Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 25
Orgryte, KR, ÍA og Keflavík á stórmóti ✓ Ilok janúar fer Iceland Express-mótið fram í EgiIshöII í Reykjavík, en það er íjögurra liða mót í knattspyrnu þar sem þáttökulið verða KR, IA og Keflavík auk sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte IS. Knattspymudeild Keflavíkur hefur haft veg og vanda af framkvæmd og skipulagningu mótsins, en samstarfaðilar þeirra eru Radisson hótelakeðjan og ferðaskrifstofan Iceland Excursions/Allrahanda, auk Iceland Express. I samtali við Víkuríréttir sagði Jón Pétur Róbertsson, framkvæmdastjóri knattspymudeildarinnar, að Keflavík væm mjög spenntir fyrir mótinu og vonuðust svo sannarlega til þess að keflvískir fótboltaáhugamenn mættu á völlinn til að styðja við bakið á sínum mönnum. Fyrri umferðin verður leikin fostudaginn 30. janúar og úrslitaleikimir daginn eftir, laugardaginn 31. janúar. HITAVEITUMÓTIÐ í KNATTSPYRIMU Markaregn gegn Keflavíkurstúlkum Isíðustu viku hófst Hita- veitumótið í knattspyrnu sem Hitaveita Suðurnesja hefur staðið fyrir undanfarin ár. í karlaflokki kepptu Fylkir, FH og Stjarnan ásamt gestgjöf- unum í Keflavík. I kvenna- flokki mættu KR, ÍBV og Stjarnan til leiks auk Keflvík- inga. Mótið hófst á miðvikudaginn í síðustu viku með tveimur leikj- um í karlaflokki. Keflavík vann þá stórsigur á Stjömunni, 8-0 þar sem Hörður Sveinsson skoraði þrjú mörk i leiknum, Hólmar Öm Rúnarsson og Magnús Þor- steinsson skoruðu báðir tvö og Stefán Gíslason eitt mark. Fylk- ismenn sigruðu FH í hinum leiknum, 5-2. Keflavík og Fylkir léku þvi til úr- slita á sunnudaginn. Leikurinn var æsispennandi, en Fylkir hafði betur eftir vítaspyrnukeppni þar sem venjulegum leiktíma lauk með jafhtefli 2-2. Fyrsta mark leiksins skoraði Fylkismaðurinn Ólafur Páll Snorrason, en Hörður Sveinsson jafnaði fyrir Keflavík og stóðu leikar því jafnir í hálfleik. I þeim seinni kom Helgi Valur Daníels- son Fylkismönnum yfir á ný með marki úr vítaspymu og virt- ist sem það ætluðu að verða úrslit leiksins þar til að Keflvíkingar fengu hornspyrnu á síðustu stundu. Stefán Gíslason átti góð- an skalla sem hafnaði í netinu eftir að vamarmanni Fylkis hafði ekki tekist að veija á línunni. I vítakeppninni varði nýr mark- maðurFylkis, hinn 17 ára Jóhann Ólafur Sigurðsson, þijár spymur Keflvíkinga og tryggði sínum mönnum sigur. Stjaman vann FH í leik um þrið- ja sætið, 6-4, þar sem Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fýrir sigurliðið. Milan Stefán Jankovic var ánægður með margt sem hann sá til Keflvíkinganna í mótinu. „Við emm að leika af meiri krafti og hraða en á sama tíma og í fyrra og baráttan var líka góð hjá okk- ur. Stemmningin er líka frábær í hópnum þar sem allir leggja sitt fram til liðsins. Það sem þarf helst að bæta hjá okkur er úthald- ið en þegar það kemur og ef við höldum okkar striki ættum við að geta staðið okkur vel gegn úr- valsdeildarliðum." A laugardag hófst keppni í kvennaflokki þar sem IBV vann góðan sigur á KR með þremur mörkum gegn tveimur. í hinum leiknum tapaði Keflavík illa fyrir Stjömunni, 5-0, og var því Ijóst að þær myndu mæta IBV í úrslit- um. Sá leikur fór fram á sunnu- dag og lauk með vítaspyrnu- keppni eins og í karlaleiknum, þar sem ÍBV hafði betur. í leiks- lok var staðan 2-2. í leik um þriðja sæti mótsins vann KR stórsigur á Keflavík, 13-0. Ásdís Þorgilsdóttir, þjálfari Keflavíkur, var ekki nógu sátt við útkomu liðsins, en að vísu vant- aði margar stelpur sem eru fasta- menn í byrjunarliðinu. „Þetta gekk bara ekki neitt, en þegar hópurinn er eins lítill og hann er hjá okkur munar mikið um þijár eða fjórar stelpur úr byrjunarlið- inu. Þess vegna er erfiðara að sjá hvemig liðið stendur, en maður hlýtur samt að geta byggt eitt- hvað á því sem maður sá um helgina." Meðal verkefna kvennaliðsins framundan er æfingarferð í mars, en svo hefst Deildarbikarinn í april. Ásdís vil síðan benda fólki á að stelpurnar munu standa fyrir kökubasar í Sparisjóð Keflavíkur á morgun frá 15.00 til 17.00 til fjáröflunar fyrri deildina. Þar verður einnig hægt að kaupa blóm í tilefni bóndadagsins, en áhugasamir geta einnig haft sam- band við Ásdísi í síma 6960980. GÓÐ FRAMMISTAÐA ÍRB Sundfólk ÍRB var á réttu róli á Stórmóti SH sem fram fór í Sundhöll Hafnarfjarðar um helgina.Tæplega 250 sundmenn tóku þátt í mótinu, en margir úr ÍRB komust í úrslit eða unnu sínar greinar. Öm Arnarson setti nýtt ís- Iandsmet í lOOm flugsundi og ætlar greinilega að byrja Ólympíuárið með stæl. Þá náði Erla Dögg Haraldsdóttir lág- mörkum fyrir EM 25 sem fram fer í Austurríki í desember. Ungir og efnilegir sundmenn létu einnig að sér kveða og náði Marín Hrund Jónsdóttir lágmörkum inn í Framtíðarhóp Sundsam- bandsins þegar hún synti mjög gott 200m baksund. Lið ÍRB átti þijá fulltrúa meðal stigahæstu sundmönnum í móts- lok, en það voru þau Helena Ósk Ivarsdóttir, Þórður Ásþórsson og Erla Dögg Haraldsdóttir. Synda varð þijú úrslitasund til stiga þan- nig að Öm Amarson, sem var aðeins skráður í tvö sund, gat ekki tekið þátt í stigakeppninni. FIMLEIKADEILD KEFLAVÍKUR FÆR STYRK Fimleikadcild Keflavíkur hlaut á dögunum styrk að upphæð 250.000 úr íþróttasjóði til að bæta aðstöðu til fimleikaiðk- unar hér í bæ. Alls bárust 99 umsóknir um styrki úr sjóðn- um, en menntamálaráðherra samþykkti tillögur Iþróttanefndar um styrkveitingar, alls að upphæð kr. 18.020.000 til 70 verkefna. í fjárlögum ársins 2004 eru sjóðnum ætlaðar 18,3 milljónir króna. STELPUSLAGUR 2004 SUDURNES UNNU Úrvalslið Suðurliðanna svokölluðu, liðanna af Suður- nesjum og Hauka, bar sigurorð af úrvalsliði Reykjavíkurliða, 99-78, í stjörnuleik kvenna í körfuknattleik, Stelpuslag 2004, en leikurinn fór fram í Seljaskóla í síðustu viku. Reykjavíkurliðið hafði yfir í hálfleik, 47-45, en Suðurstúlk- ur komu sterkar til leiks í sein- ni hálfleik og tryggðu sér verð- skuldaöan sigur að lokum. Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík, var valinn maöur leiksins, en auk hennar léku fimm Kefla- víkurstúlkur, þrír Grindvíking- ar og einn Njarðvíkingur,Auð- ur Jónsdóttir, með liðinu. Þá voru Haukastúlkumar Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunn- laugsdóttir einnig í sigurliðinu. Birna Valgarðsdóttir var stiga- hæst Suðurliðsins með 17 stig en Erla Þorsteins kom henni næst með 14 stig og tók auk þess 10 fráköst. Eplunus Brooks, ÍR, var stigahæst Reykjavíkurliðsins með 16 stig, en KR-ingurinn KatieWolfe skoraði 12 stig.Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík vann þriggja stiga skotkeppnina eftir æsispcnnandi lokarimmu við hina 16 ára Pálínu Gunnlaugs- dóttur. Þá unnu Katie Wolfe og Erla Reynisdóttir hvor í sínum riðlinum í vítaskotakeppninni. ALLT HREINT EHF. ATVINNAI BQÐI Bíó þrif: Laus eru nokkur störf vió bíó þrif, vinnutíminn er fró 07:30 til 16:30, virka daga en fró 07:30 til 12:00 um helgar. Unnió er aöra vikuna mónud, þriðjud, og föstud, laugard sunnud. Hina vikuna er unniö miövikud og fimmtud. Helgarvinna við bíó þrif: Laus eru nokkur störf í bíó þrifum um helgar, laugard og sunnud. Vinnutími er fró 07:30 til 12:00. í ofantöld störf er lógmarksaldur 20 ór, íslenskukunnótta og almenn ökuréttindi skilyröi. Útkallsvinna ó bónstöð: Erum aö leita að óbyrgum og röskum starfskrafti í útköll Ef þú ert röskur eSa rösk meS bílpróf og vantar aukavinnu (t.d. með skóla) þó endilega hafóu samband. Umsóknir sendist ó netfang hgg@simnet.is eöa í pósthólf 30, 230 Keflavík. Minnum á netpóst íþrótta sport@vf.is VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN 22.JANÚAR 2004 125

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.