Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 26

Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 26
Steindi er einn þekktasti gamanleikari þjóðarinnar. Ferillinn spannar áratug. En upp á síðkastið hefur hann verið að færa sig út fyrir þægindarammann. Úr gríninu sem er honum eðlislægt, kannski meira að segja náðargáfa. Yfir í dramatík. Og hann lofar góðu í hlutverki ungs manns sem missir tökin í kvikmyndinni Undir trénu, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sig- urðssonar. „Það var slegist um þetta hlut- verk. Haddi bauð mér að koma í prufu. Ég hef ekkert oft farið í prufur og finnst það óþægilegt. En Haddi hafði eitthvert sérstakt lag á mér og mér gekk vel,“ segir Steindi. Honum er létt eftir hátíðarfrum- sýningu myndarinnar sem var í vikunni í Háskólabíó. Eftir sýningu myndarinnar risu gestir úr sætum og fögnuðu með lófataki. Sjálfsgagnrýninn Fyrsta kvikmynd Hafsteins Gunn- ars, Á annan veg, kom út árið 2011. Myndin hlaut viðurkenningar og verðlaun og var endurgerð í Banda- ríkjunum undir heitinu Prince Aval- ance. Þá sendi Hafsteinn Gunnar frá sér París norðursins árið 2014 sem einnig naut mikillar velgengni. „Haddi er magnaður leikstjóri. Hann hafði mikla þolinmæði fyrir mér. Ég hef alltaf verið mjög efins og fæ verkefni á heilann. Eftir hvern tökudag fór ég yfir daginn á leiðinni heim í Mosfellsbæ. Mér finnst gott að hafa þennan tíma til að afgreiða mál dagsins meðan ég keyri. En ég á það til að verða sjálfsgagnrýninn og rífa mig niður. Ég er auðvitað að vinna í þessu. En ég hringdi í Hadda að ég held alla tökudaga þegar ég var kominn heim. Það er merkilegt að hann hafi nennt þessu og haldið andliti,“ segir Steindi og hlær að sjálfum sér. „Haddi er góður leikstjóri, hann fer í gegnum hlutina. Æfir vel fyrir tökurnar, fyrst í samlestri og svo á tökustað. Hann fyllir meira að segja efins mann eins og mig sjálfsöryggi. Hann fullvissaði mig í hverju sím- tali um að ég væri að gera rétt. Það er hans helsti kostur. En svo sagði hann mér seinna að hann sjálfur hefði verið meira og minna hræddur allt ferlið um sín störf. Svona erum við öll sem störfum í þessum bransa. Við erum hrædd. Það er vel hægt að skilja. Ef þú setur fram eitthvað sem þér þykir vænt um þá ertu ekki rólegur yfir því eða kærulaus. Ég held að ef þú ert óttalaus ættir þú kannski að snúa þér að ein- hverju öðru. Þú þarft að vera þjáður í því sem þú ert að gera. Annars er enginn drifkraftur og þú spyrð þig ekki mikilvægra spurninga,“ segir Steindi. Með tuttugu „sálfræðinga“ Steindi leikur ungan mann sem lendir í forræðisdeilu eftir að kær- asta hans og barnsmóðir kemur að honum að horfa á kynlífsmynd- band. Hann missir tökin og flytur heim til foreldra sinna sem standa í nágrannaerjum vegna trés í garð- inum. Foreldrana leika þau Sigurður Sigurjónsson og Edda Björgvins- dóttir. „Undir niðri er mikill harmur sem ekkert er rætt um. Fólk er ekki á staðnum og allra síst Atli sem ég leik. Það að ræða ekki málin og takast ekki á við þau er alltaf til ills. Atli missir algjörlega þráðinn, hann verður fjarrænn og það springur allt í háaloft. Hjá honum og líka í kringum hann. Hann verður þessi lúser sem stendur í forræðisdeilu. Ég er allt öðruvísi gerður. Ég held að ég tali nærri því allan sólar- hringinn,“ segir hann og glottir. „Ég er mjög opinn og ræði allt. Og svo finnst mér ég eiga svo góða vini og vinkonur að, eins og ég sé með svona tuttugu sálfræðinga í kringum mig,“ segir Steindi sem samt fann fyrir því að verða svolítið fjarrænn og þungur í æfingum og tökuferlinu fyrir myndina. Saknaði dótturinnar Steindi er í sambúð með Sigrúnu Sigurðardóttur og eiga þau eina dóttur, Ronju Nótt, sem nú er þriggja ára. „Ég sá dóttur mína lítið í æfingaferlinu og tökunum. Hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og ég kom ekki aftur fyrr en hún var farin í háttinn. Ég var miður mín og saknaði hennar, þetta lagðist þungt á mig. Hún var svo lítil, bara tveggja ára, og á þessum tíma í lífi barna gerist svo margt. Mér fannst ég bara missa ansi stóran hluta úr lífi hennar. Kærastan mín sagði mér á einum tímapunkti að ég væri bara korter í alvarlegt þunglyndi. Það er vont að koma sér í svona stöðu. Ég var feginn þegar ég losnaði úr henni og gat farið að sinna dóttur minni aftur. Ég reyni svo að láta þetta ekki gerast aftur. Þetta er það sem skiptir máli. Við erum miklir vinir, ég og Ronja Nótt. Ég er með reglu núna sem mér finnst að allir í mínum bransa ættu að hafa. Ég tek vinnuna ekki með mér heim. Ég labba aldrei inn á heimilið í símanum. Ég klára það sem ég þarf að ræða úti í bíl. Svo geng ég inn og hef athyglina á fjöl- skyldunni.“ Og svo fer bara allt í bull Steindi á sjálfur gott bakland. For- eldrar hans eru Sigríður Edda Valgeirsdóttir og Steinþór Stein- þórsson. „Ég er mikill mömmu- og pabbastrákur. Þau voru mætt allra fyrst á frumsýninguna og hreinlega Fór á íbúfen kúrinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., sýnir á sér nýja hlið í sínu fyrsta dramatíska hlutverki í kvikmyndinni Undir trénu. Hlutverkið reyndi á. Hann var lengi fjarvistum frá ungri dóttur sinni. Þá þurfti hann að létta sig umtalsvert og fór heldur óhefðbundna leið til þess. „Kærastan mín sagði mér á einum tímapunkti að ég væri bara korter í alvarlegt þunglyndi,“ segir Steindi sem ætlar ekki að láta það gerast aftur að vera lengi frá dóttur sinni. Fréttablaðið/SteFán Ég er með reglu núna Sem mÉr finnSt að allir í mínum branSa ættu að Hafa. Ég tek vinnuna ekki með mÉr Heim. Ég labba aldrei inn á Heimilið í Sím- anum. Ég klára það Sem Ég þarf að ræða úti í bíl. Svo geng Ég inn og Hef atHyglina á fjöl- Skyldunni. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Snyrtistofan Ha lik Okkar sérsvið er háræðaslitsmeðferðir ! Við vorum að flytja í nýtt og enn glæsilegra húsnæði í Hlíðasmára 9 í Kópavogi. Opnum á ný mánudag 11. september Fyrir Eftir Erum flutt í Hlíðasmára 9 ATHUGIÐ ! Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -B 7 D 8 1 D B 2 -B 6 9 C 1 D B 2 -B 5 6 0 1 D B 2 -B 4 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.