Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 16
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: AHUGAVERÐ RAÐ- STEFNA FYRIR KONUR Ráðstefnan „Konur, starfsframi og fjöl- skyldan11 verður haldin í Listasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 16. mars nk. Konur á Reykjanesi eru hvattar til að mæta og hlýða á áhugaverð er- indi um viðfangsefni sem er hluti af lífi flestra kvenna nú á tímum. Á ráðstefnunni koma fram reyndir aðilar og flytja er- indi er koma inn á viðfangs- efnið konur, starfsframi og fjölskyldan. Viðfangsefnið verður m.a. skoðað út frá fræðum, staðreyndum og reynslu fyrirlesara. Fyrir- lesarar eru Halla Tómas- dóttir framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, Kristín Pétursdóttir aðstoðarfor- stjóri Singer og Fridlander í London og Ingólfur V. Gíslason ráðgjafi á Jafnrétt- isstofu. Ráðstefnustjóri er Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ráðstefn- unni „Konur, starfsframi og fjölskyldan" lýkur með léttri dagskrá og veit- ingum þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri á að efla tengsl sín á milli. KONUFt starfsframi ogfjölskyldan 16. mars á Listasafni Reykjanesbæjar Ráðstefnan er opin öllum konum á Reykjanesi þeim að kostnaðarlausu, skráning fer fram á net- fanginu mss@mss.is. Einnig er hægt að skrá sig hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, í síma 421 ___________________ 7500. Skráning á ráðstefn- una er til og með 13. mars n.k. Ráðstefnan „Konur, starfsframi og fjölskyldan" er framhald af ráðstefnunni „Konur, aukin áhrif á vinnu- markaði" sem haldin var í Listasafni Reykjanesbæjar í febrúar á s.l. ári. Styrkt- araðilar ráðstefnunnar eru Islandsbanki, Hitaveita Suð- urnesja, Byggðastofnun, Samband sveitarfélaga Suð- urnesjum og Reykjanesbær. Á sama tíma og ráðstefnan er haldin í Listasafni Reykja- nesbæjar er boðið á sannar- lega kvennasýning í Lista- safninu, sýninguna Náttúru- afl. Sýningin er á vegum Listasafnsins, á boðstólum eru verk úr eigu Listasafns íslands sem öll eru unnin af konum. Það er von undir- búningshóps ráðstefnunnar „Konur, starfsframi og fjölskyldan” að sem flestar konur taki frá tíma til að mæta á ráðstefnuna. Yrsa Rós, Kristófer Haukur, lukkutrölliö og litla systir María Tinna Hauksdóttir, Aníta Lóa, Pétur Fannar. Vel heppnuð danskeppn isferð til Tralee á írlandi Systkinin Kristófer Haukur Hauksson 9 ára og Aníta Lóa Hauks- dóttir 7 ára úr Njarðvík voru síðustu helgi í Tralee á írlandi að keppa í keppninni Celtic classic ásamt dansfélögum sínum Yrsu Rós Ásgeirsdóttur og Pétri Fannari Gunnarsyni og er keppnin ein af stóru keppnunum sem haldin er fyrir þennan aldur í heim- inum. Það er óhætt að segja að vel hafi gengið því að þau komu hlaðin verðlaunum til baka og vöktu þau mikla athygli í dansheim- inum. Kristófer og Aníta hafa mjög gaman af dansinum og leggja mikið á sig til að ná þessum góða árangri og fara þau 4-5 sinnum í viku til Reykjavíkur til æfinga. Keppnishópurinn sem þau keppa í er 11 ára og yngri og eiga þau því góðan tíma enn fyrir sér og eiga án efa eftir að gera enn frekari og stórkostlegri hluti. Dagskrá starfsframi ogfjölskyldan ié. mars á Listasafni Reykjanesbæjar 12:30- 12:55 Skráning 13:00 - 13:10 Ráðstefnan sett Hjördís Arnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar 13:10 - 1 3:30 „Innlegg frá Höllu" Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Verslunarráðs 13:30 - 14:00 „Konur, starfsframi og fjölskyldan" Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi Þekkingarmiðlun 14:00 - 14:30 „Reynslusaga athafnakonu og móður" Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander 14:30 - 15:10 Kaffi 15:10 -15:40 „Afskiptasemi? Kynin í fjölskylduleik" Ingólfur Gíslason, ráðgjafi Janfréttisstofu 15:40 - 16:00 Fyrirspurnir og umræður 16:00 Ráðstefnuslit Una Steinsdóttir, útibústjóri Islandsbanka Ráðstefnustjóri Arni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Léttar veitingar í boði Reykjanesbæjar 0 Byggðastofnun HITAVEITA Samband sveitarfélaga SUÐURNESJA HF á Suðurnesjum REYKJANESBÆR ISLANDSBANKI 16 I VtKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ í 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.