Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 27
Iceland Express Cup JOHANN B. GUÐMUNDSSON ER NÝJASTI LEIKMAÐUR ÖRGRYTE Skemmtilegur bolti í Svíþjóð Knattspyrnukappinn Jö- hann Birnir Guðmunds- son er fótboltaáhuga- mönnum að góðu kunnur og þá gjarnan undir gælunafninu Jói B. Hann Iék með Keflavík þar til hann hélt utan, tvítugur að aldri, og hóf að leika með Watford á Englandi. Þar dvaldi hann til ársins 2001, en fékk lít- ið að spreyta sig og vatt því sínu kvæði í kross og hélt til Noregs þar sem hann gekk til liðs við úrvaldeildarliðið Lyn frá Osló þar sem hann festi sig fljótlega í sessi sem einn af bestu mönnum liðsins. Fyrir nokkru rann samningur hans við norska liðið út og í framhaldi af því reyndi hann fyr- ir sér hjá ýmsum liðum. Hann hefur nú ákveðið að ganga til liðs við Örgryte í Gautaborg og mun leika með þeim á Iceland Ex- press-mótinu. Hvernig standa mál lijá þér og Örgryte þessa stundina? Ég er nú ekki búinn að skrifa undir neitt, en við höfum komist að munnlegu samkomulagi. Þannig að það er allt tilbúið. Mér leist rosalega vel á aðstæðurnar og svo virðist þetta vera fínn klúbbur líka. Þetta er elsta liðið í Svíþjóð og maður finnur það al- veg. Þegar maður kemur inn í klúbbhúsið er mikið af bikurum og gömlum myndum og svona... þannig að þetta er greinilega gamalgróið félag. Nú Itefur þú leikið á Englaitdi og í Noregi á þínitm ferli. Hvernig er aó spila í Svíþjóð í samanburði við það? Mér líst bara mjög vel á þetta, það litla sem ég hef verið með. Það er mikið spil og maður er alltaf með bolta á æfíngum. Svo virðist boltinn ganga meira á milli manna áður en farið er að kýla hann áffam eða upp í loftið. En annars líst mér bara mjög vel á þetta. Þetta er skemmtilegur fótbolti. Mynd af æfingu hjá Örgyte í sl. viku. Mynd: Tommy Holl. Í7T Intersportdeildin UMFN-Kef. Mf. kv. 3 JVesprfði j IAV Intersportdeildin Keflavík - UMFN Föstudaginn 30. janúar kl. 19.15 Þú liefttr upplifað drattm fjöl- margra íslenskrtt krakka og spil- að sem atvinnumaður í knatt- spyrnu í mörg ár. Hver telur þú að sé lykillinn að þeim góða ár- angri? Það er náttúrulega að æfa á fullu. Svo líka að stefha að því að kom- ast út og setja markið hátt. Því maður kemst aldrei lengra en þangað sem mann dreymir um. Hvaó stendur til hjá þér þegar atvinnumannaferlinum lýkur? Ég á pottþétt eftir að koma heim. En ég veit ekki hvað ég færi að gera. Mig langar að verða íþróttakennari eða eitthvað svo- leiðis. Það er allaveganna það sem maður stefnir að. Maður er búinn að vera í íþróttunum allt sitt líf og þar þekkir maður allt og kann hlutina. Ég er ekki enn búinn með fjöl- brautaskóla, en ég ætla að fara að byrja á fullu í haust. Það er nátt- úrulega alveg rosalega mikilvægt að ná sér í menntun því atvinnu- mannaferillinn er stuttur. Ég er að gera þriggja ára samning núna þannig að ég er að kaupa mér tíma. Ég vona svo að ég nái kannski einum samningi í viðbót eftir þetta og geti hangið í þessu þangað til maður er orðinn 32ja ára eða eitthvað svoleiðis. Éf maður heldur sér „fitt“ og lifir heilsusamlegu lifi á það alveg að vera hægt. , JóhannB.Guðmundsson í búningi Watford. Um helgina verður hann í búningi Örgryte. Iceland Express Cup lc ^land Express inéttd iÉlþjéðlegt knatlspjrnumót Egilshöllin: Föstudagur 30. jan (J) Kl. 18.00 y Kl. 20.15 Midaverd FuIIorðnlr: l.OOO,. öorn að 16 ára: 500,- F'imm miðará hvorum lei Verða dre9n)r út í hálfleil °9 gefst handhöfum tækifaeri á aö taka eina tekíITT °9 Þe‘m sem tekst aö skora gætu fengif m-a- utanlandsferö. Miöinn gildir á Þáöa leiki kvöldsins Reykj aneshöllin: 8 Laugarcíagur 31. jan Leikið um 3. sætið kl 16 Leikið um 1. sætið kl 18.15 and Express (§) f nHv/raQt ' HOTELS & REí lceland - alltaf ódýrast O Lœi&Lidexcursions ip (flLLiah.an.da M M—m Happi ehf. f f Ósk KE 5 HATARLTST ATLANTA JVesprýði VfKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 29.JANÚAR 2004 127

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.