Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 36

Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 36
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Við þurfum á Guði að halda. Guð er haldreipi mannsins í öllum aðstæðum lífsins, gleði og sorg. Mér fyndist erfitt að horfast í augu við líf mitt og framtíð án þess að hafa trú og held að ég sé ekki svo ólíkur öðru fólki,“ segir séra Jón Ómar Gunnarsson, inntur eftir því hvort nútímamaðurinn þurfi á Guði að halda. Hann er nýr prestur í Fella- og Hólakirkju Efra-Breiðholts, sjálfur Breiðhyltingur frá níu ára aldri, en fram að því sleit hann barnsskónum í Rockford, Illinois, stutt frá Chicago. „Að alast upp í Bandaríkjunum gaf mér að vera tvítyngdur og ég er enn fljótur að aðlagast skammtastærð- unum vestra, sem eru í fyrstu alltof stórar en verða svo næstum of litlar,“ segir hann og hlær. „Ég hef alltaf átt í stormasömu sambandi við mat þótt ég hafi aldrei verið feitur. Ég reyni að borða hollt en það er erfitt í kirkjum þar sem er mikið um bakkelsi, svo ég tali nú ekki um skírnarveislurnar þar sem presturinn þarf helst að smakka á fjórum rjómatertum svo að ömm- unum sárni ekki. Það bjargaði mér að kynnast CrossFit sem var mér opin- berun um að gaman væri í líkams- rækt og dró úr samviskubitinu ef ég sleppti mér í óhollustunni.“ Ósanngjörn umræða Jón Ómar var prestur í Glerárkirkju áður en hann steig í prédikunarstól í Efra-Breiðholti. Hann er kvæntur og eiga hjónin sex ára son. „Það var góð lífsreynsla fyrir okkur Reykvíkingana að búa á landsbyggð- Séra Jón Ómar brallar ýmislegt með fjölskyldu sinni um helgar. Hann skírir í dag og messar á morgun, en byggir oft úr legókubbum með syni sínum á laugardags- morgnum. Svo fer fjölskyldan í sund, hjólar, fer í heimsóknir eða slappar vel af í rólegheitum heima. MYND/ERNIR Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 skyldur þeirra hjóna búsettar syðra. Jón Ómar þekkir Efra-Breiðholt eins og lófann á sér. Hann æfði sund í Breiðholtslaug, sótti handboltaæfing- ar hjá ÍR í Austurbergi og útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Ég er að mörgu leyti kominn heim og kannast enn við marga. Umræðan um hverfið er oft ósanngjörn. Sem Breiðhyltingur var ég orðinn fimm- tán ára þegar ég heyrði fyrst að Breiðholtið þætti varasamt en hafði þó aldrei lent í neinu. Hér er heldur ekkert að óttast. Breiðhyltingar eru kraftmiklir frumkvöðlar sem byggðu sér þrjár kirkjur; sjálfbjarga fólk með drauma og vonir um að byggja upp gott hverfi og gerði það. Það talar svo best fyrir hverfið að fólkið sem byggði það upp býr hér enn og vill helst ekki flytja.“ Efra-Breiðholt er nafli alheims- menningar. Íbúarnir eru af ótal þjóðernum og aðhyllast mismunandi trúarbrögð. Sem stendur eru 50 pró- sent íbúanna kristnir Íslendingar í þjóðkirkjunni. „Hér lifa allir í sátt og samlyndi og ólík trúarbrögð stía íbúunum ekki í sundur. Hverfiskirkjan er opin og víðsýn og við gerum okkur far um að taka vel á móti fólki, hvort sem það er kristið eða ekki. Kærleikurinn opnar enda faðm sinn fyrir öllum. Í barnastarfið koma börn af mörgum þjóðernum enda vilja flestir foreldrar að börn þeirra taki virkan þátt í sam- félaginu.“ Fékk köllunina í laganáminu Jón Ómar fór í lögfræði eftir stúdents- próf og sóttist námið vel. „Í lögfræðinni fékk ég köllun um að verða prestur. Mamma hafði kennt mér bænir á bernskuárunum og ég hafði sótt barnastarf kirkjunnar, en eftir fermingu fannst mér ég útskrif- aður úr kirkjunni, eins og gengur. Ég hélt þó í trúna og fór áfram með bænirnar þrátt fyrir að vera ekki trúheitur. Svo urðu þessi vatnaskil í lögfræðinni og ég fann að ég vildi fara dýpra í trúna. Öll viðleitni til að sporna við kölluninni olli mér innri ófriði. Ég hafði fullvissu um að ég ætti betur heima í kirkjunni.“ Um tvítugt starfaði Jón Ómar í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi, þar sem hann var leiðtogi hópa tíu ára stráka, og kemur enn að starfi sumarbúðanna í dag. „Í Vatnaskógi fékk ég mína bestu starfsþjálfun til að verða prestur, bæði trúarlega og félagslega. Þar var áskorun að segja strákunum frá Jesú án þess að það yrði yfirdrifið heldur skiljanlegt, svo að þeir gætu tekið það með sér sem veganesti. Á morgnana lásum við vers úr Nýja testamentinu og alltaf kom í ljós að þeir höfðu helling að segja um innihaldið og upplifanir sínar,“ segir Jón Ómar sem byrjaði og endaði hvern dag í Vatna- skógi með bæn. „Bænin er haldreipi sem huggar og róar sál okkar manna. Þótt allt annað sé farið situr bænin eftir, eða samtal manns við Guð. Meira að segja hjá efasemdamönnum, sem afgreitt hafa prest, kirkju og Biblíuna, situr bænin föst í hjarta og er það síðasta sem fólk grípur til þegar öll sund virðast lokuð.“ Til staðar í gleði og sorg Guð er til og engin tímaskekkja, segir Jón Ómar; hann á líka erindi við nútímafólk. „Mannkynið glímir við flókinn veruleika en ætíð sömu grund vallar- spurningarnar: Hvað gerist þegar ég dey? Til hvers er ég hér? Hvernig varð þetta allt til? Nútíminn hafnar hins vegar trúnni og við eigum öll að verða vísindaleg. En er það tilviljun að sólin rís að morgni og sígur að kvöldi? Það er einmitt alls ekki til- viljanakennt og hnígur allt að sama grunni, sem er sköpunarverk Guðs.“ Jón Ómar segir vísindi vissulega góð og hluta af Guðs sköpun en komin sé oftrú á ung vísindin. Þau hafi gefið okkur margt en líka leitt af sér hörmungar. „Það er erfitt að byggja líf sitt á þeim efnislegu gæðum sem nútíminn metur mest. Þau byggja á veikum grunni og geta horfið á augnabliki. Og þrátt fyrir gott sjálfstraust og trú á eigin ágæti þætti mér erfitt að grundvalla líf mitt á mér einum og sjálfum, sem er bara lítið peð í stóra samhenginu. Einmitt þess vegna er allur grundvöllur lífs míns, hugsana og gilda, í trúnni á Jesú Kristi. Það er sá eini grundvöllur sem ekki er for- gengilegur né brotnar, og þar liggur fullvissan um að ég sé falinn elsku hans, sem er uppspretta kærleikans í okkar lífi. Þá skiptir ekki máli þótt illa gangi og margt bjáti á.“ Boðskapur kristinnar trúar er fagur og mannbætandi og sannarlega ekkert til að skammast sín fyrir, segir Jón Ómar. „Íslendingar líta margir á trú sem persónulegan hlut, en mættu ófeimnir flíka trú sinni af stolti, rétt eins og Bandaríkjamenn gera og gert er í öðrum helstu trúarbrögðum heimsins. Kristin trú hefur skilað Íslendingum friðsælu og eftirsóknar- verðu samfélagi og við mættum vel tala meira og opinskár um okkar þjóðartrú.“ Uppáhaldsvers Jóns Ómars í Nýja testamentinu er frá Páli postula í Rómverjabréfinu. Þar segir: „Í öllu þessu vinnum við sigur því ekkert getur aðskilið okkur frá kær- leika Guðs sem birtist okkur í Kristi Jesú.“ „Fyrir mér eru þessi orð lykil atriði í trúnni. Það er sama hvað á dynur; við erum í Hans höndum. Það veganesti hef ég haft út í lífið og er þakklátur foreldrum mínum fyrir að hafa kennt mér bænir og kirkjunni fyrir að bjóða mér í barna- og fermingarstarf svo að ég gæti eignast þessa trú. Guð er ekki æðri máttur sem setti okkur inn og fór heldur er hann nálægur. Kristin trú segir gegnumsneitt að Guð skapaði manninn, elskar hann og vill honum blessunarríkt og gott líf. Í þjóðfélagi þar sem við sjáum glansmyndir af öðrum á Facebook og upplifum okkur minna virði, er gott að leita í trúna sem segir beint út: Þú ert dýrmæt sköpun Guðs og skiptir máli. Það gæti reynst huggunarríkt þeim sem þjást af kvíða í árangurs- drifnu og kröfuhörðu þjóðfélagi sem marga er að buga.“ Efasemdamenn eiga virðingu Jóns Ómars sem segir þá oftar en ekki trúaðri en þá sem segjast trúa. „Það er mannlegt að efast og sjálfur er ég stundum gripinn efa. Efann leggur maður í hendur Guðs í gegnum bænina. Við prestar gerum okkur grein fyrir að Guð vinnur verkið. Við tölum við fólk en búum ekki til brú til hans heldur gerir hann það í okkur. Ynni Guð ekki verkið væri óvinnandi vegur fyrir okkur að bera áfram söguna um Jesú, söguna sem við höfum heyrt alla ævi en segir okkur alltaf eitthvað nýtt um lífið, dauðann og upprisuna; að við séum ekki til einskis gerð og að það sé til- gangur með þessu öllu.“ inni og dásamlegt að búa á Akureyri. Þar eignuðumst við marga góða vini og bærinn mun alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Mér finnst að allir Reykvíkingar ættu að prófa að búa á landsbyggðinni, Ísland stækkar þá í huga manns,“ segir Jón Ómar sem þótti gott og gefandi að þjóna í Glerárkirkju en stóðst ekki mátið að sækja um þegar prestsembætti var laust í Fella- og Hólakirkju, enda fjöl- Bænin er haldreipi sem huggar og róar sál okkar manna. Þótt allt annað sé farið situr bænin eftir, eða samtal manns við Guð. Jón Ómar Gunnarsson 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -D A 6 8 1 D B 2 -D 9 2 C 1 D B 2 -D 7 F 0 1 D B 2 -D 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.