Víkurfréttir - 09.03.2006, Qupperneq 28
Keppnin hefur
lifað góðu lífi
o Suðurnesjum
Guðrún Ágústa Jóns-
dóttir var um árabil
framkvæmdastjóri
fegurðarsamkeppninnar á
Suðurnesjum en þegar hún lét
af störfum tók Lovísa, dóttir
hennar, við af móður sinni og
er enn í dag framkvæmdastjóri
keppninnar.
„Fyrsta fegurðarsamkeppni
Suðurnesja fór fram á Glóð-
inni í Keflavík og við Óskar Ár-
sælsson, þá þjónn á Glóðinni,
stóðum saman að henni,“ sagði
Guðrún Ágústa í samtali við
Víkurfréttir en hún hafði gengið
með þessa hugmynd í maganum
í nokkurn tíma. Árið 1986 lét
hún svo verða af því að sækja
um leyfi hjá Baldvini Jónssyni,
þáverandi framkvæmdastjóra
Ungfrú Islands, til þess að halda
keppni í Keflavík.
„í fyrstu keppninni voru sjö
keppendur og var Kolbrún
Gunnarsdóttir krýnd fyrsta feg-
urðardrottning Suðurnesja. A
fyrstu keppninni komust færri
að en vildu, setið var uppi og
niðri á Glóðinni en keppnin fór
fram uppi, þeir sem sátu niðri
gátu fylgst með keppninni á
skjá,“ sagði Guðrún Ágústa sem
segir aðalmuninn á keppnunum
nú og í þá daga vera að dýrara
sé orðið að halda keppnina og
kröfurnar hafi aulcist.
„Fyrstu 10 ár keppninnar var
ávallt mikil spenna í kringum
þetta en með auknu framboði af
afþreyingu s.s. sjónvarpsefni og
fleiri keppnum hefur spennan
aðeins dvínað. Fegurðarsam-
keppni Suðurnesja hefur þó
alltaf lifað góðu lífl hér á Suður-
nesjum," sagði Guðrún Ágústa
að lokum en hún vildi koma
á framfæri innilegu þakklæti
til allra þeirra er stutt hafa við
bakið á keppninni í gegnum
árin.
Fyrstu árin vann Birna
Magnúsdóttir að keppninni með
Ágústu og síðar Páll Ketilsson
þangað til Lovísa Aðalheiður
Guðmundsdóttir tók við keflinu
árið 1998 en fyrir þann tíma
hafði Lovísa aðstoðað hana við
ýmislegt í kringum keppnina.
Lovísa á von á hörkukeppni í
T.v. Ágústa og Páll Ketilsson
með Sólveigu Lilju Suðurnesja-
og síðar íslandsdrottningu. Að
neðan eru þær saman Ágústa og
Birna Magnúsdóttir.
ár og segir hópinn jafnan og að
mikið sé um sterka karaktera í
hópnum.
„Að þessu sinni verður mikið
um dans í sýningunni ásamt
blandaðri tónlist sem hefur
verið vinsæl hér síðustu 20
árin,“ sagði Lovísa í samtali við
Víkurfréttir.
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja
hefur tekið þónokkrum breyt-
ingum í áranna rás en Lovísa
segir að kappkostað sé við að
færa keppnina nær því sem er
að gerast á hverjum tíma.
„Umfang keppnanna er alltaf
að aukast, sama í hvað horn er
litið, þar sem þetta er 20 ára af-
mæliskeppni þá verður hún í
veglegri kantinum og má fólk
eiga von á góðri kvöldstund í
Stapanum á laugardag," sagði
Lovísa að lokum.
12
FEGURÐARSAMKEPPNI SUÐURNESJA 2006 • BLAÐAUKI VÍKURFRÉTTA UM FEGURÐARSAMKEPPNINA í 20 ÁR