Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 21.10.2004, Qupperneq 21
Fyrsti Suðurnesjaslagur vetrarins víkinga, í samtali við Víkurfréttir og Einar Ami hjá Njarðvík tók i sama streng. „Þeir verða gríðar- lega erfiðir, enda eru þeir vel mannaðir og hafa spilað vel. Darrel Lewis er í fantaformi og það er alveg ljóst að einn lykillinn að sigri er að ná að halda aftur af honum.” Stórleikur vikunnar í Intersport deildinni verður án efa viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur á mánudaginn. Bæði lið hafa sýnt snilldartakta á köflum í haust og verður þessi fyrsti Suðurnesjaslagur vetrarins athyglisvert uppgjör. Menn eins og Darrel Lewis hjá Grindavík og Brenton Birmingham hjá Njarðvík þurfa að sýna álíka snilldartakta og þeir hafa gert i síðustu Ieikjum. Breiddin er sennilega meiri hjá þeim grænu, en Grindvikingar hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. „Þetta verður stórleikur umfer- ðarinnar,” sagði Kristinn Friðriksson, þjálfari Grind- Toppleikur í kvennakörfunni Keflavík og Grindavík mætast í grannaslag í 1. deild kvenna á miðvikudag. Þar munu tvö af bestu liðum deildarinnar mætast og verður sérlega athyglisvert að sjá Erlurnar tvær leika gegn sínum gömiu félögum. Grindavík, sem leikur á heimavelli, fær þar færi á að sanna sig sem meistaraefni, en Keflavík hefur verið að leika mjög sannfærandi það sem af er leiktíðinni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir að mikil barátta verði í leiknum eins og öllum öðrum. „Við þurfum að leika mjög vel til að sigra í þessum leik. En ef við spilum á fullu og gírum okkur upp getum við unnið þennan leik.” Örvar Kristjánsson hjá Grindavík spáir hörkuleik. „Keflavík hefur verið að spila allra liða best það sem af er. Þær hafa mikla breidd og Kaninn virðist falla mjög vel inni í liðið. Við ætlum okkur samt að vinna, en verðum þá að spila sterka vöm og agaðan sók- narleik.” Góður árangur Suðurnesjaliða í Júdó Katrín Ösp Magnúsdóttir, 18 ára júdókappi úr Vogum, náði þeim frábæra árangri að lenda í 5. sæti á Opna sænska meis- taramóti unglinga i júdó á dögunum. Katrín Ösp gekk vel á mótinu þar sem hún vann tvær viðureignir af fjórum á ippon. Hún tapaði annarri viðureigninni mjög tæpt og litlu munaði að hún ienti í þriðja sæti. Katrín fylgdi þessum árangri eftir með því að taka silfrið í opnum flokki á Haustmóti Júdósambandsins. Suðurnesjamenn sterkir í Júdóinu Á Haustmótinu náðu Þróttur og UMFG góðurn árangri, sérstak- lega í yngri flokkum. Þróttarar unnu til einna gullverðlauna þar sem Sindri Snær Helgason sigraði í -50 kg flokki 13-14 ára. Þróttur vann auk þess til þriggja silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna. Grindvíkingar náðu ekki síðri árangri, en þeir unnu til tveggja gullverðlauna. Alexander Elvarsson sigarði i -34 kg flokki 11-12 ára og Daníel Amarson í - 60 kg fiokki 13-14 ára. Grindvíkingar fengu auk þess ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. OPINN DAGUR HJÁ FIMLEIKADEILDINNI Næstkomandi laugardag, 23. október, verður Opinn dagur hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Með honum viljum við lífga upp á hefðbundna starfsemi og um Ieið kynna starf deildarinnar og sögu. Dagskráin er frá 10.15 - 13.15 í íþróttahúsinu við Sunnubraut og verður margt spennandi til að fylgjast með. Allir iðkendur sýna listir sínar og einnig verða einhverjar óvæntar uppákomur. Við hvetjum ykkur tii að koma og vera með okkur þennan dag, fylg- jast með iðkendunum og jafhvel spreyta ykkur í fimleikum! Með von um góða mætingu Þjálfarar og stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur „Ekkert vanmat” Sigurður Ingimundarson, þjálfari meistaraliðs Keflavíkur, var ekki ánægður með frammistöðuna á móti Snæfelli í síöasta leik, en segir sína menn ekki örvænta. Þeir eiga tvo Ieiki í vikunni og er sá fyrri gegn Haukum í Sláturhúsinu í kvöld og svo er útilcikur gegn KFÍ á sun- nudag. „Það verður ekkert vanmat hjá okkur,” segir Sigurður þrátt fyrir að andstæðingamir séu ekki eins hátt skrifaðir fyrirfram. „Við stefhum að því að leika betur en í síðasta leik og sigra.” W~ / t Bardagi í Borgarnesi Grindvíkingar mæta nýliðum Skallagríms í Intersport-deildinni í kvöld. Grindavíkingar hafa unnið báða sína leiki til þcssa, en Skallarnir eru sýnd veiði en ekki gefin. Kristinn Friðriksson, þjáifari Grinda- víkur segir að sínir menn þurfi að taka sig á í varnarleiknum eftir síðasta leik. „Þetta verður erfiður lcikur gegn sterku liði og við munum alls ekki van- meta þá.” TT7 Ljónagryfjan í Njarðvík VINTERSPMT DEILDIN Fimmtudagurinn 21.okt. kl. 19:15 UMFN-KR l.deild kvenna Miðvikudaginn 27.okt. kl. 19:15 UMFN-ÍS JVesprýði migi Hatha-joga KriPa'u’lo9a Byrjendur-framhald - hefst 27. okt. n.k. Morguntímar fyrir alla - hefjast 28. okt. n.k. Slökunarjóga hefst 2. nóv. n.k. Innritun og upplýsingar: ísíma 421 1124 og 864 1124 Eygló Alexandersdóttir, jógakennari Iðavöllum 9a, Reykjanesbæ VÍKURFRÉTTIR I 43.TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN 21. OKTÓBER 2004 I 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.