenn að kynnast betur krökkunum og veita þá aðstoð sem oft er svo nauðsynleg á unglingsárunum. Við vitum að það er öllum nauðsynlegt að vera ekki bara þiggjendur heldur geta lika ráðið einhverju um sinar tómstundir og umhverfi. Þetta á ekki siður við um unglinga en annað fólk. Níu pósthort gefin út Nú er nýkomin út póstkortaserfa með listaverkum 9 myndlistarkvenna, og var það Kvennaframboðið sem lét prenta og gaf út. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík sería er gef in út hér á landi. Póstkortin eru öll af stærðinni A5 og unnin á ýmsan hátt svo sem teikn- ingar, grafík og Ijósmyndir. Hvert kort er gefið út í 1000 eintökum þar af munu 200 verða árituð og seld saman í sérhönnuðum möppum. Póstkortin eru gerð eftir verkum eftirtaldra kvenna: Ástu Ólafsdóttur, Inu Salome Geirsdóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Svölu Sigurleifs- dóttur, Erlu Þórarinsdóttur og Valdísióskarsdóttur. Hægt verður að kaupa kortin í f lestum bóka- og rit- fangaverslunum, og einnig hjá Kvennaframboðinu Hótel Vík. Kvennaþula Ég hef þvegið marmaragólf og þekki orðið hvert bankahólf, glugga opnað og loftað út við bilalæti oft hrokkið i kút. Ég hef þurrkað bæði borð og bekk og bograð lengi yfir ruslasekk. Burstað bletti af stórum stólum strokið ryk af tölvum og tólum. Ég hef hamast á handföngum beitt skærum, hnifum og töngum. Kraflað i klósettskálum og verið alveg á nálum. Urmul sýkla hef ég burtu flæmt þúsund öskubakka tæmt, undið tuskur ótt og titt alltaf hef ég þó brosað blitt. En veistu hvað, ég komst yfir blað þeir ætla að farað hagræða með einni vél sem smellur og skellur þeir flæma burt allar skúringakellur. Hlín Agnarsdóttir.

x

Kvennaframboðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.