Víkurfréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 27
Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712
sport@vf.is
var Alda Leif samt stigahæst ÍS
með 12 stig, en hún varði líka
heil 6 skot í leiknum.
■ INTERSPORT-DEILDIN
KEFLAVÍK-ÍR 11-79
Keflvíkingar unnu sannfærandi
sigur á botnliði IR í Intersport-
deildinni á fimmtudaginn. Þeir
náðu þannig að koma fram
hefhdum fyrir að hafa tapað fyrir
IR í fyrri umferð deildarinnar í
leik sem flestir liðsmenn vildu
væntanlega gleyma sem fyrst.
Leikurinn var annars frekar
bragðdaufur en var tryggilega í
höndum Keflvíkinga í seinni
hálfleik eftir að IR höfðu hangið
í heimamönnum ffaman af. Guð-
jón Skúlason, þjálfari Keflavíkur,
var bærilega sáttur við leikinn
þrátt fyrir að hann hafi ekki verið
sérstaklega vel spilaður. „Þetta
var bara sæmilegt... Þetta var
ekki frábær leikur en sigur er
alltaf sigur.“
Derrick Allen var stigahæstur
Keflvíkinga með 20 stig og 13
fráköst, en Gunnar Einarsson var
með 18 stig. Þá skoraði Fannar
Ólafsson 17 stig og tók 10 frá-
köst.
Eugene Christopher fór lyrir IR-
ingum og skoraði 24 stig, en Ei-
ríkur Önundarson kom honum
næstur með 12 stig
KR-NJARÐVÍK 94-89
Njarðvíkingar töpuðu illa gegn
KR í DHL-höllinni á fimmtu-
daginn. Njarðvíkingar höfðu
ágætt tak á KR-ingum það sem
af er vetri en þeir slógu Vestur-
bæinga út í báðum bikarkeppn-
um og unnu einnig fyrri leik lið-
anna í deildinni. Þeir áttu þó
dapran leik gegn KR sem ein-
kenndist af einbeitningarleysi,
sérstaklega í sókninni þar sem
þeir töpuðu langtum fleiri boltum
en eðlilegt þykir á þeim bænum.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Njarðvíkur, var ekki ánægður
með leik sinna manna eins og
gefur að skilja. „KR voru voru
bara grimmari. Þetta var slappur
leikur almennt hjá okkur, en
strákamir voru að gera sig seka
um byijendamistök, sérstaklega í
sókninni. Það vantaði upp á ein-
beitninguna, en ætli þeir hafi
ekki verið með hugann við bikar-
leikinn um helgina."
Josh Murray átti stórleik og skor-
aði 44 stig og tók 18 fráköst fyrir
KR, en Trevor Diggs kom næstur
með 14.
Brandon Woudstra skoraði 24
stig fyrir Njarðvík og Friðrik
Stefánsson skoraði 20 ásamt því
að taka 11 fráköst. Páll Kristins-
son skoraði 16 stig og tók 10 frá-
köst.
Að leikjunum loknum hefur
myndast þéttur hópur fyrir neðan
Grindvíkinga í deildinni þar sem
fjögur lið eru nú með 18 stig þ.e.
Njarðvík, Keflavík, Snæfell og
KR.
Dregið í bikarkeppni yngri flokka
í síðustu viku var dregið í 8-liða
úrslitum í bikarkeppni yngri
flokka í körfuknattleik. Dregið
var í drengjaflokki, 11. flokki
karla, 9. flokki karla og 9. flokki
kvenna. Aðrir flokkar hafa lokið
8-liða úrslitum.
Eftirtalin félög drógust saman:
Drengjaflokkur:
UMFN - Fjölnir, KR - KFÍ,
Breiðablik - Keflavík, Þór Ak. -
Haukar
ll.flokkurkarla:
Stjaman - KR, ÍA - ÍR, Haukar -
Keflavík, Breiðablik - Fjölnir.
9. flokkur karla:
Keflavík - Breiðablik, Snæfell -
Fjölnir, UMFN - UMFG, Þór Þ.
- Hamar.
9. flokkur kvenna:
UMFG b - Hamar, Kormákur -
UMFN, UMFG - Snæfell,
Breiðablik - ÍR.
Leikimir fara fram 23.-30. janú-
arnk.
Birgir Schiöth frá Siglufirði,
Háaleiti 3b,
Keflavík,
andaðist 30. desembersl. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Útför hins látna fór fram í kyrrþey þann 7. janúar sl.
frá Keflavíkurkirkju að ósk hans.
Þeir sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja eða Krabbameinsfélag íslands.
Ingrid Schiöth Brandt
SZATKO STANSAR
STUTT HJÁ GRINDVÍKINGUM
Timothy Szatko, 22 ára gamall Bandaríkjamaöur með
pólskt ríkisfang, mun ekki leika fleiri lciki með Grinda-
víkurliðinu í körfuknattleikog hélt hann aflandi brott á
sunnudag. Szatko kom til liðs við Grindvíkinga um helgina og
lék með þeim gegn Keflavík í undanúrslitaleik í bikarkeppni
KKI, en þar höfðu Keflvíkingar betur eins og kemur fram í
grein í blaðinu. Miðherjinn skoraði 15 stig í leiknum og tók 6
fráköst.
Leikmaðurinn var aðeins til reynslu hjá félaginu og engin samn-
ingur var gerður við hann áður en hann kom til landsins. Grindvík-
ingar em enn að leita að Bandaríkjamanni sem á að styrkja liðið í
baráttunni um Islandsmeistaratitilinn en liðið er í efsta sæti í Inter-
sportdeildinni.
Auglýsingasíminn er 4210000
Vjkuusi 2'ó^'ó'L í'iníinf
bjóúmn vju 25% muJíiii:
'di sirjpur/j ilJjppJ-TJLjlJ
Verðdæmi'.
Álstrípur í stutthar
og klippiuQ
kr. 5.060,-
Sjáumst hress
Ólöf, Kolla
og Hulda.
Tímapantanir
í síma 421 2195
KNATTSPYRNA - 8. FLOKKUR
Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur f. 1998 og 1999
Æskilegt er að foreldrar mæti með börnum sínum á
æfingarnar.
Æfingatími: Þriðjudagar; hópur 1: kl. 17:30 -18:15,
hópur2 kl. 18:15-19:00 í íþróttahúsinu við Sunnubraut
Æfingatímabil: Fyrsta æfing 27. janúar,
síðasta æfing 27. apríl, samtals 12 æfingar.
Skráning: Félagsheimili Keflavíkur v/Hringbraut
föstudaginn 23. janúar og mánudaginn 26. janúar
kl. 11:30 - 13:30 eða á neðangreint netfang.
Gjald: 2000 kr. Allir þátttakendur fá glaðning
í lok námskeiðsins
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson, íþróttakennari,
S: 899 7158, Netfang: gunj@ismennt.is
FIBA Europe Cup, Vesturdeild, 8-liða úrslit
JDA Dijon - Keflavík
VÍKURFRÉTTIR I 4.TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDACURINN 22.JANÚAR 2004 I 27