Víkurfréttir - 20.07.2006, Side 6
MANNLÍF OG FÓLKÁ SUÐURNESJUM
Þótt Hljómar séu fyrir löngu búnir að stimpla sig inní tónlistarsögu fslands þá hefði fæstum
dottið i huga að setja meðlimina sjálfa á safn. Erlingur Björnsson gítarleikari er reyndar ekki
einn af safnmunum en fyrir mánuði síðan hóf hann störf hjá Byggðasafninu í Reykjanesbæ.
Við hjá Víkurfréttum kíktum í heimsókn til hans í húsnæði Byggðasafnsins að Njarðarbraut 3 á
Fitjum og spjölluðum við hann um nýja starfið.
Erlingur sagði að honum hafi
verið bent á að þessi staða væri
laus og þar sem hann er sjálfur
safnari í eðli sínu hentaði þetta
honum vel. Erlingur, sem er
fæddur á því herrans ári 1944,
var leigubílstjóri um árabil
en er orðinn slæmur í fæti og
grínast með að bensínfóturinn
væri ekki nógu öflugur til að
vera leigubílstjóri áfram. Næt-
urbröltið sem þeirri starfsgrein
fylgir er líka ekki ákjósanlegt til
lengdar.
móti gestum og getur frætt fólk
um munina ef þess er óskað og
þarna kennir ýmissa grasa. Sófi
sem Jörundur Hundadagakon-
ungur lagði sig í, fyrirrennari
segulbandsins sem tók hljóð
við þá er oftast nóg að gera og
lítill tími til að láta alla drauma
rætast. Erlingur hefur fleiri
áhugamál en tónlist, til dæmis
bifreiðar og mótorhjól. Hljómar
komu aftur saman til að fagna
Texti og myndir: Magnús Sveinn Jónsson
Þeir munir sem eru til sýnis
á Fitjum eru mikið til úr
Röstinni, en aðstaðan þar var
heldur bágborin. Byggðasafnið
er með muni á fleiri stöðum,
en á Fitjum eru urn sexþús-
und munir. Enn eru ýmsir
minni munir á Vatnsnesvegi
en stendur til að færa þá í hús-
næðið á Fitjum. Skipasafnið
í Duushúsum er einnig í eigu
safnsins sem og poppminja-
safnið en þar á Erlingur sjálfur
nokkra muni. Húsnæði safns-
ins og Fitjum er til bráðabirgða
og er ekki eiginlegt safn heldur
geymsla fyrir muni safnsins þótt
gestir séu velkomnir. Erlingur
segir að skemmtilegast væri að
hafa stórt safn fyrir munina og
hafa það í tengslum við Víkinga-
þorpið og Stekkjakot.
Söfn eru í stöðugri þróun og
Erlingur er um þessar mundir
að uppfæra safnið með því að
skrá munina og staðsetningu
þeirra í safninu. Hann tekur á
upp á stálþráð, peningakassar úr
tré og spænskur gítar frá átjándu
öld eru dæmi um áhugaverða
hluti sem finna má á Fitjum.
Smithsonian safnið í Was-
hington er einnig með hluta af
sýningu sinni um víkingaskipið
Islending á Fitjum og stendur
til að gera þeirri sýningu hærra
undir höfði með því að byggja
hús yfir skipið og sýninguna.
Erlingur hefur ekki lagt gítar-
inn á hilluna og segir að gamall
draumur sé að korna sér upp
stúdíó aðstöðu í bílskúrnum
heima. En eins og flestir kannast
40 ára afmæli sínu 2003 og ent-
ist sú endurkoma í tvö ár. Það
eru engir tónleikar á dagskránni
sem stendur, en hver veit nema
Erlingur hefji sólóferil einn dag-
inn ef stúdíóið verður að veru-
leika.
Gestir eru velkomnir í hús
Byggðasafnis að Njarðarbraut 3
á Fitjum. Það kostar ekkert inn
og ágæt aðstaða er til að skoða
munina, hátt til lofts og bjart.
Húsið er opið almenningi í allt
sumar en það lokar 1. septem-
ber. Opnunartíminn er frá eitt
til fimm alla daga.
a5 flokka gamlar fermingarmyndir
Heimir Stígsson er alltaf að fást við Ijósmyndir:
Heimir Stígsson ljósmyndari nýtir einnig aðstöðu safns-
ins á Fitjum þar sem hann flokkar myndir og skráir
uppruna þeirra.
Þegar Víkurfréttir bar að garði var hann að flokka gamlar ferm-
ingarmyndir héðan af Suðurnesjum. Heimir, sem er fæddur
1933, var ljósmyndari frá 1961 og er í hópi reyndustu mynda-
smiða landsins.
Hann er part úr degi flesta daga að flokka myndirnar og segir að
mikið verk bíði hans því rnjög mikið sé til af myndum sem þyrfti
að flokka. Heimir segist hafa gaman að því að flokka myndir og
tók hann flestar fermingarmyndirnar sjálfur enda var hann dug-
legur að mynda í kirkjunum sem og annarstaðar.
VIKURFRÉTTIR I 29. TOLUBLAÐ i 27.ARGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is •. LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!