Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2006, Page 17

Víkurfréttir - 12.10.2006, Page 17
VIÐTAL: HILMAR BRAGIBÁRÐARSON MYNDIR: HANS GUÐMUNDSSON Jón Gunnarsson, alþingismaður. fullur jöfnuður en við getum barist fyrir því að ríkið auki ekki á ójöfnuð með aðgerðum sínum og mismuni fólki eins og hefur gerst í tíð þessarar ríkisstjórnar. Aðgerðir í skattamálum, barna- og vaxtabótum, almannatrygg- ingum, vaxtaákvörðunum og verðtryggingu geta bætt kjör og aukið jöfnuð og að því eigum við að vinna. Við eigum alltaf að spyrja okkur að því hvernig aðgerðir ríkisins koma við fjöl- skylduna og passa að hagsmunir hennar séu teknir fram yfir sér- hagsmuni annarra. Ef það hefði verið gert þá hefði lækkun mat- arverðs komið mun fyrr en nú er raunin og það er óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin dregur lappirnar í málinu þannig að lækkunin verði fyrst að veru- leika korteri fyrir kosningar“. Ekki verði drollað við stofnun félags um eignir á Keflavíkurflugvelli Hver eru brýmistu verkefnin sem ráðast þarf í á Suður- nesjum sem þú munt beita þér fyrir? „Brýnustu verkefnin á Suður- nesjum fyrir utan þau sem ég nefndi hér að framan eru að vel takist til í stofnun félags um eignirnar á Keflavíkurflugvelli og að ekki verði drollað í því verkefni að koma þeim aftur í notkun. Það er sannað að þeim mun skemmri tími sem líður frá því að herstöð er yfirgefin þar til borgaraleg starfssemi tekur yfir fasteignir og aðstöðu, þeim mun meiri líkur eru á því að vel til takist. Sveitarfélögin á svæðinu eiga að koma að málinu með beinum hætti og hafa veruleg áhrif á framvindu málsins. Umhverfisvernd samhliða orkuframleiðslu Umhverfisvernd samhliða skyn- samlegri nýtingu ákveðinna svæða til orkuframleiðslu er mik- ilvægt verkefni sem nauðsynlegt er að ná sátt um sem fyrst. Sveitarfélögin á Suðurnesjum þurfa að gera samning um menningarmál við Menntamála- ráðuneytið, en þar sem slíkir samningar hafa komist á hefur menningarlífið tekið mikinn kipp og auknir opinberir fjár- munir komið frá ríki og sveitar- félögum. Það sama gildir um vaxtarsamning við Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið en slíkir samningar hafa í auknum mæli komið staðinn fyrir hefðbundið atvinnuþróunarstarf og virðast vera að skila árangri. Helguvík sitji við sama borð og aðrir kostir Hver er stefna þín varðandi ál- ver í Helguvík? „Stefna mín varðandi fram- kvæmdir í Helguvík hefur verið skýr og gengur ekki í bága við nýlega birta stefnu Samfylk- ingarinnar í umhverfismálum sem við birtum undir heitinu “Fagra Island” . Ég hef sagt að ef framkvæmdir í Helguvík og orkuöflun þeim tengd, uppfylli öll ytri skilyrði sem sett eru STÆRSTA FRÉTTA- OC AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM af stjórnvöldum þá krefjist ég þess að Helguvík sitji við sama borð og aðrir kostir en sé ekki útilokuð með sérstökum stjórn- valdsaðgerðum vegna staðsetn- ingar sinnar hér á Suðurnesjum. Með öðrum orðum þá er ég bú- inn að fá mig fullsaddan af því að einhver ráðherra setji fótinn fyrir Suðurnes og vísi atvinnu- tækifærum annað“. Ekki hlustað á varnaðarorð okkar Hvert á að stefna með gömlu Herstöðina? „Samfylkingin benti ítrekað á það í aðdraganda síðustu al- þingiskosninga að nauðsynlegt væri að setja af stað vinnu sem hefði það markmið að undirbúa viðbrögð við minnkandi starfs- semi Bandaríkjamanna og und- irbúa hvernig við tækjum við þeirri starfssemi sem þar færi fram. Eins og stundum áður þá var ekki hlustað á varnaðarorð okkar og það er í raun dæmi- gert fyrir vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar sem nú situ að fyrst nú, þegar herinn er farinn og allar byggingar auðar, skuli hún vera að klóra sér í kollinum yfir því hvað gera eigi við aðstöðuna. Eins og ég nefndi þarf að drífa í að stofna hlutafélagið um eign- irnar og ég er satt að segja afar hissa á að það hafi ekki verið gert samhliða því að gengið var frá samningi um eignirnar við Bandaríkjamenn. Við þurfum að gefa almenningi og fyrir- tækjum kost á því að koma með hugmyndir um atvinnustarfs- semi eða aðra notkun svæðisins og til greina kemur að efna til opinnar hugmyndasamkeppni í því sambandi. Laða að og efla flug- tengda starfssemi Ég hef séð fyrir mér að hægt verði að nýta eignirnar á vell- inum bæði til að laða að og efla flugtengda starfssemi og einnig hef ég verið skotinn í hug- myndum um mennta ogþjálfun- arsetur. Ég kastaði því fram eftir að ljóst var að Bandaríkjamenn vildu fara, hvort ekki væri rétt að nota þá samningsstöðu sem enn var fyrir hendi til að semja um að bandarískur háskóli setti upp útibú á Keflavíkurflugvelli í því tilbúna háskólaþorpi sem þar er fyrir hendi og byði upp á menntun í auðlinda- orku og umhverfisfræðum sem höfðað gæti til nemenda vítt og breytt um heiminn. Þetta mál er einstakt og afar mikilvægt að vel takist til um úrlausn þess. Hagsmunir Suð- urnesja eru miklir í þessu máli og það er skylda stjórnvalda að taka fullt tillit til sjónarmiða heimamanná'. Búum að mikilli þekkingu á jarðhitaverkefnum Hvað á að gera í orkumálum á Reykjanesskagaf „Við eigum að halda áfram að nýta þau svæði sem þegar möguleikar fyrir hendi varðandi ráðherradóm og auðvitað yrði gerð krafa um slíkt. Mín störf á þinginu og innan Samfylkingar- innar hafa mikið verið á sviði at- vinnu- og efnahagsmála og við höfum sagt að við vildum sam- eina öll atvinnuvegaráðuneytin í eitt og ég get ekki neitað því að það yrði afar áhugavert að fá að glíma við það verkefni að verða atvinnumálaráðherra. Það sem skiptir þó fyrst og fremst máli til skemmri tíma litið er að ná saman sigurstranglegum lista og hefja öfluga kosninga- baráttu þannig að við vinnum góðan kosningasigur næsta vor í öllum kjördæmum. Það tryggir Samfylldngunni það afl og þau áhrif sem þarf til að mynda rík- isstjórn og gerir okkur kleift að hrinda stefnumálum okkar í framkvæmd. Það er kominn tími til að skipta um ríkisstjórn og gefa ríkis- stjórnarflokkunum frí. Að því þurfum við öll að vinna og það væri verðugt og skemmtilegt verkefni að leiða Samfylking- arfólk í kjördæminu til þess nauðsynlega verks“, segir Jón Gunnarsson, frambjóðandi til fyrsta sætis á lista Samfylk- ingarinnar í prófkjöri hennar í Suðurkjördæmi í viðtali við Víkurfréttir. Sólheimar fmiiBiilriigifultrúó Óskað er eftir stuðningsfulltrúa til starfa á Sólheima. Unnið er skv. vinnulotukerfi. Leitað er að einstaklingi með góða almenna menntun og hæfni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar gefur Valdís í síma 480 4414 eða 861 9657 á milli kl. 8 og 17 virka daga. í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir metnaðar- fullan einstakling sem hefur áhuga á að vinna á Sólheimum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Sólheimar Sólheimar eru sjálfbært byggðahverfi í Árnessýslu. Á Sólheimum er m.a. félagsþjónusta, garðyrkjustöð, skógræktarstöð, gistiheimilí, verslun með helstu nauðsynjavörur, listhús og sex verkstæði sem vinna að listsköpun og endurvinnslu. Ennfremur kaffihús, högg- myndagarður, kirkja, sundlaug og umhverfissetrið Sesseljuhúsi. www.solheimar.is eru komin í nýtingu og standa myndarlega við bakið á djúpbor- unarverkefni sem hefði það að markmiði að auka verulega ork- una sem kæmi frá hverri holu. Við eigum að hlífa ákveðnum svæðum sem ekki hefur verið hreyft við og horfi ég þá helst til Brennisteinsfjalla og kappkosta að saman fari útivera, náttúru- vernd og skynsamleg nýting. Við búum að feikimikilli þekk- ingu á jarðhitanum á skaganum og þurfum að auka við hana þannig að sú mikla auðlind sem við eigum nýtist okkur sem best til framtíðar. Falleg nátt- úra með óteljandi möguleikum á útiveru, gönguleiðum og sögu- skoðun bíður einnig upp á mikil tækifæri til framtíðar og þeim fjölgar alltaf sem gera sér grein lyrir því hvað Reykjanesskaginn hefur upp á mikið að bjóða. Gerð krafa um ráðherrasæti Náirþú efsta sœti í kjördœminu í prófkjörinu og Samfylkitigin fer í ríkisstjórnarsamstarf í vor. Gerirþú þá kröfu utn ráðu- neyti? „Eins og ég áður sagði þá munu oddvitar kjördæmanna helst koma til greina þegar þingflokk- urinn velur fólk til trúnaðar- starfa. Ef ég næ því sæti sem ée stefni á þá eru raunverulegir VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 12. OKTÖBER 2006 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.