Víkurfréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 10
stuttar
f r é t t i r
AAorfíni ogfleiri lyfj-
um stolið úr skipi
Tilkynnt var í hádeginu
á Iaugardaginn um
innbrot í Arnar RE
400 í Sandgeröishöfn. Þar
var farið í lyfjakassa og
stolið morfíni, sterkum
verkjalytjum og sprautum.
Ekki er vitað hver þarna
var að verki.
Velti bíl undir
áhrifum áfengis
Sncmma á sunnudags-
morgun var tilkynnt
til lögreglunnar að
bifreið væri á hvolfi utan
vegar á Garðvegi móts við
Golfskálann. í ljós kom að
ökumaöur bifreiðarinn
hafði farið af vettvangi, en
hann fannst og þá kom í
ljós að hann var undir
áhrifum áfengis. Bifreiðin
var tekin af staðnum mcð
kranabifreið. Ökumaður-
inn slapp við meiðsl.
30 ára fermingaraf-
mæli árgangs 1960
Laugardaginn 8. maí
verður lialdið 30 ára
fermingarafmæli ár-
gangs 1960 úr Keflavík og
Njarðvík og verður
skemmtunin haldin í KK
salnum. f auglýsingu frá
undirbúningsnefndinni er
fólk úr árganginum hvatt
tii að taka laugardaginn
frá, en skemmtunin verður
auglýst nánar síðar.
Guðný Hjörleifs
hjá Sálarrann-
sóknarfélaginu
Guðný Hjörleifsdóttir
miðill mun starfa
hjá Sálarrannsókn-
arfclaginu 29. janúar og
Skúli Lórcntsson miðill
mun einnig starfa hjá félag-
inu 4. febrúar. Tímapantan-
ir hjá félaginu í síma 421
3348.
VF.IS
14. MEST SÓTII
VEFURLANDSINS
Auglýsingasími
4210000
> LEIGUBÍLASTÖÐIN AÐALBÍLAR
VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
VÍKURFRETTIR
ÁNETINUVORU
fyrstrr NIEÐ
pessrfrett'.
Aðalbílar fagna eins árs afmæli
Bifreiðastöðin Aöalbílar fagnaði eins árs af-
mæli sl. föstudag. Bílstjórum fyrirtækisins
var boðið upp á rjómatertu og kaffi í til-
efni dagsins. Leigubílstjórar Aðalbíla voru áður
á Aðalstöðinni en fluttu starfsemina á nýjan stað
við Hafnargötu 12 fyrir réttu ári og tóku þá upp
nafnið Aðalbílar. í gömlu þvottastöð SBK hefur
bílstjórunum verið búin myndarleg aðstaða til
hvíldar og eins til að taka inn bíla og þrífa, svo
eitthvað sé nefnt.
VÍKURFRÉTTIR
ÁNETINU UORU
fyrstrrni®
þESSR FRETT'.
Við höldum áfram
að benda á nokkrar
fréttir, greinar og
myndirsemvf.is
birti fyrst allra
fjölmiðla!
í kjölfar kynningar-
átaksávf.is hérí
blaðinu ogvíðar
tryggðumvið okkur
14. sætiðyfir mest
sóttu vefi landsins.
Takkfyrir það!
■ Kristján Vilhelmsson og Baldur Konráðsson leigubílstjórar hjá Aðalbílum í áratugi:
í hádegismat með DeNiro á Hótel Borg
„Ja, ég hef nú verið leigubíl-
stjóri í 25 ár,“ segir ein af per-
sónum Spaugstofunnar sem
Karl Agúst Ulfsson leikur i
þcssum vinsælustu þáttum
landsmanna. Kristján Vil-
helmsson og Baldur Konráðs-
son leigubílstjórar gætu svo
sannariega slegið um sig með
þcssum orðum en þeir hafa
stundað leigubílaakstur um
langt skeið hér á Suðumesjum.
Víkurfréttir litu við hjá þeim
þar sem þeir sátu í bíl Krist-
jáns við Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, komumegin auðvitað.
„Fyrsti dagurinn minn sem
leigubílstjóri var þann 4. júlí
árið 1960. Ég skildi ekkert í því
hvað það var mikið að gerast í
kringum völlinn og það var
ekki fyrr en ég var búinn að
keyra í smá tima sem ég áttaði
mig á því að þetta væri þjóðhá-
tíöardagur þeirra," segir Krist-
ján og hlær, en í gegnum tiðina
hefur hann einnig hlaupið i
önnur störf.
Baldur hóf sinn Icigubílaakstur
seinni partinn í ágúst árið
1968. „Ég hef ekki unnið stans-
laust við þetta frá því 68. Skeiiti
mér á sjóinn í nokkur ár, en
síðustu árin hef ég einungis
starfað við þetta,“ segir Baldur
brosandi en hann kemur einn-
ig að rekstri tveggja hópbíla og
reksturs hvalaskoðunarskips-
ins Moby Dick.
Kristján eða Diddi á Brekku eins
og hann er oft kallaður og Baldur
eru miklir félagar og þegar blaða-
mann bar að garði sátu þeir sam-
an í bílnum hjá Didda, en bíllinn
ber einkanúmerið 29. Þegar þeir
eru spurðir út í biðina sem fylgir
leigubílaakstrinum segjast þeir
orðnir vanir henni og að hún taki
yfirleitt enda. „Við skellum okk-
ur í bridds inn í flugstöð, enda
erum við miklir briddsspilarar,“
segja þeir hlæjandi en í flugstöð-
inni hafa leigubílstjórarnir her-
bergi til afnota þegar þeir bíða
eftir farþegum.
Leigubílstjórar hjá Aðalbílum
hafa í gegnum tíðina sinnt far-
þegum sem koma úr Flugstöð
Leifs Eirikssonar. „Og að sjálf-
sögðu höfum við í gegnum tíðina
sinnt Suðurnesjamönnum með
leigubílaakstri," segir Baldur.
I hádegismat með DeNiro
Leigubílstjórar fá misfrægt fólk
upp í bílana til sín og hefur Bald-
ur fundið smjörþefinn af því, en
hann var með hinn heimskunna
leikara Robert DeNiro hálfan
dag í leigubílnum hjá sér. „Nú,
ég var bara fyrstur í röðinni og
hann kom í bílinn hjá mér, en ég
áttaði mig ekki á því hver maður-
inn var fyrr en ég kom til Reykja-
víkur. Ég er svo lítið inn í þess-
um stjörnumálum," segir Baldur
með bros á vör, en DeNiro bauð
Baldri í hádegismat á Hótel
Borg. „Það var mjög skemmti-
legt og maðurinn virkaði mjög
vel á mig. Bæði viðmótsþýður og
skemmtilegur."
Baldur segir að DeNiro hafi sagt
sér að hann liafi flogið mikið
með Loftleiðum á milli Banda-
ríkjanna og Evrópu áður en hann
varð ffægur. „Hann bað mig um
að sýna sér Loftleiðamerkið og
ég keyrði hann út á Loftleiðir til
að liann fengi að sjá merkið sem
hann og sá,“ segir Baldur en
DeNiro var að koma frá kvik-
myndahátiðinni í Cannes í Frakk-
landi. „Hann var með kærustuna
sína með sér og sagðist hafa
keypt veitingahús handa henni á
bökkum Hudson ár í New York.
En ég las það nú fyrir stuttu að
þau væru skilin," segir Baldur.
Ferðin með stórleikarann gekk
vel að sögn Baldurs og slapp
leikarinn að mestu við blaða-
menn þó þeir settu undir lokin
mark sitt á ferðalag Baldurs með
leikarann. „Hann ætlaði að fara í
Bláa lónið en þegar við komumst
að því að það væru blaðamenn á
eftir honum þá hætti hann við.
Nennti ekki að lenda í blaða-
mönnum þannig að ég keyrði
hann beint upp i Flugstöð," segir
Baldur hlæjandi og bætir því við
að hann hafi beðið DeNiro að
senda sér jólakort. „Ég hef nú
ekki enn fengið jólakort frá hon-
um blessuðum, þannig að hann
hlýtur að hafa gleymt því.“
Kristján Vilhelmsson (við stýrið) og Baldur Konráðsson leigubílstjórar
í bíl Kristjáns á bílastæðinu við Leifsstöð.umsíðustu helgi.
VF-MVND:JÓHANNES KR. KRISTJANSS0N
10
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSS0N