Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 16
Styrktartónleikar til stuðnings og heiðurs Ómari Jóhannssyni, revíu- og leikritahöfundi Fimmtudaginn 12. febrúar verða haldnir styrktartón- leikar í Stapa til stuðnings og heiðurs Ómari Jóhanns- syni, revíu- og ieikritahöfundi með meiru. Tónleikamir hefjast ldukkan 20:30. Um nokkurt skeið hefur Ómar barist hetjulega við alvarlegan sjúkdóm og hafa veikindin sett Qárhag Ómars úr skorðum. Nokkrum vinum hans var nóg um þegar þeir sáu og fundu að ijárhagsáhyggjur Ómars voru þyngri en baráttan við sjúkdóminn sjálfan. Vinir hans vildu bregðast við með einhverjum hætti og datt í hug að halda styrktartónleika honum til stuðnings og jafh- framt heiðurs. Aðstandendur tónleikanna segja að þeir aðilar sem leitað hefur verið til hafi tekið hugmyndinni frábærlega og allir viljað leggja málefninu lið. Dagskrá tónleikanna verður í stórum dráttum eftirfarandi: * Flutt verða nokkur lög úr revíum Ómars * Rúnar Júlíusson - trúbador * Rúnar og Mæja Baldurs - söngur * Gálan - trúbador * Breiðbandið - hljómsveit * Víkingarnir - söngsveit * Kjartan Már - fiðluleikur Aðgangseyrir á tónleikana verður að lágmarki 1000 krónur, en að öðru leyti verður aðgangseyrir frjáls. Aðstandendur tónleikanna hvetja fólk til að mæta, bæði þá sem þekkja Ómar en einnig hina sem þekkja verkin hans og hafa hafl skemmtan af. A SUÐURNESJUM SPARIDAGAR á Hótel Örk dagana 18. - 23. apríl 2004. Dvaliö er frá kl. 17 á sunnudegi til kl. 12 á föstudegi. Verö kr. 19.800,- á mann í tveggja manna herbergi, kr. 26.800,- á mann í eins manns herbergi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. febrúar. Sonja sími 421 1958 og Jóhanna sími 426 8177. Ferðanefnd. ____________________________ Sjóslysið við Grindavíkurhöfn BtÖRGUNARAHI Meðlimir björgunarsveitarinn- ar Þorbjarnar unnu björgun- arafrek síðastliðinn föstudag þegar Sigurvin GK fórst utan við brimgarðinn við innsigling- una í Grindavík. Snöggur við- bragðstími og góð þjálfun gerði björgunarmönnum á slöngu- bátnum Hjalta Frey kleift að bjarga skipbrotsmönnum af Sigurvini, en mikið brim var þar sem þeir voru í sjónum og þurftu björgunarmenn að sæta lagi við að komast að skip- brotsmönnum. I leiðara Morg- unblaðsins á þriðjudag er tjall- að um björgunarafrekið og þar segir m.a.: „Atburðarrásin í innsiglingunni í Grindavíkur- höfn á föstudag sýnir að fyrir öllu er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar manns- Iíf eru í hættu. Til þess þarf bæði búnað og þrautþjálfaða ■ Heimir Gunnar Hansson annar skipverjanna sem bjargaðist er Sigurvin i MISSTIALLA VON „Við fengum brotið á okkur og báturinn fór strax á hliðina og um leið reyndum við að kom- ast út úr stýrishúsinu. Það var kar fyrir hurðinni en við náð- um að brjóta okkur leið út,“ segir Heimir Gunnar Hansson sem bjargaðist ásamt Svani Karli Friðjónssyni þegar bát þeirra hvolfdi utan við innsigl- inguna í Grindavík um hádegi á föstudag. Heimir segir að þegar þeir hafi verið komnir út úr stýrishúsinu hafi brotin riðið yfir bátinn sem marraði í kafi. „í einu brotinu fór Kalli útbyrðis en nær taki á lunn- ingunni og heldur sér þar. Ég næ einhverveginn að kippa honum inn fyrir og þar með var ég gjör- samlega búinn á því - orkan mín fór bara í það,“ segir Heimir og bætir því við að hann hafi verið eins og tuska eftir að hafa náð Svani í bátinn aftur. Náði björgunarvestunum Þegar þeir voru báðir komnir um borð aftur fór Heimir ffam í stýr- ishúsið til að ná í björgunarvesti. „Ég var svo orkulaus að ég sagði Kalla að ég hreinlega gæti það ekki. En síðan tók ég ákvörðun um að reyna og sætti lagi á milli brota og stökk ffam í stýrishúsið. Þar náði ég í vestin og setti neyð- arsendinn í gang í leiðinni." Þeg- ar Heimir var í stýrishúsinu var hann hræddur um að lokast aftur inni. „Ég var rosalega snöggur," segir hann, en þegar þeir reyndu að fara í björgunarvestin kom í ljós að það passaði ekki á Heimi og rennilásinn á vesti Svans var bilaður. „Kalli hnýtti ólarnar saman á sínu vesti og ég varð að halda höndunum saman svo ég rynni ekki úr mínu.“ Gekk erfiðlega að losa björgunarbátinn Þegar þeir voru komnir í vestin hófust þeir handa við að reyna að losa björgunarbátinn og segir Heimir að það hafi gengið nokk- uð erfiðlega. „Fyrst héldum við að við þyrftum hníf til að losa líf- línuna. Á meðan við reyndum riðu skaflarnir yfir okkur og manni leist bara alls ekki neitt á blikuna. En við náðum að losa 16 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.