Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Síða 19

Víkurfréttir - 21.10.2004, Síða 19
> Bakaranemi úr Reykjanesbæ gerir það gott: Vann til silfurverðlauna í alþjóðlegri matreiðslukeppni Keflvíkingurinn Svanur Már Scheving náði prýðisárangri á sam- keppni matreiðslu og bakara- nema á árlega ráðstefnu Sam- taka hótel-, ferðamála- og mat- vælagreina í Evrópu. Ráðstefn- an var haldin i Bled í Slóveníu um helgina og var þetta í 17. sinn sem hún er haldin. alis voru um 350 keppendur frá 37 löndum sem tóku þátt. Svanur, sem er að ljúka bakara- námi við Menntaskólann í Kópa- vogi á næstunni og vinnur í Nýja Bakarí á Hafnargötu, vann til silfurverðlauna í eftirréttagerð. Liðsfélagi hans var ítölsk stúlka. „Það var ekki keppt eftir löndum heldur vorum við dregin út í tveggja manna lið. Hver kepp- andi var búinn að setja upp þijá rétti áður en haldið var út, en svo finpússuðum við þetta saman,” sagði Svanur í samtali við Víkur- fféttir. Réttirnir sem voru framreiddir áttu að vera í samræmi við aðal- þema ráðstefnunnar, kotasælu og hunang. Réttir Svans og liðsfé- laga hans voru í fyrst lagi hun- angsís á Créme Bruleé, sem er réttur Svans, í öðru lagi „kota- sæluhvelfing” sem stúlkan kom með og í þriðja lagi Frauðdúett með hunangssósu. „Þetta var virkilega ögrandi og skemmtilegt og kennaramir vom virkilega ánægðir með hvemig til tókst,” sagði Svanur og bætti því við að mótið hafi verið gott tæki- færi til að skapa sér nafn í þess- um geira. „Eg lít á árangurinn sem mikla hvatningu. Eg er bú- inn að vera að læra í fimm ár í MK og líkar mjög vel. Aðstaðan Svanurmeð réttina góðu. er öll hin glæsilegasta og hafa meðal annars komið menn er- lendis ffá til að kynna sér starf- semina. Eftir árangurinn sem ís- lenska kokkalandsliðið hefiir ver- ið að ná á mótum úti í heimi er mikill áhugi á að skoða hvernig námið hér er byggt upp.” Að lokum vill Svanur hvetja alla sem hafa áhuga að kynna sér námið i MK og bendir á Mars- daga sem eru haldnir ár hvert til að kynna námið. Vínbúðin flyst á Hafnargötuna Til stendur að flytja Vín- búðina í Keflavík um set og opna nýja og betri búð í sama húsi og 10-11 við Hafn- argötuna. Nú standa yfir mikl- ar brevtingar á húsnæðinu, en verslun 10-11 verður enn í sama húsi með minna búðar- rými. Þegar Ljósmyndara Víkurfrétta bar að var búið að saga stóra fleka úr útvegg hússins sem snýr að Hafnargötu. Þar verður inn- gangur nýrrar 10-11 verslunar en Vínbúðin verður i þeim enda sem fjær er Kjama. Eyjólfúr Eysteinsson, verslunar- stjóri Vínbúðarinnar sagði í sam- tali við Vikurfréttir að til hafi staðið að finna nýtt húsnæði í nokkurn tíma. „Við erum að vonast til að geta opnað fyrir jól við aðalverslunargötu bæjarins, en ef það bregst verður það ekki seinna en í janúar.” Eyjólfúr, sem lætur af störfúm á næsta ári eftir 15 ára starf, segist afar spenntur fyrir því að færa sig um set. „Við emm ekki að fara út í miklar breytingar i rekstrinum í sjálfú sér, en í nýju búðinni verð- ur sama yfirbragð og tíðkast í öðrum Vínbúðum. Það verður allt opnara og skemmtilegra, en gamla búðin er svolitið dimm,” sagði Eyjólfur. Páll Ragnar Guðrún Mummi Rósinkrans Bjamason Gunnarsdóttir Hermanns læéiegtónistai- Gjs matarveíslc ( Reyktur og grafinn lax síldarréttir Kryddlegnir sjávarréttir Fiskipaté Hreindýrapaté Sveitapaté Hangikjöt m / uppstúf og laufabrau&i Hamborgarhryggur Innbakaður lax Purusteik Lambasteik Kalkúnabringa m/fyllingu Úrval af gómsætu meölæti Eftirréttahlaöborö Trábœr síemmtídaasírá oa íóíafiíaðborð laugardagana 27. nóvember, 04. ógll. desember og föstudagana 3. og 10. desember qcr. 5-9°°'' J á STTAPÍW pnme Hjallavegi 2 • 260 NjarÖvík Sími: 421 2526 VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLflÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 21. OKTÓBER 2004 119

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.