Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2006, Síða 16

Víkurfréttir - 12.10.2006, Síða 16
1. SÆTIÐ ERFID ión Gunnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer í byrjun nóvember. Þar mun hann etja kappi við m.a. aðra sitjandi þingmenn um efsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Víkurfréttir tóku Jón tali, þar sem hann er eini Suðurnesjamaðurinn sem sæist eftir 1. sæti á framboðslistanum. Hvaða máli skiptir það fyrir samfélag eitis og Suðurnes að oddviti framboðs Samfylking- arinnar komi þaðaní „Það getur skipt talsvert miklu eins og dæmin sanna því það er hefð fyrir því að efstu menn á framboðslistum í kjördæm- unum komi fyrstir til greina í ábyrgðarmestu stöður þegar þingflokkar velja sér fólk til for- ystu. Við vitum öll, sem höfum fylgst með því hvernig þing starfar að á þingi er ákveðin goggunarröð ef svo mætti segja og því framar sem maður er í þeirri röð, því meiri möguleiki á því að koma sínum málum í framkvæmd. Mikil ráðherraþurrð þegar litið er til Suðurnesja Suðurnesin hafa ekki oft verið í þeirri stöðu að eiga oddvita framboðslista í þingkosningum og við vitum einnig að það hefur verið mikil ráðherraþurrð þegar litið er til Suðurnesja. Við erum búin að vera í nýju kjör- dæmi í tæpt kjörtímabil og mik- ilvægt að við vinnum vel með félögum okkar annarsstaðar í kjördæminu þó við þurfum einnig að sjálfsögðu að gæta þess að Suðurnes hafi þau áhrif sem stærðin gefur tilefni til“. Baráttan um 1. sætið verður erfið Verður það ekki erfiður róður að ná 1. sceti? Nú eru nokkur önttur stór nöfn og sitjandi þingmenn sem jafnframt stefna á það sceti. „Það er aldrei létt að taka þátt í prófkjöri og etja kappi við sam- herja sína um sæti á framboðs- listum. Við erum þrír sitjandi þingmenn sem höfum gefið kost á okkur í 1. sæti og einn nýr frambjóðandi sem nefnir 1-2. sæti, þannig að það er al- veg ljóst að baráttan um sætið verður erfið. Það er mikilvægt að við sem bjóðum okkur fram náum að vinna þannig í próf- kjörinu að ekki myndist stór sár sem erfitt verður að græða, þar sem mörg okkar sem tökum þátt munum sitja á væntan- legum framboðslista og þurfa að vinna náið saman að því markmiði að vera áfram stærsti stjórnmálaflokkurinn í kjör- dæminu. En því fylgir einnig að Samfylkingin mun áfram eiga 1. þingmann kjördæmisins sem er einskonar verkstjóri fyrir allan þingmannahóp kjördæmisins. Kjörsóknin á Suður- nesjum verði góð Það sem mestu máli skiptir til þess að ég nái góðum árangri í prófkjörinu er að kjörsóknin á Suðurnesjum verði góð og ekki lakari en í öðrum hlutum kjör- dæmisins því ég trúi því að ég eigi góðan stuðning Suðurnesja- manna sem þekkja mig og mín verk. Eru prófkjör eins og það sem nú mun eiga sérstað íkjördcem- inu ekki keppni á milli sveitar- félaga/svœða urn að koma að sínum manni? Er kjördcema- skipanin eins og hún er núna í raun ekki skekkja ogkjördcemið ofstórt? Hvernig gengur þér að kynna þig á Höfn í Hornafirði eða á Klaustri og að sama skapi hvaða möguleika á fólk þaðan hér Suður með sjó? „Jú vissulega snýst prófkjör eins og við erum að fara í 4. nóvem- ber örugglega að einhverju leiti um sveitarfélög eða svæði og ég heyri það nú þegar að slíkur málflutningur er byrjaður um allt kjördæmið. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það, því frambjóðendur á hverjum stað þekkja best til í nágrenni sínu og áherslur þeirra verða alltaf að einhverju leiti svæðisbundnar þó maður verði að gæta þess að hafa hugann við allt kjördæmið í störfum sínum. Ég þekki nú mun betur til í hinum hlutum kjördæmisins en ég gerði áður og hef kynnst miklum fjöld fólks sem er tilbúið til þess að styðja mig til góðra verka inni á þingi í framtíðinni. Kjördæmaskipanin er afar erfið Kjördæmaskipanin er afar erfið með þessi stóru og víðfeðmu kjördæmi og algjörlega borin von að þingmenn geti verið í nánum tengslum við kjósendur um allt kjördæmið. það er mín skoðun að núverandi lands- byggðarkjördæmi séu of stór og við verðum að huga að breyt- ingum í því efni. Kannski er lausnin sú að gera landið að einu kjördæmi og að kjósendur raði á lista um leið og þeir kjósa. það má segja að sú aðferð sam- eini bæði uppröðun á lista og kosningu til Alþingis og aðeins þeir sem kjósa viðkomandi lista komi þá að uppröðun hans. Höfn í Hornarfirði svipar til þeirra sveitarfélaga sem við þekktum hér á Suðurnesjum og sem byggðu afkomu sína að mestu á sjósókn og vinnslu sjáv- arafurða. Það sama gildir um Vestmannaeyjar þó erfiðar sam- göngur þangað geri aðstæður talsvert frábrugðnar því sem hér er. Mér hefur gengið vel að kynna mig í öðrum hlutum kjördæmisins og þar nýt ég þess að sjálfsögðu að hafa verið þingmaður þetta kjörtímabil. Fyrir þá einstaklinga sem eru að koma nýir inn í prófkjörið skiptir máli að vera ófeimnir við að hafa samband við fólk annarsstaðar en í sínu nánasta umhverfi því almennt má segja að sú regla gildi að vel sé tekið á móti símtali eða heimsókn. Á þingi fer fram talsverð togstreita milli kjördæma Hver verða þtn helstu baráttu- mál? „Ég mun áfram berjast fyrir mál- efnum kjördæmisins eins og ég hef gert og þar eru málefni Suð- urnesja ekki undanskilin. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á þingi fer fram tals- verð togstreita milli kjördæma um fjármagn og verkefni og við sem eru þingmenn Suðurkjör- dæmis verðum að sjálfsögðu að taka þátt í þeim leik eða verða út- undan sem að sjálfsögðu kemur ekki til greina af minni hálfu'1. Helstu baráttumálin „Ef ég á að nefna einhver af þeim málum sem snúa beint að kjördæminu þá mun ég m.a. berjast fyrir eftirfarandi málum: Málefnum flugvallarins eftir við- skilnað Bandaríkjamanna þar. Mér líkar illa hvernig komið var fram við starfsmenn sem voru búnir að vinna mestan sinn starfsaldur hjá þessum vinnuveitanda og ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að koma að málinu. Framkvæmdum við nauðsyn- legar vegabætur í kjördæminu þ.m.t. Reykjanesbraut, Suður- landsveg og Suðurstrandarveg Málefnum símenntunarmið- stöðva og háskólanámi í kjör- dæminu. Leiðréttingu á fjármagni sem fer í rekstur Heilþrigðisstofnana, þannig að það dugi til að standa undir sjálfsagðri og lögskipaðri þjónustu við íbúanna. Að rekstur dvalar- og hjúkruna- heimila verði tryggður og upp- bygging þeirra í samræmi við þörf. Að staðir í kjördæminu og ein- stök svæði innan þess njóti jafn- ræðis við sambærilega staði ann- arsstaðar á landinu þegar kemur að afskiptum hin opinberá'. Harður fyrir hönd kjördæmisins „1 stuttu viðtali er ekki hægt að vera með tæmandi upptalningu, en ég hef fengið orð fyrir það á þinginu að vera harður fyrir hönd kjördæmisins og tala máli þess. Ef við lítum hinsvegar yfir allt sviðið þá mun ég berjast fyrir meira réttlæti og jöfnuði fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Ójöfnuður er alltaf að aukast og við erum að sjá stéttaskiptingu verða að veruleika í íslensku þjóðfélagi. Ef til vill næst aldrei VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU •www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA! 16 | VlKURFRÉTTIR 41. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.