Víkurfréttir - 12.10.2006, Qupperneq 21
Árni Gunnarsson skrifar:
Lúðvík í 1. sætið
að hlýtur að vera öllu
SamfylkingarfólkiáSuð-
urlandi mikið gleðiefni
hve stór hópur öndvegisfólks
hefur gefið kost á sér í próf-
kjöri flokksins í kjördæminu.
Það er ljóst, að listi fiokksins
við næstu þingkosningar
verður vel mannaður. Það er
því mjög mikilvægt, að vel tak-
ist til með val á oddvita listans.
Ég hef aldrei farið dult með
þá skoðun mína, að ég tel Lúð-
vik Bergvinsson einn hæfasta
þingmann Samfylkingarinnar.
Hann kemur ávallt vel undir-
búinn til leiks, er rökfastur og
ódeigur í átökum við pólitíska
andstæðinga. Hann er hreinn og
beinn í öllum samskiptum og
nýtur mikils álits jafnt í röðum
samherja og andstæðinga.
Sá eðliskostur, sem ég met þó
einna mest í fari Lúðvíks, er trún-
aður hans við jafnaðarstefnuna.
Þess vegna, og að framantöldu, er
ég sannfærður um getu hans og
hæfileika til að hafa á hendi for-
ystu í þeirri hörðu baráttu, sem er
framundan í aðdraganda alþingis-
kosninga á vori komanda. Ég mun
því eindregið styðja hann í 1. sæti.
Árni Gunnarsson fyrrv. frétta
og alþingistnaður, Árborg.
Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifar:
Nýjar áherslur
Umhverfismál
Eitt af stóru verkefnum núlifandi
kynslóða er að koma sér saman
um heilsteypta framtíðarsýn í um-
hverfismálum
þar sem við
leitum leiða
til að sam-
ræma nýtingu
og verndun
náttúruauð-
linda. Nátt-
úran býr yfir
ómetanlegum
verðmætum
fyrir okkur og alla þá sem á eftir
okkur koma og hana ber að
umgangast afvirðingu. Á það
jafnt við um nýtingu jarðefna og
orku sem viðskilnað úrgangs og
spilliefna svo dæmi séu tekin.
Samgöngur
Samgöngur eru lífæð hvers
byggðarlags hvort sem horft er
til atvinnulífs, menntunar, menn-
ingar eða mannlífsins að öðru
leyti. Það er líka löngu tímabært
að ákvarðanir um forgangsröðun
verkefna séu teknar í nánu sam-
starfi við heimamenn á hverju
svæði og að sveitarstjórnir hafi
þannig mun meira að segja um
uppbyggingu og endurnýjun
vega í sinni heimabyggð.
Velferðar- og menntakerfi
Velferðar- og menntakerfið eru
einn helsti grundvöllur réttláts
samfélags. Öflugar menntastofn-
anir eru meðal mikilvægustu
þátta til að efla byggðarlög í land-
inu. I Suðurkjördæmi eigum við
nokkrar öflugar menntastofnanir
á framhalds- og háskólastigi. Við
þurfum samt sem áður að leggja
áherslu á íjölgun tækifæra til
menntunar, styrkja iðn- og verk-
nám verulega, auka fjölbreytni há-
skólanáms og rannsóknar- og þró-
unarstarfs í tengslum við atvinnu-
vegi og staðbundin sérkenni.
Félagslegur jöfnuður
Á sviði velferðarþjónustu og al-
mannatrygginga er verk að vinna
eftir áralanga setu ríkisstjórnar
ójöfnuðar og misskiptingar. Þörf
er á endurskoðun þess félagslega
jöfnunarkerfis sem almannatrygg-
ingum er ætlað að vera og bæta
þarf sérstaklega hag þeirra í hópi
aldraðra og öryrkja sem aðstoð
þurfa til að lifa daglegu lífi. Orð
og athafnir verða að fylgjast að.
Mikilvæg verkefni
Það er af nógu að taka þegar
vinna á að málefnum í Suður-
kjördæmi. Menntun atvinna
og samgöngur vega þar þungt.
Mikilvægt er að auka jöfnuð og
réttlæti, vinna gegn skammsýni
og horfa til framtíðar. Við þurfum
nýjar áherslur í landsmálin og ég
er reiðubúin til að leggja mitt af
mörkum. Þess vegna sækist ég
eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar þann 4. nóvember n.k.
Ragnheiður Hergeirsdóttir
frambjóðandi iprófkjöri
Samfylkingarinnar.
www.ragnheidur.is
(70) lyfta.ii)
lyftu & kerruleiga
421 4037 • www.lyfta.is • lyfta@lyfta.is • Njarðarbraut 3a • 260 Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- 0G AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
STEFNUM Á VIT FRAMTÍDAR
Vinstri hreyfingin - grænt framboð
boðar til opins fundar í Verkalýðshús-
inu, Tjarnargötu 8 í Sandgerði, í kvöld,
fimmtud. 12. okt. kl. 20. Þar mun Sigríður
Ágústa Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Svæð-
isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og
varabæjarfulltrúi í Sandgerði, flytja ávarp sem
heimamaður. Þá munu Steingrímur J. Sigfús-
son, alþingismaður og Atli Gíslason, lögmaður
og varaþingmaður fara yfir það sem efst er á
baugi og hvað VG hefur til málanna að leggja.
Atli Gíslason hefur tekið áskorun um að gefa
kost á sér í 1. sæti framboðslista VG í Suðurkjör-
dæmi. Hann hefur getið sér gott orð og beitt
sér fyrir mörgum mannréttinda- og umhverfis-
málum, bæði sem Iögmaður og varaþingmaður.
Viðskilnaður hersins og framtíð flugvallarsvæðis-
ins mun pottþétt bera á góma, svo og efling fjöl-
þættrar atvinnustarfsemi fyrir jafn karla og konur,
velferðarmál og verndun náttúrunnar, enda hafa
Vinstri græn verið þar í fararbroddi. Álver eru
aftarlega á forgangslista Vinstri grænna, enda dýr-
ustu atavinnutækifæri sem hægt er að hugsa sér.
Fólkið í landinu virðist kunna vel að meta stefnu-
mál Vinstri grænna því flokkurinn hefur komið
mjög vel út úr skoðanakönnunum undanfarið.
I von um góða mætingu og frjóar samræður í
Sandgerði á fimmtudag (í kvöld).
Þorvaldur Örn Árnason, formaður
VG á Suðumesjum
Landsbankinn er eitt stærsta
fjármálafyrirtækí landsins og
veitir alhliða fjármálaþjónustu
til einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana.
Landsbankinn leitast við að
ráða til sín og hafa i sínum
röðum framúrskarandi
starfsfólk og efla
það í störfum sinum.
Til að stuðla að vexti og
arðsemi bankans er áhersla
lögð á skemmtiiegan vinnustað,
2 starfsánægju og gott starfs-
? umhverfi, sem og markvissa
5 starfsþróun og þekkingu
E starfsfólks.
; Það er viðhorf stjórnenda
í Landsbankans aö starfsfólkið,
£ metnaður þess, kraftur og
| hollusta, séu lykillinn að
| farsælum rekstri bankans.
Þjón ustufu I Itrúi
Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa
viö útibú Landsbankans í Grindavík.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og/eöa fjölbreytt starfsreynsla
æskileg
• Frumkvæöi, þjónustulund og söluhæfileikar
• Markviss og sjálfstæö vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Helstu verkefni:
• Sala og þjónusta viö einstaklinga og fyrirtæki
• Leiöbeiningar/fjármálaráögjöf til einstaklinga
• Upplýsingagjöf um vörur og þjónustu
Landsbankans
Laun eru samkvæmt kjarasamningi bankamanna.
Nánari upplýsingar veita Valdimar Einarsson
útibússtjóri í Grindavík, í síma 410 8691
og Berglind Ingvarsdóttirá starfsmannasviöi
Landsbankans, í síma 410 7914.
Umsóknirsendist í tölvupósti á
berglind@landsbanki.is fyrir 18. október nk.
VfKURFRÉTTIR : FIMMTUDAGURINN 12. OKTÓBER 20061 21