Víkurfréttir - 09.03.2006, Qupperneq 36
Fjör og fróðleikur
á Tjarnarseli
að varð uppi fótur og
fit á leikskólanum
Tjarnarseli á þriðjudag
þegar Tómas Knútsson, kafari,
kom í heimsókn.
Meðferðis hafði hann lifandi
sjávardýr af ýmsum toga sem
hann hafði týnt af sjávarbotni
fyrr um morguninn. Þótti
krökkunum þetta mikill
fengur, enda mátti sjá spennu
og gleði í hverju andliti. Fengu
krakkarnir að sjá og skoða
hin ýmsu kvikindi, s.s. ýmsar
krabbategundir, skelfisk,
krossfiska og ígulker. Sérstaka
athygli vakti krossfiskur sem var
svo risastór að annað eins hefur
vart sést.
ARKITEKT EÐA
BYGGINGARFRÆÐINGUR
Á SUÐURNESJUM ?
Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar opnar á
næstunni hönnunar- og ráðgjafastofu í Reykjanesbæ.
Því óskum við eftir að ráða til okkar fjölhæfa, reynda
arkitekta og byggingarfræðinga til starfa sem fyrst
við margvísleg verkefni.
Við bjóðum framtíðarstörf hjá traustu fyrirtæki með
mörg og fjölbreytt verkefni í vinnslu.
Áhugasamir sendi upplýsingará netfang ella@thg.is
Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðarmál og öllum
umsóknum svarað.
THG er arkitektastofa sem fæst við öll hefðbundin verkefni á sviði
arkitekta og innanhússarkitekta, s.s. hönnun nýbygginga, skipuiag
nýrra hverfa og endurskipulag eldri byggðar, endurhönnun og
endurbætur eldra húsnæðis og hönnunarstjórn. Nýverið tók
stofan síðan að sér verkefnastjórn fyrir opinbera aðila, fyrirtæki og
einstaklinga og er brautryðjandi á því sviði meðal arkitektastofa.
Starfsfólk THG hefur víðtæka reynslu á mjög mörgum sviðum
hönnunar, jafnt fyrir opinbera aðila sem einkafyrirtæki og
einstaklinga og metnaður fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að
sinna óskum viðskiptavinarins á hagkvæman og árangursríkan hátt
án þess þó að slá af kröfum um faglegan metnað.
TEIKNISTOFA
HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR WWW.THG.IS
Stjórnmálaskóli
Sjálfstæðis-
flokksins
Isamvinnu Stjórnmála-
skóla Sjálfstæðisflokk-
sins ætlar Heimir, félag
ungra sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ, að standa fyrir
stjórnmálaskóla dagana 14-
30. mars. Stjórnmálaskóli
Sjálfstæðisflokksins hefur
verið fastur liður í starfsemi
flokksins um árabil og notið
mikilla vinsælda. Skólinn er
tilvalinn vettvangur fyrir þá
sem hafa áhuga á að starfa
með flokknum og aðra sem
áhuga hafa á þjóð- og félags-
málum, bæta við þekkingu
sína og kynnast nýjum og
ferskum hugmyndum. Skól-
inn er opinn öllum sjálfstæð-
ismönnum á öllum aldri og
aðrir sem áhuga hafa á að
sækja stjórnmálaskólann
geta samtímis skráð sig í
flokkinn. Dagskrá skólans
er í heild sinni birt á www.
homer.is, en meðal þess sem
farið verður yfir er listin að
hafa áhrif, greina-og frétta-
skrif, flokkastarf S.U.S.,
sveitastjórnarmál, mennta-
mál, umhverfismál, fjármál
og sjávarútvegsmál. Nánari
upplýsingar og skráning
er í síma 866-5645 (Mar-
grét) eða á póstfanginu
margrets@internet.is.
kosninga-
skrifstofu
A-listinn í Reykja-
nesbæ opnar kosn-
ingaskrifstofu sína
að Hafnargötu 62 á sunnu-
daginn kl. 16:00 í húsnæði
Framsóknarfélaganna og
húsnæði Glóðarinnar.
A-listamenn bjóða alla vel-
komna á opnun kosninga-
skrifstofunnar þar sem boðið
verður upp á kaffi og A-lista
köku. Opnunartími kosn-
ingaskrifstofu er frá 17:00 til
22:00 alla virka daga fram að
kosningum sem verða þann
27. maí. Einnig verður opið á
laugardögum ld. 10-12.
Sími á skrifstofunni er 421-
8030.
Fulltrúaráð Framsóknarflokks
og Samfylkingar í Reykja-
nesbæ funda á næstunni
þar sem tillögur uppstillinga-
nefndar verða ræddar í þaula
og má væntanlega gera ráð
fyrir að fullskipaður listi verði
kynntur formlega á næstunni.
36 IVÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUfi
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝIUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!