Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 25
GAINES SNYR AFTUR TIL NJARÐVIKUR SAKLEYSISANNAÐ Andrea Gaines, leik- maður og þjálfari Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik kvenna er kom- in aftur til landsins og mun leika með sínu liði á enda- spretti 1. deild- ar kvenna í körfuknattleik. Gaines var handtekin við kom- una til Bandaríkjanna er hún kom heim í jólafH og var sök- uð um bílstuld og skjalafals. Hún þurfti að sitja í fangelsi í 17 daga þar til henni var sleppt, enda var ljóst að ekki væri flugufótur fyrir ásökun- unum, heldur höfðu vafasamir aðilar komist yfir skilríki hennar og notað í glæpsamleg- um tilgangi. Hún dvaldi um nokkurra daga skeið hjá fjöl- skyldu sinni til að ná sér eftir áfallið, en snýr nú _aftur til að klára tímabilið. I fjarveru hennar var gengi liðsins mis- jafnt, en Gaines var kjölfestan í liðinu og skoraði 23 stig í leik að meðaltali ásamt því að taka 10 fráköst áður en hún hélt utan. Þá er hún með skæðari vamarmönnum deildarinnar. Jón Júlíus Arnason, aðstoðar- þjálfari Njarðvíkur, segir mikla ánægju í þeirra herbúðum með fréttimar og að Andrea sjálf sé spennt fyrir að snúa aftur. „Hún er mjög hress og hlakkar til að mæta aftur til leiks. Nú er bara að taka á því í deildinni. Við eigum ekki eftir að láta 4. sætið af hendi baráttulaust!" Zoran framlengir samning við Keflavík Zoran Ljubicic, fyrirliði Kefiavíkurliðsins í knatt- spyrnu, hefur framlengt samning sinn við liðið til eins árs. Þar með er ljóst að hann mun spiia með liðinu í úrvals- deildinni í sumar þar sem reynsla hans mun án efa reyn- ast Iiðinu mikilvæg. Zoran, sem varð 37 ára á dögunum, hefur leikið með Keflavík frá árinu 1999 og hefur á þeim tíma spilað 87 deildarleiki fyrir liðið og skorað í þeim 5 mörk. Þar áður spilaði hann með Grindavík, ÍBV og HK. ÞÝSKUR MARKVÖRÐUR TIL REYNSLU HJÁ KEFLAVÍK Eftir nokkurra daga þreif- ingar er ljóst að þýski markvörðurinn Lutz Pfannenstiel mun æfa með Keflavík á næstunni og keppa með þeim á Iceland Express- mótinu um næstu helgi. Pfannenstiel þessi er 31 árs og hefur gert víðreist um heiminn á síðustu árum. Siðasta ár lék hann með Bærum í norsku 1. deildinni en þar áður með enska ut- andeildaliðinu Bradford Park Avenue og var um tíma í röðum Nottingham Forest. Hann hefur auk þess spilað með liðum i Þýskalandi, Singapúr, Nýja-Sjá- landi, Malasíu, Suður-Afríku, Belgíu, Finnlandi og Möltu. Kappinn hefur upplifað ýmislegt á ferli sínum, meðal annars verið fluttur nær dauða en lífi á sjúkra- hús í Englandi eftir árekstur við mótherja, og i Singapúr sat hann hálfan flórða mánuð í fangelsi eftir að hann og fleiri leikmenn voru taldir hafa þegið mútur í tengslum við getraunir. Að undanfornu hefur hann æft með 2. deildar liði Barnsley í Englandi undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Jón Pétur Róberts- son, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildarinnar, segir í sam- tali við Víkurfréttir að Guðjón hafa mælt sérstaklega með Pfannenstiel og bætti við að hann hlyti allaveganna að vera í góðu formi eftir æfingar hjá Guðjóni. í samtali við Víkurfréttir sagði Pfannenstiel að hann væri spen- ntur fyrir að fá að spreyta sig og hafi lengi langað til að koma til íslands. Þess vegna hafi hann ekki hikað þegar honum bauðst að reyna sig með Keflavík. „Ég á nokkra íslendinga að vinum, en fyrstu kynni mín af íslenskum fótbolta var að sjálfsögðu Ásgeir Sigurvinsson, sem var stórt nafn í þýska boltanum á sínum tíma. Annars vita Þjóðverjar mikið meira um Island heldur en Englendingar til dæmis, sem halda að á Islandi séu tveggja metra háir snjóskaflar allt árið og ísbimir rölti þar um!“ Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 sport@vf.is ■ Körfuknattleikur / Intersport-deildin: GRINDAVÍK-TINDASTÓLL Grindavíkurliðið byijaði óhemju vel í Intersport-deildinni í ár og vann sína fyrstu 11 leiki. Eftir áramót hefur liðið þó tapað þremur af fimm leikjum sínum í deild og bikarkeppni og hefur ekki enn náð að fylla í skarð Daniels Trammel sem var sagt upp eftir jólafríið. Engu að síður býr enn mikið í liðinu og þeir eru óðir og upp- vægir í að bæta fyrir ófarir síð- ustu umferðar þegar þeir töpuðu fyrir Snæfelli á heimavelli. Frið- rik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, segir sina menn verða tilbúna í átök gegn Stólun- um. „Við verðum ömgglega klár- ir í baráttuna og munum mæta af krafti til að bæta upp fyrir síðasta leik.“ KEFLAVÍK-NJARÐVÍK Ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu mikilvægur þessi leikur er báðum liðunum, en hann fer fram annað kvöld í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Njarðvík verður að vinna leikinn til að halda í við Grindvíkinga og Snæfell á toppnum, auk þess sem Keflvíkingar geta skotist upp fyr- ir þá í þriðja sætið ef þeir skildu vera hlutskarpari. Fyrir utan stöðu þeirra í deildinni er liðun- um mikið kappsmál að vinna þessa leiki því, eins og allir vita, finnast leikmönnum sem stuðn- ingsmönnum liðanna ekkert verra en að tapa í þessum stór- leikjum. Njarðvík hefur unnið i síðustu tveimur viðureignum liðanna og segir Guðjón Skúlason, annar þjálfara Keflavíkur, að hans menn séu ekki búnir að gleyma þeim leikjum. „Við verðum að vinna þennan leik. Ekki bara til að ná fram hefndum, heldur til að halda okkur í toppbaráttunni í deildinni. Við eigum margt inni á móti þeim þar sem við töpuðum mjög klaufalega fyrir þeim í síð- asta deildarleik." Friðrik Ragnarsson hjá Njarðvík segir sína menn spennta fyrir leiknum þrátt fýrir að einn lykil- manna þeirra verði fjarri góðu gamni. „Brenton verður ekki með okkur þar sem hann fékk þungt högg á kálfa í bikarleikn- um um daginn og ég býst ekki við því að hann verði orðinn leik- fær fyrir bikarúrslitin. En við þjöppum okkur bara saman og klárum þetta. Þó við höfiim unn- ið síðustu tvo leiki skiptir það engu máli. Við verðum aldrei saddir á því að vinna Keflvík- inga.“ HAUKAR-GRINDAVÍK Grindvíkingar sækja Hauka heim á Ásvelli á sunnudaginn. Gengi Haukanna hefur verið misjafht í vetur, en þeir hafa alltaf verið erf- iðir heim að sækja. Vöm liðsins er sú besta í deildinni þar sem þeir hafa fengið fæst stig á sig að meðaltali, en Grindvíkingar sigr- uðu síðasta leik liðanna án mik- illa vandkvæða. Lykillinn að vel- gengni gegn Haukunum er að halda aftur af miðherja þeirra Michael Manciel, þannig að Grindvíkingamir þurfa að herða sig undir körfunni. Friðrik Ingi, þjálfari Grindvíkinga, segir hörkuleik í vændum. „Þeir eru með mjög gott lið og eru alls ekki auðveldir heirn að sækja. Við erum hins vegar að ströggla við að berja liðið saman þessa dagana þar sem útlit er fyrir að Helgi Jónas verði ekki með okk- ur næstu 10 dagana auk þess sem kanamálin hjá okkur eru ekki al- veg komin á hreint, en ég býst við að þessi mál komist á hreint á næstu dögum.“ NJARÐVÍK-HAMAR Á sunnudaginn koma Hamars- menn í heimsókn í Ljónagryfj- una og freista þess að leggja Njarðvíkinga í annað sinn í vetur. Heimamenn hljóta þó að teljast sigurstranglegri fyrirfram þrátt fyrir að Brenton Birmingham verði fjarri góðu gamni. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvík- inga, segist þó ekki búast við auðveldum sigri. „Hamar er hörkulið og þetta verður alvöm leikur. Ég er þó bjartsýnn á að það komi maður í manns stað og að við getum klárað þennan leik þrátt fyrir allt.“ SNÆFELL-KEFLAVÍK Snæfellingar hafa aldeilis sannað sig í vetur og sýnt að þeir geta staðist öllum liðum snúning eins og sást svo bersýnilega í síðustu umferð er þeir báru sigurorð af toppliði Grindvikinga. Þeir eru sem stendur í öðm sæti deildar- innar og hafa einungis tapað þremur leikjum í deildinni í vetur og vom þeir gegn Suðumesjalið- unum í fyrri umferð mótsins. Keflavíkingar unnu íyrri leik lið- anna eftir spennandi viðureign og freista þess að sækja tvö stig til Stykkishólms á sunnudaginn. Keflavíkingar koma í þennan leik einungis tveimur dögum eftir erf- iðan leik gegn Njarðvík, en Guð- jón Skúlason segir sína menn munu mæta grimma til leiks. „Þetta verður toppleikur og þeir eru með hörkulið. Við lendum í tveimur mjög erfiðum leikjum þessa helgi, en þetta verður bara til að búa okkur betur undir bik- arslaginn sem verður næstu helgi á eftir." ■ Körfuknattleikur /1. deild kvenna: GRINDAVÍK-KR Grindavíkurstúlkur og KR-ingar hafa bæði verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og hafa Grindavíkurstúlkur sérstaklega komið á óvart með því að sigra í síðustu þremur leikjum sínum og þar á meðal gegn ÍS sem hefur verið á toppnum lengst af í vetur. Mikill stígandi hefur verið í lið- inu og víst er að KR má ekki slá slöku við á laugardaginn ef þær ætla að hafa sigur. Pétur Guðmundsson segir að leikurinn skipti öllu máli fýrir sitt lið þar sem með því gætu þær skotist upp fýrir Njarðvík í töfl- unni og náð fjórða sætinu sem gefiir þátttökurétt i úrslitakeppn- inni. „Þetta er alger lykilleikur fýrir okkur. Þó við höfum tapað fýrir þeim í síðustu fjórum leikj- um höfiim við stöðugt verið að bæta okkur og getum unnið þennan leik.“ NJARÐVÍK-KEFLAVÍK Þessi leikur getur haft mikil áhrif á stöðuna í deildinni þar sem Keflvíkingar geta tryggt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri, en fari svo gæti Njarðvík tapað fjórða sætinu til Grindvík- inga sem stæðu þá með pálmann í höndunum. Andrea Gaines hef- ur snúið aftur til Njarðvíkinga og þarf að finna taktinn aftur til að þær eigi möguleika í meistara Keflavíkur sem hafa spilað af feikilegu öryggi undanfarið. Hjörtur Harðarson segir stemmn- inguna vera góða í herbúðum Keflavíkinga og þær búist við hörkuleik. „Þær eru náttúrulega komnar með kanann aftur þannig að þær verða svo sannarlega verðugir andstæðingar. Annars er búin að vera góð sigling á okkur að undanfömu og ég held að við ættum að hafa leikinn ef við stöndum okkur inni í teignum þar sem Njarðvíkingarnir eru veikastar fýrir.“ Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkinga, segir að leikurinn leggist ágætlega í þær stúlkumar, en sú breyting hefur orðið frá síðasta leik að nú er búið að ráða Jón Júlíus Ámason sem þjálfara liðsins þannig að Andrea Gaines getur einbeitt sér að spilamennskunni. „Við ætlum bara að gera okkar besta! Andrea er líka öll að koma til og er að finna sitt gamla form og mun örugglega standa sig vel eins og alltaf.“ VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 29.JANÚAR 2004 i 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.