Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.10.2004, Blaðsíða 10
M U N D I Vá, églas: Samviska þingmanna mœtti vera meiri... VIÐHORFSKÖNNUN Spurt var: Styður þú sameiningu sveitarfclaga á Suðurncsjum? 53% svöruðu játandi, 40% neitandi en 7% sögðust ekki hafa kynnt sér málið. Spurning vikunnar á vf.is er: Leysist kennaraverkfall á næstu tíu dögum? Farðu inn á vefVíkurfrétta, www.vf.is og taktu þátt í vikulegri viðhorfskönnun. Niðurstöður verða birtar í Víkuríféttum vikulega, ásamt næstu spurningu. KfllLINN fl KflSSflNUM Samúðin horfin H GJÖRSAMLEGA öll samúð Kallsins í garð kennara er horfin út í veður ogvind eftir framgöngu fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Kallinn tnúði ekki sínum eigin augum þegar fulltrúinn kom fram í fréttum RÚV oggat með engu móti rökstudd þá ákvörðun að veita kennurum fatlaðra barna ekki undanþágu. VERKFALL KENNARA á síst að bitna á fötluðum börnum. Þau börn geta ekki leikið sér úti alla daga. Þau þurfa á kennslu að halda og að hlutirnir séu í röð og reglu. Það ertil skammar hvemig kennarar hafa komið fram í þessu máli og þeim ekki til framdráttar. Skamm! SIGURÐURJónsson sveitarsyóri í Garði kýs að skrifa Kallinum í öðmm miðli hér á svæðinu og finnst Kallinum það skrýtið. í raun var fátt nýtt í pistli Sigurðar - sama gamla tuggan sem kemur frá litlu sveitarfélögunum. Kallinn ætlar að leyfa sameiningammræðunni að líða aðeins áfram því að sjálfsögðu mun Kallinn svara á málefnalegum nótum. UPPSAGNIR hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli halda áfram. Þar em menn með áratuga reynslu látnirfara fyriryngri menn. Hvareru stéttarfélögin þegar fólkið þarf á þeim að halda? Á að láta stjórnendur upp með hvað sem er? HVAÐ ERU sveitarstjórnarmenn í Garði, Sandgerði og Vogum að hugsa? Um leið og umræða um sameiningu sveitarfélaga kemur fram þá draga þeir sig út úr samstarfi barnaverndarnefnda. Og af hverju í ósköpunum gera þeir það? Er verið að undirbúa það að fella sameiningu sveitarféla- ganna? Hvað myndu þessi sveitarfélöggera ef klipptyrði á allt samstarf sveitarfélaganna? Hvaða stórmennskustælar em í gangi hjá þessu fólki? Ja, Kallinn bara spyr! SJÁUM ÖLL Blindsker! Algjör snilld! MEÐ VONA UM AÐ fötluð böm fái undanþágu til kennslu! Kveðja, kallinn@vf.is SVART & sykurlaust Uppsagnir framundan hjá slökkviliðinu Svart og Sykurlaust er alltaf með puttann á púlsinum og hefur heyrt þær fréttir að til standi að reka 10 slökkviliðsmenn til viðbótar á Keflavíkurflugvelli um áramót. Þar verða nokkrir sem eiga grátlega skammt í að geta farið á eftirlaun sem verða verulega skert þess vegna. Nú er framundan gósentíð hjá dætrum yfirmanna slökkviliðsins sem sjá fram á að vera afar eftirsóttar af slökkviliðsmönnum sem vilja koma sér í mjúkinn hjá þeim sem öllu ráða þar. Vágestur hetjar á iþróttamenn Síðustu misseri hefur vágestur gert vart við sig hér á landi. Um er að ræða sérlega skæða tannholdsbólgu sem smitaðist hingað til lands frá Svíþjóð. Sjúkdómurinn lýsir sér með útblásinni efri vör og daunillri gulbrúnni útferð. Þessi pest virðist helst plaga knattspyrnukappa og aðra íþróttamenn sem sjást vart á almannafæri án þess að bera hennar merki. Sérlega slæmt er til þess að vita að ungdómurinn er móttækilegur fyrir smiti, en oft þarf ekki meira til en að ungdómurinn sjái þá eldri sem bera einkennin til að þeir taki sóttina. Heilbrigðisyfirvöld standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu, en vonandi verður komist fyrir það sem allra fyrst. Afgreiðsla Víkurf rétta er opin allavirkadaga frákl. 09-12 og 13-17. IVIeðþvíað hringjaí síma 4210000 erhægtað velja beint samband við | auglýsingadeild, fréttadeild oghönnunardeild. Fréttavaktallansólar- | hringinn er í síma 898 2222 Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri ogábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Sölu-og markaðsstjóri: Auglýsi ngadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla Dagleg stafræn útgáfa Skrifstofa Víkurfrétta RITSTJÓRNIN Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Simi 4210000 Fax 4210020 Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hi!mar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 4210004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttir), sími 4210003, sport@vf.is Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001, jonas@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 4210014, jbo@vf.is Víkurfréttirehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 4210005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 4210013, antia@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 4210011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 4210012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 4210009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 4211010, aldis@vf.is Enginn getur betur... Datt í hug um daginn að panta pítsu á nýjasta afsprengi bæj- arins, enda yfirleitt í mínum verkahring að sjá um elda- mennskuna á föstudögum. Krakkarnir að springa úr spenningi að smakka á Domino's bökunum, sem að manni skilst, séu þær allra heitustu í dag. Alla vega í Færeyjum! Ég er ekki ffá því að ég hafi sjálfur verið eilítið spenntur að smalrka eitthvað nýtt, enda búinn að vera fastur gestur bæði hjá Ingó og Ungó. Klukkan var 18.30 að staðartíma þegar ég þreif í gemsann og pikkaði núm- erið 58-12345. Ég söng þetta á færeysku, eflaust eins og Virgar vin- ur minn ffá gamalli tíð, hefði gert. Oftar en ekki þarf maður að bíða einhver ósköpin effir svari en í þetta skiptið var ég rétt farinn að söngla símanúmerið þegar hugljúf rödd stúlku bauð góða kvöldið og spurði hvað mætti hjóða herranum. Ég var ekid alveg undir það búinn að svara svona fljótt, enda vanur að hugsa urn hvaða tilboði maður tald á meðan síminn hringir nærfellt út. Ég stamaði eitthvað á bjag- aðri fær-íslensku að við sætum heima fjögur og vantaði eitthvað gott í gogginn. Stúlkan bauð um hæl tvennu tilboð sem ekki var hægt að hafha. Mér var lofað að góðgætið yrði tilbúið eftir klukku- tíma, þar sem það væri alveg brjálað að gera! Fengi skilaboð í gems- ann um leið og pítsurnar færu í ofhinn. Mér óaði við tímanum sem það tæki að afgreiða tvær aum- ar pítsur og nokkrar brauðstangir. í gamla daga fór mað- ur í lúguna á Aðalstöðinni og fékk samloku og appelsín í flösku afgreidda á núll einni. Þá var boðið upp á rækjusamloku eða róstbeef með remúlaði. Og viðbragðsflýtirinn hjá Steina-Lása og Lilla Brands var brotabrot af þessari þjónustu. Djöf.... mar! Bara ef krakkarnir hefðu ekki suðað Domino's. Læt það vera að bíða í fimmtán til tuttugu mínútur en klukkutíma! Bauð ffúnni á rúntinn og við skoðuðum fasteignir til sölu í bænum. Elska allt í Njarðvík, veit ekld af hverju! Móahverfið í uppáhaldi. Klukkan 19.44 koma skilaboðin, lummurnar á leið í ofninn! Ilmurinn angaði langt út á gamla hallærisplan og ég var í stök- ustu vandræðum að finna stæði. Efa að nokkurn tíma hafi ver- ið jafn þétt af bílum og þetta Jtvöld á planinu. Innandyra voru pabbar eins og ég, í langri biðröð og misjafnlega hressir með rússa- röðina. Andsk.... bið er þetta, heyrðist tönglast í hveiju horni stað- arins og þegar ég komst að, var mér sagt að bíða smástund í viðbót. Klukkan 20.05 var ég búinn að fara gegnum rússaröðina í annað skiptið og þá var mér sagt að kvöldmaturinn væri týndur! Ég hló tryllingshlátri þótt innst inni væri ég gráti næst. Ég er alltaf svo heppinn. Stúlkan benti á yfirmanninn og hann tók til óspilltra mál- anna. Kvöldmaturinn yrði í boði Domino's og að auki lagði hann til tveggja lítra gos 1 sárabætur. Og heimkeyrslu! Náungakærleikur var mér efst í huga þegar við trilluðum heim á leið, hungurmorða en öllu vitrari um ytra ástand húsa í Njarðvíkurhverfi. Krakkarnir trúðu ekki sínum eigin augum, að gamla settið væri ekki búið að fá afgreiðslu. Við fáum þær frítt og heimkeyrslu að auki, tautaði ég hokinn og beygður. Þetta sökkaði nett í ungdóminn og nú var einblínt á klulckuna. Klukkan 20.35 heyrðum við hundkvikindið gelta og þá vissum við að pítsusendillinn væri mættur. Ostaveislan var ekki alveg eins góð og vonir stóðu til, en svei mér þá, þegar tveir tímar eru liðnir ffá pöntun, þá er allur matur góður. Ég var viss um að þau hefðu fundið upp- runalegu pítsurnar, eilítið staðnar í hillunni, í fyrsta helgarstressinu. Ég var sár og svekktur og hét því að vera eins og neytendaffömuð- urinn í Spaugstofunni, þessi sem heimtar ábótina og aukaafsláttinn alls staðar. Jafnvel að snúa mér aftur að Ungó eða Ingó. Skammtímaminnið var ekki betra en svo að viku síðar pantaði ég aftur á sama stað. Krakkamir grátbáðu um Domino's píts- urnar affur. Gefa þessu annað tækifæri. Notaði sömu fær-ís- lenskuna í símann. Er rnaður fjandakornið orðinn háður þessum andskota núna? Hvar er neytendahornið? Ma, ma, ma... maður á bara ekki til eitt aukatekið orð! Það bara „djétur endjinn bedur”! Að minnsta kosti ekki á þessum hraða! fimmtudags EFTIR VAL KETILSSON 10 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.