Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 23
stuttar
f r é t t i r
Þorskafurðir
verðmætastar hjá
Þorbirni Fiskanesi
✓
Aárinu 2003 seldi Þor-
björn Fiskanes hf.
fiskafurðir fyrir
rúma 4 milljarða króna, að
því er kemur fram á heima-
síðu félagsins. Um borð í
frystiskipum félagsins voru
framleiddar afurðir fyrir
um 1,8 milljarða og í fisk-
vinnslu félagsins í landi
voru framleiddar afurðir
fyrir meira en 1,4 milljarða
króna. Af einstökum af-
urðaflokkum voru verð-
mæti frystra afurða 2 millj-
arðar króna, saltfiskafurða
liðlega 800 milljónir króna
og verðmæti ferskra afurða
kr. 1,2 milljarðar króna.
Þorskafurðir voru verð-
mætastar ef litið er á einstakar
tegundir, bæði frystar, ferskar
og saltaðar eða um 1,7 millj-
arðar króna.
Á heimasíðunni kemur íram
að mikilvægustu markaðslönd
fyrirtækisins hafi verið eins
og áður Bretland, Bandaríkin,
Spánn og Japan. Verð á er-
lendum mörkuðum lækkaði
heldur á árinu í erlendri mynt,
en í íslenskum krónum var
lækkunin meiri þar sem krón-
an styrktist nokkuð á árinu.
Lesið hjá lögreglunni
Það hefur verið í nógu að snúast hjá Jóni Norðfjörð síðustu daga, en í síðustu
viku las hann m.a. fyrir lögreglumenn hjá lögreglunni í Keflavík í lestrarátaki
Reykjanesbæjar, en myndirnar sem teknar voru við það tækifæri skemmdust.
A þessari mynd er Jón hinsvegar með starfsmönnum sínum í Helguvík þar
sem þeirtóku á móti Brúarfossi, flaggskipi Eimskipafélagsins þar sem það
kom í sína fyrstu ferð til Helguvíkur að sækja Varnarliðs-varning.
Lesið hjá slökkviliðinu
Starfsmenn slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja hlýddu á lestur í kaffistofunni
hjá sér upp úr hádegi í dag þegar Kristján Geirsson lögreglumaður las fyrir þá
upp úr bókinni Norræn sakamál. Upplesturinn er liður í lestrarátaki Reykja-
nesbæjar en frá því í haust hafa fjölmörg fyrirtæki tekið þátt í átakinu.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja skorar á Landsbanka íslands í Keflavík í
átakinu og verður lesið fyrir starfsmenn bankans nk. þriðjudag.
Intersportdeildin
YZl UMFN-Hamar
Mf. k. Sunnud. 1. feb. kl. 19.15
JVesprýði
Wt A
ÍAV
ií
‘iÁ'ÁAM
Fiskverkendur og fiskkaupendur
Látið okkur sjá um fiskflutninginn!
Erum í fiskflutningum frá Höfn í Hornafirði
Flytjum fiskinn frá skipshlið heim í hús
Gerum föst verðtilboð.
,' Mb-
-i. i, „gfj.
. STEINEY ehf
Fiskflutningar
r/ S. 848 8229 & 421 7878.
Islcnskar ísvélar
Yfirfarnar 6 t og 3 t vélar
Tilbúnar til keyrslu.
Plötufrvstar
Yfirfarnir með ca. 600
og 900 kg. hleðslu. Freon
kælvélar. Góð eintök.
Tilbúnir til að frysta.
KÆLIVÉLARp S: 587-4530
KÆLIVELAVERKSTÆÐI
I
> BRÉF TIL BLAÐSINS
Lögreglan í Keflavík ógnar
lífí almennra borgara
Við hjónin fórum sunnu-
dagsrúnt með barna-
börn okkar til Reykja-
víkur sl. sunnudag og eftir
ánægjulegan dag var haldið
heim á leið.
Við ókum suður Reykjanesbraut
en inn við Vatnsleysuströnd erum
við stödd í sex bíla röð og var
hraðinn 80 - 90 km þegar aftasti
bíllinn tekur fram úr röðinni.
Lögreglubíll er þá að koma úr
gagnstæðri átt og kveikir á neyð-
arljósum, hemlar niður og tekur
stóra u - beygju þvert fyrir hina
bílanna. Minnstu mátti muna að
illa færi, við vorum önnur í röð-
inni og þurfti ég að nauðhemla til
að lenda ekki aftan á bílnum fyrir
ffaman. Bíllinn hjá okkur fór að
rása á veginum og mikil hætta
stafaði af bílunum fyrir aftan sem
stefhdu á okkur, en bílstjóramir á
þeim tókust með snarræði að
komast hjá aftaná keyrslu. Ég
stöðvaði bílinn við hlið lögreglu-
bílsins, þar sat bílstjórinn, ungur
lögregluþjónn sem botnaði ekk-
ert í glápi mínu, en ég ákvað að
elta bílinn sem fyrstur var í röð-
inni og var í mestri hættu á að
lenda í mjög hörðum árekstri við
laganna verði. Leið okkar lá í
Njarðvík þar sem ég tók tali
konu sem var í miklu uppnámi
vegna aðfarar lögreglunnar. Vör-
um við sammála um að ekki
væri unnt að þegja yfir svona
vinnubrögðum hjá þeim sem
eiga að efla öryggi almennra
borgara í umferðinni. Atburður-
inn er óviðunandi og vekur upp
spumingar hvort þama hafi verið
á ferð ungir óhamaðir lögreglu-
þjónar sem hafa gleymt sér í
Hollywood bíómyndum, því
þessi vítaverðu vinnubrögð
minntu helst á glæfrarlegt atriði í
hasarmynd. Auðvitað átti lög-
reglan að fara aftur fyrir röðina
og setja þá neyðarljósin á og þá
hefðu bílstjórar vikið til hliðar og
engum hefði verið stefnt í lífs-
hættu á Reykjanesbrautinni, næg
er hættan fyrir.
Árni Jónasson
Rafnkelsstöðum, Garði.
£50
Mmréir
og §lmggmr
hW "
_£J
Smíðum allar gerðir ' ‘ 1
af hurðum, fógum
gluggum, sólstofum,
smáhúsum og annari
sérsmíði,
W íðafélagið ehf
Huröa- og gluggaverksmiðja
Grófin 15 • 230 Keflavík • S: 896 5588
holmart@simnet.is
Vönduð vinna,
stuttur afgreiðslufrestur.
HafnarDötu IS ■ líeílavlh - Sími 481 0085
Ötrúíegabúðin.
* + -**-*-** ¥¥¥¥¥¥¥¥
loHedagar
VlKURFRÉTTIR I 5.TÖLUBLAÐ 2004 i FIMMTUDAGURINN 29.JANÚAR 2004 I 23