Víkurfréttir - 09.03.2006, Síða 14
Menningarmál
Betrumbætt Kasko
Verslunin Kasko við Iðavelli hefur nýverið fengið andlitslyftingu. Jafnframt hefur vöruúrval verið aukið
talsvert og kjötvara fengið meira vægi en áður. Að sögn Antons, verslunarstjóra, eru breytingarnar til
þess fallnar að auka betur aðgengi viðskiptavinanna í rúmgóðri og bjarti búð.
Þjónustufulltrúi í íslandsbanka Keflavík
TÍMABUNDIÐ STARF Við leitum að kraftmiklum starfsmanni í lið þjónustufulltrúa
útibúsins sem sinna einstaklingum. Um er að ræða tímabundið starf og er ráðn-
ingartími frá i. apríl 2006 til i.júní 2007. Reynsla af fjármálamarkaði og/eða
sölumálum æskileg. Lögð er sérstök áhersla á að starfsmaðurinn eigi auðvelt
meðaðselja þærfjármálalausnirsem bankinn býður, bæði til nýrra og núverandi
viðskiptavina, og hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni eru sala á þjónustuþáttum bankans, fjármálaráðgjöf og
framúrskarandi þjónusta.
Hæfniskröfur:
Viðskiptafræðimenntun æskileg
Frumkvæði
Söluhæfileikar
Sveigjanleiki
Þjónustulund
Jákvæðni og samviskusemi
Nánari upplýsingar veitir Soffía Ólafsdóttir þjónustustjóri, sími 440 3104,
soffia.olafsdottir@isb.is. Umsóknir óskastfylltar út á www.isb.is og sendar ásamt
ferilskráfyrir 75. mars nk. Tengilióur i starfsmannaþjónustu er Birna Ágústsdóttir,
birna.agustsdottir@isb.is, sími440 4173.
Sími 440 4000 • isb.is
ÍSLANDSBANKI 700%
Q
Keflvíkingur leikur horn-
konsert í Kirkjulundi
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur tónleika í Kirkju-
lundi í Keflavík sunnudaginn 12. mars n.k. kl. 17.00. Á
efnisskrá eru Langnætti eftir Jón Nordal, hornkonsert nr.
1 í Es-dúr eftir Richard Strauss og sinfónía nr. 7 eftir Ludwig van
Beethoven. Einleikari með hljómsveitinni er
Sturlaugur Jón Björnsson úr Reykjanesbæ en
hann hefur nýlokið meistaranámi í hornleik í
Boston. Hljómsveitin leikur undir stjórn Gunn-
steins Ólafssonar. Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins er skipuð úrvals nemendum af höfuð-
borgarsvæðinu. Hún var stofnuð haustið 2004
og eru tónleikarnir fimmta verkefni hennar.
Tónleikarnir verða endurteknir í Neskirkju í Reykjavík mánudag-
inn 13. mars kl. 20.00. Aðgagnseyrir er 1.500 krónur fyrir full-
orðna og ókeypis fyrir nemendur og ellilífeyrisþega.
Sturlaugur Jón Björnsson fæddist árið 1981. Sex ára gamall hóf hann
að læra á píanó við Tónlistarskólann í Keflavík en lagði ekki fyrir sig
hornleik fyrr en rúmlega tvítugur að aldri, fyrst undir handleiðslu
Lilju Valdimarsdóttur og síðan Josephs Ognibene. Sturlaugur lauk
burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003 og hóf
sama haust nám við Boston University hjá Eric Ruske. Þaðan útskrif-
aðist hann vorið 2005 með meistaragráðu í hornleik.
Sturlaugur var ráðinn lausamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Islands
áriðl999 en hefur auk þess leikið með Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands og verið félagi í Kammersveitinni ísafold frá upphafi. Þá
hefur Sturlaugur leikið í hljómsveit Óperustúdíós Austurlands, með
New England Youth Ensemble, Deutsch-Scandinavische Jugend
Philharmonie, European Youth Jazz Ensemble og Orkester Norden,
auk þess að taka þátt í ýmsum námskeiðum. Sturlaugur var valinn í
hornstöðu við Thayer Symphony Orchestra í Massachusetts haustið
2004 úr röðum fjölmargra umsækjenda. Hann hefur leikið með
áðurnefndum hljómsveitum víða um heim, jafnt í Evrópu sem Am-
eríku, Afríku og Asíu.
BCómaskreytíngar
** Opið
mán. - fim. 10 -18
föst. - lau. 10 -19
sun. 12 -18
Blómaknd
Tjarnargötu 3 - Keflavík
sími 421 3855
Aðalfundur
sunddeildar UMFN
fer fram í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík
mánudaginn 13. mars kl. 20.00.
Venjuieg aðalfundarstörf
Stjórnin
14 | VÍKURFRÉTTIR 10. TÖLUBLAÐ - 27. ÁRGANGUR
VlKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!