Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 82

Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 82
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ingvars Ragnarssonar Kaplaskjólsvegi 31. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11G, blóðlækningadeildar Landspítala, fyrir einstaka umönnun. Hanna Björk Baldvinsdóttir Sigrún Elfa Ingvarsdóttir Árni Haraldur Jóhannsson Fríða Ragna Ingvarsdóttir Elfa Rut Klein Katla Rut Jónsdóttir Tinna Rut Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, Lárusar Sigurgeirssonar húsgagnasmíðameistara, Fálkagötu 30, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gunnar Lárusson, Erna Reynisdóttir Lilja Hrönn Gunnarsdóttir Bryndís Gunnarsdóttir, Mikael Páll Pálsson Ingvi Brynjar Ingvason Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Edda Dagbjartsdóttir lést á Droplaugarstöðum 24. ágúst sl. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Droplaugarstaða í Reykjavík fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hrannar Jónsson Kristín Þórðardóttir Helga Jónsdóttir Jón Þór Hrannarsson Brynja D. Björnsdóttir Kolbrún Sif Hrannarsdóttir Andri Ingvason Jón Otti Sigurjónsson Axel Óli Sigurjónsson Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Geir Halldórsson rafvirki, áður Fossvogsbletti 2a, Rvk, núna Öldugerði 11, Hvolsvelli. lést 30. ágúst á Hjúkrunarheimilinu Lundi. Útförin fer fram í Grensáskirkju mánudaginn 11. september kl. 13.00. Auður Friðgerður Halldórsd. Jens Sigurðsson Halldór Geir Jensson Birgitta Rut Birgisdóttir Sigurður Kristján Jensson Sigrún Elva Guðmundsd. Rúnar Smári Jensson Kristín Anna Thorlacius Jensdóttir Auður Ebba Thorlacius Jensdóttir og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar Aðalsteins Hjörvars Friðfinnssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Landspítala í Fossvogi og Vífilsstaða fyrir einstaka hlýju og umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elsa Pétursdóttir Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r38 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót Sýningin er nokkurs konar sam-tal milli tveggja staða, suður-ríkja Bandaríkjanna og Íslands og stemningin sem ég upplifði þar. Þetta eru þeir tveir staðir sem eru mér kærastir,“ segir Friðgeir Helgason ljósmyndari um ljós- myndasýninguna Stemningu sem hann opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketil- húsi klukkan 15 í dag. „Myndirnar voru teknar á árunum 2008-2013 þegar ég þvældist um þessi svæði. Sumir mundu segja: Hva, Louisiana og Ísland eiga ekk- ert sameiginlegt en þeir eiga mig sam- eiginlegan því ég ólst upp á Íslandi og bjó í sextán ár í New Orleans.“ Landslagið sem myndirnar birta er býsna ólíkt. „Louisiana er flatt eins og pönnukaka, það er ekki einu sinni Himmel bjerg þar heldur mikið fenja- svæði sem er á hraðri leið að sökkva í sjóinn. Bara að hverfa. Olíufélögin eru búin að grafa svo mikið af skurðum þarna og eyðileggja heilu svæðin. Sýn- ingin er smá ádeila á hvernig maðurinn fer með náttúruna og hins vegar hversu hjálparlaus við erum gagnvart henni því í raun og veru höfum við enga stjórn á henni. Þarna eru nokkrar myndir af eld- fjöllum á Íslandi, meðal annars af Eyja- fjallajökulsgosinu. Samt er þetta ekki áróður sem er í andlitinu á fólki heldur undiralda þegar að er gáð.“ Sjálfur er Friðgeir úr Vestmanneyjum og byrjaði eiginlega ævi sína á að lenda í miklum náttúruhamförum. „Ég flutti frá Eyjum gosnóttina 23. janúar 1973 í Breiðholtið. Fyrsta ljósmyndasýning mín var Breiðholtssýning sem var á Listahátíð Reykjavíkur 2010 og mynd eftir mig var valin einkennismynd hátíðarinnar það árið. Afi minn með haglarann úti á svölum.“ Myndirnar á Stemningu voru allar teknar á Kodakfilmu og Friðgeir prent- aði þær í stækkara upp á gamla mátann. „Það jafnast fátt á við að keyra stefnu- laust um þjóðvegi með gamla góða Pent axinn og slatta af filmum í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla við innfædda,“ segir hann. Friðgeir hefur búið í Bandaríkjunum í þrátíu ár og er á förum heim til LA eftir að hafa verið yfirkokkur á Hótel Flatey í sumar. „Besta leiðin til að vera ekki sveltandi listamaður er að vera kokkur líka,“ segir hann sposkur. Tvær sýningar verða opnaðar í Lista- safninu á Akureyri, Ketilhúsi, klukkan þrjú í dag, auk Stemningar er það Jafn- vægi – Úr jafnvægi eftir myndlistarkon- una Rúrí. gun@frettabladid.is Undiralda þegar að er gáð Á sýningunni Stemningu sem opnuð er í Listasafninu á Akureyri í dag er Friðgeir Helga- son með ljósmyndir frá þeim stöðum sem honum þykir vænst um, Íslandi og Louisiana. „Þegar ég vinn að minni list þá nota ég bara filmu, það kemur ekkert annað til greina. Ég er samt ekkert á móti stafrænu tækninni í myndatökum. Þetta er bara svipað og þegar listmálarar velja sína pensla,“ segir Friðgeir. Mynd/Magnús Helgason ein myndanna á sýningunni: Hekla. Mynd/Friðgeir Helgason 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 2 -8 1 8 8 1 D B 2 -8 0 4 C 1 D B 2 -7 F 1 0 1 D B 2 -7 D D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.