Fréttablaðið - 09.09.2017, Síða 40

Fréttablaðið - 09.09.2017, Síða 40
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Hluti skipuleggjenda og þátttakenda á Rokkhátíð æskunnar sem fer fram á KEX Hosteli á morgun. Í efri röð f.v. eru Benedikt Reynisson frá KEX Hosteli, Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira, DJ Silja Glømmi og Karen Briem sem stýra einni smiðjunni. Í fremri röð er hljómsveitin Smekkur sem kemur fram á morgun. MYND/VILHELM Skemmtilegar smiðjur eru í boði fyrir krakka á öllum aldri. Hljómsveitin RuGl var ein þeirra sveit sem kom fram á síðasta ári.Lokatónleikar rokksumarbúða Stelpur rokka! voru vel sóttir í sumar. MYND/ERNIR Líf og fjör enda fá allir að fikta. Rokkhátíð æskunnar verður haldin í annað sinn á KEX hosteli á morgun, sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar er samansett af lifandi tónlistaratriðum í bland við gagnvirka fræðslu og vinnu- smiðjur þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, gera barmmerki, grúska í raftónlist, þeyta skífum og margt fleira, segir Benedikt Reynisson frá KEX hosteli. „Rokkhátíð æskunnar er haldin af Heimilislegum sunnu- dögum hér á KEX í náinni sam- vinnu við sjálfboðaliðasamtökin Stelpur rokka!, líkt og í fyrra. Okkur langaði til að búa til skemmtilegan grundvöll fyrir krakka til að rokka og leituðum því til Stelpur rokka! á síðasta ári en þær eru búnar að vera með öflugt starf undanfarin 5-6 ár. Það er aðdáunarvert að sjá hversu mikill kraftur er í þeim enda hefur tónlistarlandslagið breyst mikið hér á landi með tilkomu þeirra.“ Fjölbreytt dagskrá Dagskráin stendur yfir frá kl. 13 til 15.30 og skiptist hún í tvennt, tónleikaprógramm í bókahorninu á KEX hosteli og smiðjur og kynn- ingar í Gym & Tonic salnum. „Tónleikadagskráin hefst kl. 14 og skartar hljómsveitunum Chicken Darkness, Jens og Smekk sem allar koma úr rokkbúðum sumarsins hjá Stelpur rokka! Áttan mætir líka og hljómsveitin Gróa sem varð til í rokkbúðum Stelpur rokka! og spilar m.a. á Iceland Airwaves í ár.“ Í Gym & Tonic salnum verður öllu rólegri stemning. „Þar ætla Stelpur rokka! að vera með kynn- ingu á starfi sínu og munu m.a. kenna krökkum að gera eigin barm- merki og ýmislegt fleira. Raftón- listarkonan Kira Kira kennir trixin á bakvið raftónlist og allir fá að fikta. DJ Silja Glømmi verður með plötusnúðasmiðju, Skema kynnir ýmisleg tækniundur sem gera krökkum kleift að búa til tónlist og tónlistarsmáforritið Mussila verður kynnt fyrir börnum en fyrirtækið gerði nýlega samning við leikfanga- keðjuna Hamley’s um dreifingu og þróun á forritinu.“ Þetta er annað árið í röð sem hátíðin er haldin og segir Benedikt að aðsóknin hafi verið góð í fyrra og að allir hafi skemmt sér vel. „Þetta tókst bara nokkuð vel hjá okkur í fyrra. Hátíðin var aðeins lengri þá, eða frá kl. 13-16.30, en núna ætlum við að hafa hana styttri og hnitmiðaðri. Ég hugsa að um 400 manns hafi mætt hér á síðasta ári og við eigum von á góðri aðsókn á morgun.“ Frábært starf Eins og fyrr segir sækja KEX liðar í smiðju stelpnanna hjá Stelpur rokka! en það eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla stelpur, konur, trans og kyn- segin einstaklinga í gegnum tónlistar- sköpun að sögn Benedikts. „Kjarninn í starfi samtakanna er rokksumar- búðirnar en þar læra stelpur á hljóð- færi, að spila saman í hljómsveit um leið og þær kynnast farsælum tón- listarkonum, fræðast um ólíkar hliðar tónlistar og jafn réttisstarfs. Í lokin koma þær svo fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal fjölskyldna og vina. Mér skilst að rúmlega 500 þátttakendur hafi tekið þátt í rokk- búðunum undanfarin sumur og þar hafi myndast yfir 100 hljómsveitir. Sannarlega frábært starf sem þar er unnið.“ Ókeypis er inn á hátíðina og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu KEX hostels. Kraftmiklir krakkar rokka Annað árið í röð stendur KEX hostel fyrir Rokkhátíð æskunnar í nánu samstarfi við Stelpur rokka! Boðið verður upp á lifandi tónlistaratriði, gagnvirka fræðslu, skemmtilegar smiðjur og nóg af fikti. FYRIRTÆKJAGJAFIR Sérblað um jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna og viðskiptavina kemur út 30. september. Áhugasamir hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími/Tel: +354 512 5429 jonivar@365.is Í þessu blaði er hægt að kaupa auglýsingar sem og kynningar. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -E 9 3 8 1 D B 2 -E 7 F C 1 D B 2 -E 6 C 0 1 D B 2 -E 5 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.