Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.2006, Page 9

Víkurfréttir - 20.07.2006, Page 9
Sandgerði: Kvartanir vegna ólyktar Megnan óþef leggur endrum og sinnum yfir Sandgerðisbæ og þá sér í lagi þegar gott er í veðri. Lesandi hafði samband við Víkurfréttir og vildi meina að óþefinn mætti rekja til starf- semi Skinnfisks ehf sem stað- settur er skammt frá Sandgerð- ishöfn. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar tók málið fyrir á bæjarráðsfundi á þriðjudag í síðustu viku þar sem kvörtunum frá íbúum og gestum í Sandgerði sem og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar hafði rignt inn til bæjaryfirvalda. 1 bókun bæjarráðs segir að ráðið leggi áherslu á umhverfismál og fegrun bæjarfélagsins enda kalli íbúar eftir aðgerðum og úr- ræðum bæjaryfirvalda hið fyrsta í umræddu máli. Víkurfréttir höfðu samband við Ara Leifsson, framkvæmda- stjóra Skinnfisks, og sagði Ari að vinnslan í húsinu hefði ekk- ert breyst. „Við erum að vinna nákvæmlega það sama og við höfum alltaf verið að gera, í hit- anum á sumrin stígur kannski upp einhver lykt en starfsemin hjá okkur hefur ekkert breyst. Við erum að gera sömu hluti og við höfum verið að gera sl. 10 ár,“ sagði Ari. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingar í Sandgerði, sagði að bæjaryfirvöld hefðu ekki leyfi til þess að taka starfsleyfi af fyrirtækjum í bænum og til þess myndi ekki koma. Farsælla væri að leita lausna sem féllu öllum í geð. „Það er ekki markmiðið að kippa rekstrargrundvelli undan fyrirtækjum í bænum, í þessu máli munum við leita lausna sem henta öllum,“ sagði Ólafur í samtali við Víkurfréttir. Hér sést til heitt affallið frá Reykjanesvirkjun VF-mynd: Hilmar Bragi arðálfarnir Alhliða garðaþjónusta Hellulagnlr - Mlasmíðl Sími 820 7870 og 7871 Garðslóttur Beöahreinsun Trjóklippingar Vélaleiga Einn verktaki - Allur garöurinn O.S.N. LAGNIR; ATVINNA Fræmtíðarsttarf Óskum eftir að ráða lager- og sölumann í fullt starf. Um framtíðarstarf er að ræða. Hæfniskröfur Reynsla af lagerhaldi og sölustarfi Kunnátta í ensku- og einu norðurlandamáli æskileg Góð almenn tölvuþekking Lager- og sölumaður sér um lagerhald og afgreiðslu út af lager, almennt birgðahald og vörutalningu í samráði við innkaupa- og sölustjóra. Upplýsingar gefnar á skrifstofu að Iðavöllum 4b. Gengið frá samningi við verktaka srara verður hdgin í Hitaveita Suðurnesja hefur undirritað samninga við fyrir- tækið JANVS International Ltd. vegna uppsetningar á sýn- ingunni Orkuverið Jörð sem fyrirhugað er að setja upp í Reykjanesvirkj un. Að sögn Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suð- urnesja er stefnt því að hægt verði að opna sýninguna eigi síðar en 31. júlí 2007. Hönnun sýningarinnar er lokið, að sögn Alberts, en smíði og framleiðsla hennar fer fram í umsjá verktakans víðsvegar um Evrópu og verður hún síðan flutt hingað til íslands til upp- setningar í Reykjanesvirkjun. Er gert ráð fyrir henni í sér- stöku rými innan veggja virkj- unarinnar. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins er urn 125 milljónir en reiknað er með að sýningin muni hafa mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn. Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Sigurður Jónsson ráðinn sveitarstjóri Sigurður Jóns- son, fyrrver- andi bæj- arstjóri í Garði, hefur verið ráð- inn sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Síðastliðin sextán ár hefur Sigurður gegnt embætti sveit- arstjóra og síðar bæjarstjóra í Garði. Þar áður var hann bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmanneyjum, þar sem hann er jafnframt fæddur og uppal- inn en hann er liðlega sextugur að aldri. Sigurður hyggst flytja í Árnes á næstunni ásamt eiginkonu sinni, Ástu Arnmundsdóttur, kennara. Þau eiga saman þrjú uppkomin börn. Sigurður var valinn úr hópi 19 umsækjenda. fimmLctejixk21: fimrntuclagurkl23 föstudagur. rBnari upplýsingarfastá 9 STÆRSTA FRÉTTA- 0G AUGLÝSINGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR i FIMMTUDAGURINN 20. JÚLÍ 2006

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.