Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.2006, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 20.07.2006, Qupperneq 16
ÍÞRÓTTIR í BOÐI LANDSBANKANS VF-sport molar Moye semur við Tuebingen Körfuknattleiksmaðurinn AJ Moye sem lék með Keflvík- ingum á síðustu leiktíð hefur gert tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Walter Tigers Tuebingen. Á síðustu leiktíð gerði Moye 28,9 stig að meðaltali í leik, tók 10,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Sigurður Ingimund- arson, þjálfari Keflvíkinga, sagði við Víkurfréttir að Moye væri duglegasti leik- maður sem hann hefði hitt á sínum ferli. Kirkjumótið í pútti Hið árlega Kirkjumót Pútt- klúbbs Suðurnesja fer fram sunnudaginn 23. júlí og hefst með Guðsþjónustu kl. 13:00 á Mánatúni. Mótið er opið öllum þeim sem vilja taka þátt. Calvin Davis til Keflavíkur Calvin Davis skrifaði í gær undirsamningviðkörfuknatt- leikslið Keflavíkur. Davis spil- aði með Keflavík tímabilið 2000-2001 og var með 26.4 stig og 14.5 fráköst að með- altali í 22 leikjum. Calvin mun koma til með að styrkja leikmannahóp Keflavíkur til muna enda leikmaður með reynslu en hann verður 29 ára á þessu ári. Keflavík-KR á þriðjudag Keflavíkurkonur taka á móti KR í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á þriðjudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Keflavíkurvelli. Keflavík er í 5. sæti Landsbankadeildar- innar með 12 stig að loknum níu leikjum en KR er í 3. sæti með 18 stig. Fyrri leik liðanna í deildinni lauk með 5-4 sigri KR í vesturbænum eftir að Keflavík hafði komist í 3-0. Nína Ósk gerði tvö mörk í leiknum og þær Ólöf Helga og Danka Podovac gerðu sitt markið hvor. Grannasiagur í 3. deild Hart verð ur barist á Garðsvelli í kvöld þegar Víðir tekur á móti GG frá Grinda- vík. Leikurinn hefst kl. 20 á Garðsvelli en Víðismenn verma efsta sæti A-riðils í 3. deild með 17 stig eftir átta leiki. GG hafa hins vegar 14 stig í 4. sæti deildarinnar og geta með sigri komist upp að hlið Víðismanna. Efstur í íslandsmótinu Gylfi Freyr Guðmunds- son er efstur í fslands- mótinu í Motocrossi með 126 stig þegar tveimur umferðum er lokið. Gylfi sigraði aðra umferð mótsins með nokkrum yfirburðum en mótið fór fram í Álfsnesi í Reykjavík sl. sunnudag. „Um morguninn var mikil drulla á brautinni en sólin kom svo upp og þurrkaði hana og mótið varð því skemmtilegra," sagði Gylfi sem er á sínu þriðja ári í meistaraflokki en hann hefur fimm ára reynslu í motocross- inu. Keppt var í þremur um- ferðum á mótinu þar sem Gylfi varð tvisvar sinnum í fyrsta sæti og einu sinni í öðru sæti sem gaf honum 72 stig fyrir allt mótið. Félagi Gylfa, Aron Ómarsson, varð fyrir því að hjól hans bilaði og lauk hann keppni á lánshjóli og náði sér ekki á strik. Aron er í áttunda sæti íslandsmótsins með 71 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Á meðan Aron var í basli gekk allt upp hjá Gylfa en hann er einbeittur og stefnir að því að hampa Islandsmeistaratitl- inum á heimavelli. „Ég var í 4. sæti á fslandsmótinu eftir fyrstu umferð en nú eru tvær umferðir eftir og síðasta mótið fer fram á Sólbrekkubraut í Reykjanesbæ,” sagði Gylfi en hann ekur á Honda CRF 450 sem er um 55 hestafla motocrosshjól. Þriðja umferðin fer fram á Akureyri þann 5. ágúst og lokakeppnin á Sólbrekkubraut. Meiðslahryna í 2. deild Knattspyrnuliðin Njarðvík og Reynir hafa fengið sinn skerf af meiddum leikmönnum í sumar og sjaldan náð að stilla upp sínu sterkasta liði. Þrátt fyrir meiðslin öll eru liðin í toppbaráttunni í 2. deild, Njarðvík- ingar á toppnun og Sandgerðingar í þriðja sæti deildarinnar. Bæði lið eiga leiki á laugardag, Reynismenn taka á móti Sindra kl. 14 og Njarðvíkingar mæta KS/Leiftri á Ólafsfirði einnig kl. 14. Kristján Jóhannsson, leikmaður Reynis, er frá út tímabilið með slitið krossband, Georg Birgisson er meiddur á hásin, Sveinn Vilhjálmsson og Ólafur Berry eru báðir meiddir og þá er óvíst hvort skoski markvörðurinn Christopher verði góður fyrir helgina en hann meiddist gegn Aftureldingu í síðasta leik. Hjá Njarðvíkingum er fyrirliðinn Snorri Már Jónsson fótbrot- inn og Bjarni Sæmundsson missir af næstu tveimur leikjum. Þá hefur Finnur Þórðarson ekkert leikið með Njarðvíkingum í sumar sökum meiðsla. „I fótboltaliði í þessari deild er maður sjaldnast með 18-20 manns sem eru svipað góðir eins og í efstu deild. Róðurinn verður því þyngri fyrir vikið þegar lykilmenn meiðast en við vælum ekkert yfir þessu og berjumst bara af krafti," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Reynis. „Það er alltaf gaman að fara norður,“ sagði Helgi Bogason, þjálfari Njarðvík- inga. „KS/Leiftur hafa einnig átt við meiðsli að stríða en eru að fá menn til baka og ég býst við hörkuleik,“ sagði Helgi. Fyrst bikar svo derby Bæði Suðurnesjaliðin í Landsbankadeild karla gerðu jafntefli á þriðju- dagskvöld. Grindavík og Fylkir skildU jöfn 1-1 á Grindavík- urvelli og Keflvíkingar gerðu einnig 1-1 jafntefli gegn Vík- ingum í Reykjavík. Ray Anthony Jónsson gerði sitt fyrsta mark í sumar er hann jafn- aði metin fyrir Grindavík gegn Fylki en Guðmundur Steinars- son kom Keflvíkingum í 1-0 í Reykjavík áður en heimamenn náðu að jafna. Næsti leikur í Landsbankadeildinni er ná- grannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur og vonast allir til þess að sá leikur hafi upp á fleira að bjóða en fyrri leikur liðanna í sumar. Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli í þungum og óspenn- andi leik. Derbyslagurinn fer fram þann 31. júlí n.k. á Keflavík- urvelli en næsti leikur Keflavík- urliðsins er á sunnudag í VISA bikarkeppninni þegar þeir halda upp á Skipaskaga og mæta þar ÍÁ kl. 19:15. „Þetta er spennandi verkefni, kannski er þetta eini bikarinn sem er eftir sem liðin eiga möguleika á,“ sagði Krist- inn Guðbrandsson, aðstoðar- þjálfari Keflavíkur. „Það er fullt af frábærum fótboltamönnum í Skagaliðinu og þeir eiga mikið inni. Við þurfum að mæta þeim af krafti á sunnudag,“ sagði Kristinn og vildi meina að síðan tvíburarnir Arnar og Bjarki hefðu tekið við ÍA heíði leikstíll liðsins breyst. „Það er kominn meiri bolti í Skagamenn en við þurfum að loka á lykilmenn hjá þeim eins og Þórð og Bjarna að ógleymdum tvíburunum. Það er jákvætt að við erum að skora í öílum leikjum og ég á von á því að við lendum í hörkuleik gegn ÍA,“ sagði Kristinn að lokum. Birtir til í Evrópukeppninni Vonarneisti hefur vaknað í leik íslenska U 20 ára liðsins á Evrópumótinu í körfuknattleik en mótið fer fram í Portúgal. íslenska liðið tapaði öllum þrem Ieikjum sínum í riðlakeppninni en vann fyrsta leikinn í milliriðl- inum á þriðjudag gegn Sló- vökum 71-68. Jóhann Árni Ólafsson, leik- maður Njarðvíkinga, hefur verið að standa sig vel ytra og gegn Slóvökum setti hann niður 29 stig á 36 mínútum. Jóhann er sem stendur í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem gera flest stig að meðaltali í leik með 21,8 stig á leik. Næsti leikur Iiðsins er gegn Irlandi í dag og síðasti leikurinn í milliriðlinum er gegn heima- mönnum í Portúgal. U 20 ára liðið getur með hámarksárangri úr milliriðlum náð 9. sæti í mót- inu. U 18 ára lið karla hefur svo lokið einum leik í Evrópukeppninni og töpuðu stórt gegn Spánverjum í fyrsta leik, 55-98, en þeir keppa í A-deild en U 20 í B-deild. Nínaí Knattspyrnukonan Nína Ósk Kristinsdóttir, sem leikur með Keflavík, er nú stödd á Norðurlandamót- inu í Noregi þar sem íslenska U 21 liði hefur leikið tvo leiki. Nína hefur ekki átt sæti í byrj- unarliðinu en hefur komið inn á í báðum leikjunum sem vara- Noregi maður. Fyrsti leikur liðsins var gegn heimamönnum í Noregi sem ísland vann 3-2. Bandaríkja- menn leika sem boðsgestir á mótinu og gerði íslenska liðið 1- 1 jafntefli við það bandaríska en varð að lúta í lægra haldi eftir vítaspyrnukeppni. VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • IESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA! 16 IVÍKURFRÉTTIR I (ÞRÚTTASÍÐUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.