Víkurfréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 12
>UM 150 MANNS MÆTTU Á FUND UM HÆKKUN LEIKSKÓLAGJALDA í REYKJANESBÆ
Safna undirskriftum til að sýna óánægju leikskólabarna
-bæjarstjóri kynnti tillögur að auknum systkinaafslætti á leikskólum.
/
fjölmennum fundi sem
haldinn var í Njarðvík-
urskóia um hækkun
leikskólagjalda á mánudags-
kvöld sagði Arni Sigfússon
bæjarstjóri að á næsta fundi
bæjarráðs Reykjanesbæjar
yrðu kynntar tillögur um auk-
inn systkinaafslátt hjá leikskól-
um Reykjanesbæjar. Tillögurn-
ar gcra ráð fyrir að 40% af-
siáttur verði á vistunarrými
annars barns foreldra, en í dag
er afslátturinn 25%. Arni sagði
einnig á fundinum að afsláttur
námsfóiks sem hefur börn á
ieikskóia yrði cndurskoðaður
og farið yrði yfir færanlegan
systkinaafslátt milli leikskóla
og dagmæðra.
Fundurinn var boðaður af for-
eldrafélögum leikskóla í Reykja-
nesbæ og lögðu fjölmargir for-
eldrar spurningar fyrir bæjar-
stjóra. Meðal þess sem bæjar-
stjóri var spurður að var hvort
bæjarstjóm myndi halda hækkun
leikskólagjalda til streitu og svar-
aði bæjarstjóri því játandi. Nokk-
ur hiti var í fundarmönnum og
voru foreldrar sem hafa eitt bam
á leikskóla ekki sáttir við svör
bæjarstjóra um að hækkun leik-
skólagjalda myndi standa.
Petra Lind Einarsdóttir kom fram
fyrir hönd foreldrafélaganna á
fundinum og segir hún að mark-
miðið hafi verið að fá bæjar-
stjóm til að endurskoða hækkan-
imar. „Bæjarstjóri tók það skýrt
fram í lok fúndarins að hækkunin
myndi standa þannig að það
dugði ekki til. En viðbrögð bæj-
arstjóra voru jákvæð varðandi
það að skoða hærri systkinaaf-
slátt, færanlegan systkinaafslátt á
milli dagmæðra og leikskóla og
afslætti til námsfólks þar sem
annar aðilinn er i námi. Fólk sem
rætt hefur við mig segir að fund-
urinn hafi verið ágætur en að
engin niðurstaða hafi komið út úr
honum varðandi þau málefni
sem mesta óánægjan er um,“
segir Petra en hún er mjög ánægð
með fundarsókn þar sem um 150
manns sátu fundinn.
Petra segir að það hefði mátt
koma betur fram á fundinum sú
krónutöluhækkun sem foreldrar
þurfa að greiða vegna hækkunar
á leikskólagjöldunum. „Með
nýrri gjaldskrá hækka leikskóla-
gjöldin hjá mér um tæpar 90 þús-
und krónur á ári, en ég er með
tvö böm í vistun allan daginn."
A fundinum var settur af stað
undirskriffarlisti þar sem hækk-
unum leikskólagjalda er mót-
mælti og segir Petra Lind að list-
amir verði látnir liggja á leikskól-
unum út vikuna fyrir foreldra til
að skrá sig. „Þó að þessi listi skili
hugsanlega ekki neinu þá vonurn
við að hann sýni þá óánægju sem
er hjá foreldrum leikskólabarna í
bænum.“
Ummæli bæjarstjóra á fundi
um leikskólamál mistúlkuð:
Rangt hjá már en ekki blaðamanni
Ami Sigfusson bæjarstjóri sagði
á fundinum að það væri rangt
sem kom fram hjá honum í við-
tali í Víkurfréttum að hækkun á
leikskólagjöldum tengdist launa-
hækkunum starfsmanna. I sam-
tali við blaðamann itrekaði hann
að ekki væri verið að rengja end-
ursögn af viðtalinu sem blaða-
maður Víkurfrétta tók við hann
um hækkun leikskólagjalda og
birtist í síðasta tölublaði Víkur-
frétta.„Ég er ekki að ætla áreið-
anlegum blaðamanni Víkurfrétta
að hafa farið rangt með í þessu
stutta samtali sem við áttum."
segir Ami.
Meginástæða hækkunarinnar,
eins og kom fram í viðtalinu, er
sú að við teljum að það sé eðli-
legt að miða við að þriðjungur af
kostnaði á leikskólum sé greidd-
ur af foreldrum, eins og gildir hjá
flestum sveitarfélögum og við
erum að gera það með þessari
ákvörðun. Við munum svo gera
ýmsar ráðstafanir til að mæta
þeim frekar sem ekki hafa að-
stæður til að greiða þriðjung, s.s.
með systkinaafslætti og afslætti
til námsmanna og einstæðra for-
eldra"
Hvernig fannst þér fundurinn
ganga?
Mér fannst hann vera gagnlegur
og í meginatriðum málefnalegur.
Ymsar ábendingar komu fram
sem við munum kappkosta að
skoða næstu dagana.
Ég er ánægður með þetta framtak
foreldrafélaganna og í inngangi
fulltrúa foreldrafélaganna kom
fram góð samantekt og undirbún-
ingur fyrir fundinn. I framhaldi
af því fór ég yfir alla þá þá þætti
sem leggja grunn að heildstæðri
fjölskyldustefnu i Reykjanesbæ.
Éeikskólinn er mikilvægur í því
ferli - og miklu til kostað að innra
starf og allur umbúnaður leik-
skólanna sé sem bestur. Endur-
menntun og áhugi starfsfólks á
því að bæta við _sig þekkingu er
til fyrirmyndar. Ég vona að for-
eldrar hafi fengið skýringar á
þessari ákvörðun á hækkun gjal-
da og hvað liggi að baki henni.
Ég vona einnig að menn sjái það
að við veitum góða þjónustu í
Reykjanesbæ,
sérstaklega eftir að samanburður
við önnur sveitarfélög var kynnt-
ur á fundinum.
Skilurðu reiði foreldra varð-
andi hækkunina á leikskóla-
gjöldum?
Ég skil vel að það er enginn sem
fagnar því að fá aukinn kostnað á
sig, þó þetta sé aðeins þriðjungur
af því sem þjónustan kostar á
hvert bam.
Leikskólagjöldin
í bæjarráði í dag
Víkurfréttir hafa heimildir
fyrir því að fulltrúar Sam-
fylkingarinnar í Reykjanes-
bæ vinni nú að gerð tillögu
varðandi leikskólagjöldin
sem lögð verður fyrir fund
bæjarráðs í dag, fimmtudag.
Samkvæmt heimildum
blaðsins mun efni tillögunn-
ar ganga út á að farið verði
bil beggja, þ.e. að systkinaaf-
sláttur nái ekki 40% og að á
móti verði tímagjald leik-
skóla lækkað.
> KRISTIN N HILMARSSON SKRIFAR UM NÝJAN SKÓLA í INNRI NJARÐVÍK
Latneskt nafn á barnaskóla í Innri-Njarðvík? þessÍgre'n5
VÍKURFRÉTHR
ÁNETINUVORU
Ifréttatilkynningu á heima-
síðu Reykjanesbæjar segir
að nefna eigi nýjan barna-
skóla Thorchilliusskóla og að
bæjarstjóra hafi verið falið að
ganga frá samningum um leigu
á skólanum. í fundargerð bæj-
arráðs er hann skrifaður
Thorkilliskóli, og tveimur dög-
um síðar Thorkilli-skóli í
Morgunblaðinu. Fjölbreytt
stafsetning þeirra scm best
þekkja vekur athygli en líklegt
er að íleiri útgáfur eigi eftir að
sjást, því þetta sérnafn er senni-
lega flestum Islendingum
framandi.
Barnaskóli á Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd var nefndur
Thorkilliiskóli. Það vita fáir,
enda er ekkert sem bendir til að
nafngiftin hafi gefist vel. Ef vel
er rýnt í kort af Reykjanesbæ sést
að í Innri-Njarðvík er gata nefhd
Thorkelligata og við þessa götu
er minnismerki um Jón Þorkels-
son.
Jón var fæddur í Innri-Njarðvík
og var einkabarn Þorkels Jóns-
sonar og Ljótunnar Sigurðardótt-
ur. Foreldrar hans efnuðust vel og
Jón sem aldrei giftist fór vel með
arfinn og bætti við hann af laun-
um sem hann aflaði með ævi-
starfi sínu. Skömmu áður en
hann dó, 5. maí 1759, gaf hann
allar eigur sínar til stofnunar
heimavistarskóla til menntunar
og uppeldis fátækustu börnum í
Kjalamesþingi.
Jón átti til að skrifa nafnið sitt og
eftirnafn með ýmsum hætti. I
bók sinni „Jón Skálholtsrektor"
sem gefin var út af Menningar-
sjóði 1959, segir Gunnar M.
Magnúss:
„Jón Þorkelsson skrifaði í mörg-
um tilfellum nafn sitt á latinu.
Undir fjölmörgum bréfum,
skýrslum, ritgerðum og vottorð-
um stendur Johannes Thorkillius.
Það kom einnig fyrir að hann
kenndi sig við landið og skrifaði
Snælandus, eða þá átthaga sína
og kallaði sig Chrysorinus, þ.e.
úr Gullbringusýslu. En í bréfum
og skjölum frá öðrum er hann
tiðum skrifaður Jón Thorkelson
eða jafnvel Thorkelsen.
En nú var sjóðurinn kenndur við
hið latneska nafn Jóns og nefhd-
ur Thorkilliisjóður."
(Gunnar M. Magnúss, 113-114)
Þetta gerðu flestir Islendingar
sem gegndu opinberum störfum í
danska konungsveldinu en hefðu
sennilega ekki gert ef þeir hefðu
verið opinberir starfsmenn hjá
sjálfstæðri íslenskri þjóð.
Hluti gjafasjóðsins var varðveitt-
ur í Danmörku og þó Jón hefði
gefið sjóðnum íslenskt nafn, er
öruggt að danskir umsjónannenn
sjóðsins hefðu fundið honum
nafn sem félli að_ danskri tungu.
Þetta skiljum við íslendingar sem
snörum öllum erlendum heitum
yfir á íslensku.
Jón Þorkelsson var skólamaður
og einn af málsvörum þjóðar
okkar, og er vel að minnisvörð-
um í Innri-Njarðvík kominn.
Sjálfsagt er að reisa honum nýjan
minnisvarða en nefhum skólann
eftir örnefnum í Innri-Njarðvík
t.d. Tjarnaskóli í Tjarnahverfi
eða eftir Jóni sjálfum og köllum
hann þá: „Skóli Jóns Þorkelsson-
ar“.
Börn eru stolt af skólunum sín-
um og þau munu nefna hann sínu
rétta nafhi ef vel tekst til með val
á nafhi og þau munu vilja geta
skrifað nafh skólans skammlaust.
En hvernig eiga börn að geta
stafsett svona framandi nafh þeg-
ar fullorðnir geta ekki verið viss-
ir?
Ég leyfi mér því vinsamlegast að
óska eftir því að bæjarstjórn
Reykjanesbæjar endurskoði
áform um að nefha bamaskólann
í Innri-Njarðvík latnesku heiti.
Ég trúi því að ég eigi marga
skoðunarbræður og að þessi hug-
mynd að nafni sé litt ígrunduð.
Bestu kveðjur,
Kristinn Hilmarsson
12
VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!