Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 41
VF-sport
molar
Sex Uefa A þjálfarar á
Suðurnesjum
SIÐASTLIÐIÐ föstudags-
kvöld útskrifuðust 22 þjálf-
arar með UEFA A þjálfara-
gráðu í menntunarkerfi KSl.
UEFA A gráða er hæsta
þjálfaragráða sem er í boði
á íslandi og næst hæsta þjálf-
aragráða sem UEFA viður-
kennir.
Athyglisvert er að sex af
UEFA A þjálfurunum starfa
hjá Suðurnesjaliðum - þeir
Sigurður Jónsson, Magni F.
Magnússon, Milan Stefán
Jankovic og Jón Ólafur Dan-
íelsson frá Grindavík og
Gunnar Oddsson og Elvar
Grétarsson frá Reyni í Sand-
gerði.
Suðurnesjalið í
bikarnum
Fjögur lið frá Suðurnesjum
leika til bikarúrslita í yngri
flokkum um helgina en bik-
arúrslitin fara fram í DHL
- höllinni í Reykjavík dag-
ana 11. og 12. mars. Á laug-
ardeginum kl. 12:00 mætast
UMFG og UMFH í 10. flokki
kvenna. Á sunnudeginum
kl. 10:00 mætast UMFN og
Haukar í 9. flokki kvenna og
kl. 12:00 mætast UMFN og
Valur í 11. flokki karla. Þar
strax á eftir mætast UMFG
og Haukar í unglingaflokki
kvenna eða kl. 14:00. Það
verður því bikarveisla í vestur-
bænum um helgina og Suður-
nesjamenn hvattir til að fjöl-
menna og styðja við bakið á
krökkunum.
Hefur þú heimsótt skóla
barnsins þíns ?
SUMARSTÖRFIGS 2006
Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg
störf í spennandi umhverfi flugheimsins
Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) vill ráða fólk til afleysingastarfa á tímabilinu
apríl-september. Um er að ræða störf í öllum deildum fyrirtækisins þ.e. flugeldhúsi,
fraktmiðstöð, hlaðdeild, farþegaafgreiðslu, veitingadeild, frílager, hleðslueftirliti
og ræstingu. í sumum tilfellum er um að ræða hlutastörf og öðrum deildaskiptar ráðningar í
100% störf. Einnig verða eingöngu kvöldvaktir í boði í ákveðnum deildum.
Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi og
árvekni. Unnið er á breytilegum vöktum og vaktaskrá birt fyrir 1 mánuð í senn.
Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið, og í sumum
tilfellum standast próf, áður en til ráðningar kemur.
Boðið verður upp á sætaferðir frá fyrirfram ákveðnum stöðum í
Reykjavík, Kópavogi, Hafharfirði, Vogum og Grindavík.
Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:
Hlaðdeild
Lágmarksaldur 19 ár, vinnuvélaréttindi, almenn ökuréttindi, enskukunnátta.
Flugeldhús
Lágmarksaldur 18 ár.
Veitingadeild
Lágmarksaldur 20 ár, góð tungumálakunnátta og mikil þjónustulund.
Hleðsluþjónusta
Lágmarksaldur 20 ár, almenn ökuréttindi, meirapróf æskilegt, enskukunnátta.
Frílager
Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta.
Fraktmiðstöð
Lágmarksaldur 19 ár, vinnuvélaréttindi, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, enskukunnátta.
Hleðslueftirlit
Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta, góð tölvukunnátta,
reynsla af störfum í hlaðdeild eða farþegaþjónustu æskileg og nauðsynlegt að
umsækjendur séu talnaglöggir.
Ræsting flugvéla
Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf, 2. hæð í
Frakmiðstöð IGS, bygging 11,235 Keflavíkurflugvelli.
Einnig er hægt að sækja um störf á vefsíðu IGS, www.igs.is.
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRHTTA ERU i BOÐI LANDSBANKANS