Fréttablaðið - 09.09.2017, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 09.09.2017, Blaðsíða 104
Erlendar vefverslanir njóta mikilla vinsælda á Íslandi ef marka má tölur frá fyrirtækjum sem sjá um þjónustu tengda innflutningi. Sif Rós Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri hjá TVG-Xpress, dótturfélags TVG-Zimsen, segir mikla aukningu á ASOS-sendingum til landsins á milli ára. Sem dæmi var 200% aukning á milli ágúst í fyrra og ágúst á þessu ári, og 264% aukning frá júlí í fyrra til júlí á þessu ári. Þjónustan sem TVG-Xpress býður upp á felur í sér að pakkinn sé keyrð- ur út til kaupanda. Þegar pakkinn er kominn heim að dyrum greiðir viðskiptavinurinn 24% virðisauka- skatt og tollafgreiðslugjald upp á Landsmenn ólmir í að versla á netinu Innflutningsfyrirtæki hafa séð aukningu á milli ára á sendingum til landsins frá vefverslunum á borð við ASOS. Oft er mun ódýrara að versla á slíkum síðum en þó ekki alltaf eins og verðdæmin sýna. Kammersveit Reykjavíkur Hummel & Beethoven Harpa Norðurljós 10. september 2017 / 17:00 Reykjavík Chamber Orchestra Tveir septettar / Two Septets www.kammersveit.is / harpa.is NIKE Cortez leðurskór 9.753 krónur á ASOS (12.094 krónur með VSK) 12.995 krónur í Gallerí sautján Dr. Martens Flora-stígvél 16.024 krónur á ASOS (19.869 krónur með VSK) 26.995 krónur í GS skóm Kringlótt Jajo- sólgleraugu frá Ray-Ban 18.671 krónur á ASOS (23.152 með VSK) 24.500 krónur í Optical Studio Háir All Star strigaskór frá Converse 6.967 krónur á ASOS (8.639 krónur með VSK) 11.995 krónur í Skór.is Levi’s 519 Extreme Skinny-buxur 11.843 krónur á ASOS (14.685 krónur með VSK) 12.990 krónur í Levi’s búðinni Gunnhildur Birna förðunarfræðingur. 950 krónur. Spurð út í hvort hún verði vör við að fólk gleymi að taka þennan aukakostnað inn í dæmið þegar það verslar á netinu og hvort illa gangi stundum að innheimta aukakostnaðinn svarar Sif neitandi. „Nei, fólk setur það ekki fyrir sig að greiða þennan kostnað. Sumir spyrja kannski hvað þeir séu að borga fyrir, og þegar við útskýrum að þetta sé virðisaukaskattur þá skilur fólk það,“ segir Sif sem upplifir að fólki þyki þægilegt að versla á netinu og fá varninginn heimsendan nokkrum dögum seinna, og ekki skemmir fyrir að oft á tíðum er ódýrara að versla á netinu. Meðfylgjandi fyrir ofan er verðsamanburður á nokkrum vörum sem fást bæði á ASOS og einnig í versl- unum hér á landi. Í sumum til- fellum er dýrara eða álíka dýrt að versla á ASOS þegar virðisauka- skattur og tollaf- greiðslugjald eru tekin inn í dæmið. En í öðrum tilfellum er mun ódýrara að versla á ASOS en Íslandi. Það borgar sig því að gera verðsamanburð. Verð, þægindi og vöruúrval Förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er ein þeirra sem versla reglulega á netinu. Spurð út í af hverju hún kjósi oft að versla á netinu segir hún: „Ástæðurnar eru aðallega verð, þægindi og vöru- úrval,“ segir Gunnhildur sem verslar gjarnan á ASOS, Cult Beauty og Far- fetch. „Auðvitað eru innlendar síður líka meðal þeirra sem ég versla á „online“, þá helst þegar það eru til- boð eða útsölur í gangi. Ég hef verslað á netinu í mörg ár en undanfarið hefur það aukist mikið þar sem ég sé einfaldlega meiri hag í því en að versla hér heima. Ég geri verðsamanburð þegar varan fæst líka hér heima, en til að mynda keypti ég íþróttaskó á netinu sem kostuðu um 12 þúsund krónur hingað komnir en hefðu kostað mig talsvert yfir 20 þúsund krónur heima. Fyrir mér eru svoleiðis dæmi „no brainer“. Hinn póllinn er svo að auðvitað vill maður styrkja innlenda kaupmenn og það kostar yfirleitt meira sem er allt í góðu, en álagning þarf þá að vera innan ákveð- inna marka og réttlætanleg.“ Spurð út í helstu kosti og galla sem fylgja því að versla á erlendum net- s í ð u m s e g i r G u n n h i l d u r : „Helstu kostirnir eru fyrst og fremst verðið sem segir heil- mikið, en á eftir fylgja þæg- indin við að geta verslað að heiman úr sófanum og náð í hlutinn í næsta póstbox eða fengið hann sendan heim. Vöruúrvalið er svo í mörgum tilfellum mun betra. Gallarnir við að versla á netinu eru svo auðvitað að einstaka sinnum kemur fyrir að varan henti manni ekki sem leiðir þá oftast til þess að maður skilar henni eða selur.“ gudnyhronn@365.is 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r60 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 2 -B 2 E 8 1 D B 2 -B 1 A C 1 D B 2 -B 0 7 0 1 D B 2 -A F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.