Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 39
POm= KASSINN Aðsent efni: postur@vfis Guðný Ester Aðalsteinsdóttir skrifar: Breyttir og betri tímar í Innri-Njarðvík að er mikið um að vera í Innri-Njarðvík um þessar mundir. Tjarn- arhverfið er óðum að rísa, Búmenn hafa hreiðrað um sig og gatna- gerð í Dals- hverfi I er þegar hafin. Það sem hér er upptalið er þó aðeins það sem augað nemur þegar farið er um hverfið, því á sama tíma heldur bæjarstjórn Reykjanesbæjar öt- ullega áfram vinnu sinni við að skipuleggja ný hverfi og gera þau eins fjölskylduvæn og mögu- legt er. Sú framtíðarstefna íbúða- byggðar sem Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa markað og felur í sér stækkun bæjarins til austurs, er glæsileg og má segja að íbúar Innri-Njarðvíkur njóti góðs af henni. Okkar fámenna hverfi sem ákaflega lítið hefur farið fyrir hingað til, er óðum að stækka og eflast. Samfara því hafa bæjaryfirvöld styrkt þá grunnþjónustu sem fjölskyldu- fólk kýs að hafa í hverfmu. Má þar nefna leik- og grunnskóla. Leikskólinn Holt hefur starfað við góðan orðstír í 20 ár en á þessu kjörtímabili var hann stækkaður og deildum íjölgað um tvær. Nú er þó svo komið að vegna þess hve yngstu íbúum hverfisins fjölgar ört, þarf enn meira rými og hefur verið ákveðið að nýta hluta af Akur- skóla fyrir elstu börn leikskól- ans. Það fýrirkomulag mun án efa bæta samfellu skólastiganna og meiri líkur verða á farsælu upphafi grunnskólagöngunnar. Þá er undirbúningur að nýjum leikskóla í Tjarnahverfi hafinn og mun bygging hans hefjast á þessu ári. Akurskóli tók til starfa síðasta haust og hin langa bið eftir grunnskóla í Innri-Njarðvík var loks á enda. Á næsta ári er svo reiknað með að annar áfangi Akurskóla verði tekinn í notkun en sá áfangi felur í sér íþróttasal og sundlaug. I fram- haldi af því verður þriðji áfangi skólans byggður sem er viðbót- arkennslurými. Til þess að þessi nýju mannvirki nýtist okkur íbúunum sem best eru bæjar- yfirvöld að kanna möguleika á að hafa íþróttasalinn breiðari en upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir og koma þannig fyrir betri aðstöðu fyrir áhorfendur. Jafnframt er til skoðunar að sundlaugin verði einnig stærri, eða um 17 m í stað 12.5 m. Með þeirri ákvörðun yrði komið til móts við beiðni íbúa hverfisins og að nokkru leyti til móts við beiðni Sunddeildar UMFN. Nýr íþróttasalur og sundlaug munu ekki aðeins nýtast skólastarfi Akurskóla heldur munu íþrótta- félögin geta boðið þar upp á æfingar í íþróttum. Börnin okkar koma því til með að geta stundað íþróttæfingar í sínum heimaskóla. Það er greinilegt að í stjórnar- tíð Sjálfstæðisflokksins í Reykja- nesbæ hafa miklar breytingar orðið í Innri-Njarðvík. Nær dag- lega má sjá nýtt hús rísa og nær daglega eignumst við nýja ná- granna. Það var ómetanlegt að fá grunnskóla í hverfið og áður en langt um líður geta börnin okkar einnig iðkað sína íþrótta- grein hér. Mikill metnaður hefur verið lagður í þá uppbyggingu sem þegar er orðin og mun Sjálf- stæðisflokkurinn halda þeirri vinnu áfram. Guðný Ester Aðalsteinsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í komandi bæjar- stjórnarkosningum KIRKJUSTARFIÐ Keflavíkurkirkj a Sunnudagur 12. mars: Messa og sunnudagaskóli kl. 11 árd. Laufey Gísladóttir, umsjónarmað- ur sunnudagaskólans, Sara Valbergsdóttir, Sigríður H. Karlsdóttir, Víðir Guðmundsson og Kristjana Kjartansdóttir. Altarisganga Prestur: Sr. Kjartan Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjórnandi: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Helga Bjarnadóttir Kaffi og djús. Miðvikudagur 15. mars: Kirkjan opnuð kl. 10:00. For- eldramorgun kl. 10-12. Umsjón Dís Gylfadóttir og Guðrún Jens- dóttir. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kirkjunni kl. 12:10. Sam- verustund í Kirkjulundi kl. 12:25 - súpa, salat og brauð - allir ald- urshópar velkomnir. Umsjón: Sr. Kjartan Jónsson Sóknarnefndarfundur kl. 17:30 Passíusálmar lesnir í kirkjunni kl. 18:00 Ytri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagaskóli sunnudaginn 12. mars kl. 11. Kirkjutrúðurinn mæt- ir. Nemendur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma fram. Barn borið til skírnar. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 16. mars kl. 20. Umsjón hafa Lionsklúbbur Njarð- víkur, Ástríður Helga Sigurðar- dóttir, Natalía Chow Hewlett og sóknarprestur. Nj arð ví kurkirkj a (Innri-Njarðvík) Sunnudagaskólinn verður í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 11. Börnum ekið frá Safnaðarheimili Njarðvík- urkirkju kl. 10.45. Baldur Rafn Sigurðsson sóknar- prestur Kálfatjarnarsókn Kirkjuskóli í Tjarnarsal Stóru- Vogaskóla á sunnudögum kl. 11 - 12. Léttar veitingar og hlýlegt samfé- lag eftir helgihaldið. Fjölskylduguðsþjónusta með margvíslegum uppákomum í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla kl. 14. Börn fædd árið 2000 boðin sér- staklega velkomin og fá bók að gjöf- Kirkjukaffi eftir helgihald. Hvítasunnukirkjan Keflavík Sunnudagar kl. 11.00: Fjölskyldu- samkoma Þriðjudagar kl. 20.00: Bænasam- koma Fimmtudagar kl. 19.00: Alfa 2 Baptistakirkjan á Suðurnesjum Alla fimmtudaga kl. 19.45: Kennsla fyrir fullorðna. Samkoma fyrir börn og unglinga laugardaga kl. 13-14:45 Bænastund fyrir fullorðna: sunnu- daga kl. 11 að Brekkustíg 1, Sand- gerði. (Heima hjá Patrick, presti Baptistakirkjunnar.) Samkomuhúsið að Fitjum 4 í Reykjanesbæ (Rétt hjá Bónus) Allir velkomnir! Predikari/Prestur: Patrick Vincent Weimer B.A. guðfræði 847 1756 Bahá’í samfélagið í Reykjanesbæ Opin hús og kyrrðarstundir til skiptis alla fimmtudaga kl. 20.30 að Túngötu 11 n.h. Upplýsingar í s. 694 8654 og 424 6844. UPPBOÐ Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir Ásabraut 2, fnr. 208-6835, Kefla- vík, þingl. eig. Steinar Þór Stef- ánsson, gerðarbeiðandi Reykja- nesbær, miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 11:00. Brekkustígur 15, fnr. 209-3014, Njarðvík, þingl. eig. Alvilda Gunn- hildur Magnúsdóttir og Grzegorz Sigurður Þorsteinsson, gerðar- beiðandi Orkuveita Reykjavíkur, miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 11:15. Fitjabraut 6a, íb. 0202, fnr. 209- 3236, Njarðvík, þingl. eig. Eggert Sigurbergsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Islands hf., Breið- holt, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Vátryggingafélag íslands hf., miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 11:45. Holtsgata 42, fnr. 209-3673, Kefla- vík, þingl. eig. Jón Sveinsson, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 11:30. Hvammsdalur 12, fnr. 225-6462, Vogar, þingl. eig. Guðrún Halla Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Islands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 14:00. Iðavellir 14b, 010104, fnr. 208- 9516, Keflavík, þingl. eig. Firmus sf., gerðarbeiðandi Islandsbanki hf., útibú 542, miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 10:15. Norðurgata 24, fnr. 209-4930, Sandgerði, þingl. eig. Katrín ehf., gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 10:00. Vallargata 19, íb. 0201, fnr. 209- 1010, Keflavík, þingl. eig. Árni Þór Guðjónsson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Keflavík, 7. mars 2006. Jón Eysteinsson Átt þú rétt á bílaleigubíl Hafóu samband vfó okkurl Bílaleiga - s. 893 4455 Hafnargötu 62 • 230 Keflavík • Simi 421 4777 Kjúklingasalat + 1/2 Itr.Toppureða Coke Light i. l.Obö,- Pizzutilboð nr. 1 12"pizza m/2 álegg +1/2 Itr.Coke Pizzutilboð nr.2: 16"pizza m/2 álegg +2 Itr.Coke kr. 1.600,- sósa dós STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN 9. MARS 2006| 39

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.