Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2006, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 24.08.2006, Qupperneq 12
Sandgerði: Húðflúr og húðgötun háð starfsleyfi Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vill koma á framfæri að allir sem stunda húðflúr (tattoo) og húðgötun þurfa að hafa starfs- leyfi skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga veitir starfsleyfi og setur skilyrði fyrir starfsem- inni. Sá sem stundar húðflúr og húðgötun skal hafa und- irritað skuldbindingu hjá Landlæknisembættinu um að fara í einu og öllu að leiðbeiningum heilbrigðiseft- irlits varðandi reksturinn, þar með talið að upplýsa viðskiptavini um áhættuna sem fylgir. Rík áhersla er lögð á að húðflúri og húðgötun sé aldrei beitt sé um börn undir 18 ára aldri að ræða, nema með skriflegu samþykki foreldra. Viðskiptavinurinn skal framvísa skilríkjum ef vafi leikur á um aldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. WkI/ Fábu þér gott í gogginn 1 52% afsláttur Veganesti I s Púlsinn áfram með námskeið Nú í sumar lokaði æv- intýrahúsið Púlsinn í Sandgerði og breyttist húsnæðið í Skýjaborg sem er fé- lagsmiðstöð grunnskóla- nemenda. Einn af eig- endum Púls- ins.MartaEi- ríksdóttir, hefur verið beðin um að halda áfram með námskeið sín á Suðurnesjum og víðar. Svo Púlsinn heldur áfram en í breyttri mynd og verður á far- aldsfæti með fjölbreytta dagskrá í leiðsögn Mörtu sjálfrar. Fyrsta námskeið sem hún býður upp á er Kripalu DansKinetics (Dansjóga), sem sló sannarlega í gegn í Púlsinum og komust færri að en vildu þegar skráning fór fram. Námskeið í Dansjóga verður í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og hefst mánudag- inn 4.september, skráning fer fram þar eða á pulsinn.is. Á heimasíðu Púlsins má einnig sjá fleiri spennandi námskeið sem Marta hyggst bjóða upp á í vetur. Fyrst má nefna dansnám- skeiðin Dansjóga og Orkudans en einnig verður unnið með dans á námskeiði um Orku- stöðvar líkamans. Marta vinnur mikið með orku- eflingu líkamans í gegnurn hreyf- ingu og matarræði, og mun bjóða upp á fræðslunámskeið, sem hún nefnir Orkuríkt fæði en þetta forvitnilega námskeið hélt hún einnig sl.vor á vinnu- stöðum. Marta er grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í ieiklist (og dansi hin síðari ár), en grunnskólar hafa komið á námskeið á starfsdegi skólanna hjá henni í „Leikur að náms- efni“. Þar hefur Marta leiðbeint kennurum hvernig má nota leiklist í kennslu námsgreina og til hópeflingar í bekkjum. Þessi námskeið verða áfram í boði ásamt framhaldsnámskeiði sem hún nefnir Leikjabankinn en þar gefur hún kennurum áfram hafsjó af hugmyndum til þess að efla leiklist í skólastofunni og þverfaglegu skólastarfi. Fleira verður í boði með Mörtu Eiríks í vetur. Gaman sarnan er hópefli sem hún hefur stjórnað í vinnustaðahópum, bekkjar- hópurn og íþróttahópum, við miklar vinsældir þeirra sem sótt hafa. Þetta verður áfram í boði: „Er ekki komin tími til að leika sér?“ „Út úr skelinni" nefnist leik- listarnámskeið fyrir fullorðna sem vilja efla sig og skemmta sér um leið í góðum hópi. Ennfremur mun Marta halda áfram að vera með veislustjórn og hóphristing á hvers konar skemmtikvöldi félagasamtaka. Óvissuhópar geta einnig leitað áfrarn til Mörtu. Kíktu á heimasíðuna www.puls- inn.is og gáðu hvort þar sé eitt- hvað spennandi fyrir þig. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Helgu Margrétar Sigtryggsdóttur, Faxabraut 13, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi fyrir frábæra umönnun og elskulegheit. Guð blessi ykkur öll. Dagný Jóhannsdóttir, Jóhann Hákonarson, Erna Jóhannsdóttir, Jón Sævin Pétursson, Lilja Jóhannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. í síðasta tölublaði Víkurfrétta birtist röng mynd með tilkynningu vegna andláts og útfarar Helgu Margrétar Sigtryggsdóttur. Aðstandendur Helgu Margrétar og þess sem myndin var af eru beðnir velvirðingar á mistökunum. VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉJTIR DAGLEGA! 12 IVÍKURFRÉTTIR 34. TÖLUBLAÐ : 27.ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.