Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 40

Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 40
Anna María Sveinsdóttir: Hættir sátt Anna María Sveins- dóttir, sigursælasta og leikreyndasta körfuknattleikskona landsins hefur nú endanlega lagt skóna á hilluna. Á miðvikudag í síðustu viku lék hún kveðjuleik sinn með Kefla- vík og að sjálfsögðu vannst sigur í þeim leik. Anna María gerði 5 stig í leiknum og komst þar með upp í 5001 stig á ferlinum. Það er langt um meira en nokkurri annarri konu hefur tekist. Anna á fjöldann allan af íslands- og bikarmeistaratitlum að baki en fyrr á þessari leiktíð varð Anna María fyrir alvarlegum hné- meiðslum og í kjölfarið ákvað hún að leggja skóna á hilluna. „Hann Óskar Ófeigur Jónsson, tölfræðispekingur, sagði mér að mig vantaði 4 stig í 5000 stigin þannig að ég fékk leyfi hjá Sverri Þór, þjálfara, til að velja mér leik og klára þetta, ná 5000 stigurn,” sagði Anna María í samtali við Víkurfréttir. Á svo löngum ferli sem leikmaður á borð við Önnu hefur að státa af hljóta minning- arnar að vera orðnar íjölmargar. „Allir titlarnir sem ég hef unnið til með liðinu standa upp úr og ég hefði jafnvel ekki þraukað svona lengi í íþróttinni ef lið- inu hefði ekki gengið jafn vel og raun ber vitni. Það er líka fyrst núna sem ég er að lenda í alvarlegum meiðslum svo ég er, þegar allt kemur til alls, mjög sátt við ferilinn minn,” sagði Anna en eins og flestum er kunnugt þá eru Keflavíkur- konur fslandsmeistarar síðustu þriggja ára. „Ég er mjög sátt við FORELD í I>RÓTTAB AND ALAG REYKJANESBÆJAR LDRAR, BÖKN OGIÞRÓTTAFELÖG íþróttafélögin í Reykjanesbœ boða tiljundar með foreldrum bama og unglinga sem stunda íþróttir í Reykjanesbœ. Staður: Fjölbrautaskóli Suðurnesja, jyrirlestrarsalur. Tími: Miðvikudagurinn 15. mars, kl. 20:00. Fundarefni: Gildi íþrótta Hvað er árangur í íþróttastarfi barna og unglinga? Samskipti foreldra og þjálfara/íþróttafélaga. Viðhorf og hvatning foreldra, skiptir hún máli? Hvernig tekur íþróttahreyfingin á vandamálum efþau koma upp? Hvaða vantingar hafa foreldrar til íþróttastarfsins? Fyrirlesarar frá ISI mœta á svæðið. að vera hætt og þetta er búið að vera frábært og félagsskapurinn var ekki af verri endanum. Ég var svo lánssöm að eiga frábæra fjölskyldu sem studdi dyggilega við bakið á mér allan ferilinn og á ég þeim rnikið að þakka,” sagði reynsluboltinn Anna María. Margir efnilegir leikmenn búa sig nú undir að taka við leiðtoga- hlutverkum í liðinu en gæti ein- hver þeirra fetað í fótspor Önnu Maríu? „Eflaust, en ég á það eftir að sjá einhverja af þeim vera í þessu jafn lengi og ég var. Því miður eru allt of margar stelpur sem hætta of snemma í íþrótt- inni þar sem stórar og miklar fórnir er að færa,” sagði Anna. Er erfitt fyrir konur að skara lengi fram úr í afreksíþróttum? „Það fer allt eftir vilja og að- stæðum, fórnirnar eru miklar og nú er kominn tími til að ég snúi mér að einhverju öðru,” sagði Anna María að lokum. , ÉÉprfl v • \J Gafu nýja dráttartaug rni Vikarsson, útgerð- armaður kom færandi hendi til Sandgerðis er hann færði Björgunarbáta- sjóði Suðurnesja nýja dráttar- taug sem fer i björgunarbátinn Hannes Þ. Hafstein. Kernur gjöfin sér vel þar sem kominn var tími til að endur- nýja gömlu dráttartaugina. Verð- mæti gjafarinnar nernur 250 þúsund krónum en taugin er 330 metrar að lengd. Gefendur eru Árni Vikarsson og veiðafæra- salan Dímon ehf. Á myndinni eru Sigurður Stef- ánsson, vélstjóri, Árni Vikarsson og Sigfús Magnússon, formaður Björgunarbátasjóðs, við afliend- ingu gjafarinnar. 40 IVÍKUKI-RFIIIR I ll'ROI IASIDUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.