Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.2006, Side 17

Víkurfréttir - 20.07.2006, Side 17
L nýjustufréttir ALLA DB.GA A VF.IS - / . ^júkraþjáifari jiugái® [Magnúsj MAGNÚS TIL BJARGAR Dómarar kappleikja þurfa að vera í góðu formi rétt eins og hetjurnar sem etja kappi sín á milli inni á vellinum. Þó er það ekki algengt að dómarar þurfi frá kappleik að víkja sökum meiðsla en það gerðist þó í viðureign Grindavíkur og Fylkis sl. þriðjudagskvöld í Landsbankadeild karla. Jóhannes Valgeirsson dæmdi leik liðanna en á 26. mínútu leiksins þurfti Jóhannes aðhlynn- ingu vegna meiðsla og hringt var í Magnús Þórisson, sem dæmir fyrir Keflavík, en hann var að fylgjast með sínum mönnum gegn Víkingum. Magnús brun- aði af stað úr Reykjavík og dæmdi síðari hálfleik með stakri prýði. Grindvíkingar fagna aldarfjórðungs golfafmæli! (MŒsíIMimaMMI -Afmælismót næsta laugardag á Húsatóftavelli Golfklúbbur Grinda- víkur fagnar aldarfjórð- ungsafmæli í sumar og heldur af því tilefni afmælis- mót 22. Gunnar Már Gunnars- son, formaður GG undanfarin sex ár er ánægður með starfið í klúbbnum. Hvað er helst á baugi á aldar- íjórðungsafmæli GG? Við ætlum að vera með þetta afmælismót sem er laugardag- inn 22. júlí og höfum í tilefni af afmælinu látið merkja grín- gaffla og grínmerki með logo og aldri klúbbsins sem við ætlum að gefa í teiggjöf í mót- inu. Einnig er unnið að blaða- útgáfu og stefnum við að því að dreifa blaðinu í öll hús í Grinda- vík ásamt því að dreifa því til allra golfklúbba innan GSI. Vik- una 23. júlí - 30. júlí bjóðum við svo golfurum uppá að spila völlinn okkar gegn 1.500 kr.- flatargjaldi í stað venjulegs flat- argjalds. Þið stækkuðuð völlinn í 13 holur fyrir nokkrum árum. Er draumur um 18 holur handan við hornið? Við stækkuðum völlinn í 13 holur fyrir ca. 6 árum síðan og hefur verið umræða um það hvort við getum farið í 18 holu völl rekstrarlega séð. Það held ég að sé raunhæfur möguleiki fyrir G.G. þar sem rekstur hefur gengið ágætlega s.l. ár og fjölgun í klúbbnum verið ör. Klúbbfé- lagar í dag eru 200 talsins og tel ég að við verðum komnir í 300 klúbbfélaga eftir ca 3-4 ár sem gerir allan rekstur auðveldari. Á þessum 3- 4 árum ættum við að geta byggt hægt og rólega upp brautir sem verða teknar í notkun eftir 5-7 ára tíma. Draumur minn er að þegar 18 holu völlur verður að veruleika að færa golfskálann í íbúðarhúsnæðið á Húsatóftum en þar hafa menn mun meiri yfirsýn yfir allan völlinn en í nú- verandi skála. Það hafa komið fram óteljandi hugmyndir um hvar brautir eiga að vera stað- settar og engin niðurstaða komin um það. Hvernig gengur starfið hjá GG? Starfið hjá G.G gengur ágætlega. Við erum styrktir duglega af Grindavíkurbæ og öðrum fyrir- tækjum hér í bæ. Eins og áður sagði erum við komnir með á 3ja hundrað félaga í klúbbinn ef svo mætti að orði komast og vona ég að innan þessa tímara- mma sem ég nefndi hér að ofan verði kominn annar 18 holu völl- urinn á Suðurnesjum. Völlurinn okkar lítur mjög vel út í dag, grínin aldrei verið betri og hvet ég alla golfara til að nýta sér lágt vallargjald í næstu viku og prufa völlinn okkar. Gríndvíkingurinn Gunnlaugur Sævarsson er ótrúlegur kylfingur. Hann hefur oröið klúbbmeistari Golfklúbbs Grindavíkur í öll þau átta ár sem hann hefur tekið þátt í meistaramóti klúbbsins. Hér er hann á mynd með Kristjönu Eiðsdóttur sem varð kvennameistari GG en meistarmóti klúbbsins fór fram í síðustu viku. Það viðraði illa í meistaramóti GG í síðustu viku en þrátt fyrir það var gleðin allsráðandi eins og sjá má á þessari mynd. ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR 17

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.