Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 6
Fram í rauðan dauðann Raila Odinga, stjórnarandstæðingur í Kenýu, tilkynnti í gær að hann myndi kæra úrslit forsetakosninga í landinu sem fóru fram fyrr í ágúst. Laut Odinga þar í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Stuðningsmenn Odinga eru æfir yfir framkvæmd kosninganna og söfnuðust nokkrir þeirra saman til að horfa á ávarp Odinga við þessa verslun í höfuðborginni Naíróbí. Óháðir aðilar segja þó ekkert undarlegt við framkvæmd kosninganna. Nordicphotos/AFp VIÐSKIPTI  Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukn­ ingin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn inn­ flutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigur­ finnsson, framkvæmdastjóri Ice­ landair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur upp­ gangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukning­ una til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist veru­ lega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til lands­ ins þýðir ekki aðeins að flugsæti Fraktflugið upp um 40% með styrkingu krónunnar og Costco Breiðþotur icelandair hafa opnað á nýja markaði. FrÉttABLAÐiÐ/ViLhELM Fraktflutningur Ice­ landair Cargo hefur farið stigvaxandi und­ anfarin sex ár. Aukn­ ingin í júlí nam rúmum fjörutíu prósentum miðað við sama mánuð í fyrra. Framkvæmda­ stjórinn segir ástæðuna margþætta. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn vegna þess. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri Icelandair Cargo fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það tak­ markaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar. johannoli@frettabladid.is SImbabVe Ríkisstjórn Simbabve hefur beðið yfirvöld í Suður­Afr­ íku um diplómatafriðhelgi fyrir Grace Mugabe, eiginkonu forsetans Roberts Mugabe. Forsetafrúin hefur verið kærð fyrir líkamsárás í Suður­ Afríku en tvítug suðurafrísk kona sakar hana um að hafa ráðist á sig með rafmagnskapli. Búist var við því að Mugabe gæfi sig fram við lögreglu á þriðjudag en það gerði hún ekki. Ríkisstjórn Simbabve tilkynnti opinberlega um ósk sína í gær en BBC greinir frá því að suðurafrísk yfirvöld vilji að mál Mugabe fari í eðlilegan farveg í suðurafrísku réttar kerfi. Ríkislögreglustjórinn Lesetja Mot­ hiba kom fyrir suðurafríska þingið í gær. Sagði hann að Mugabe yrði að koma fyrir rétt eins og aðrir. – þea Vilja friðhelgi fyrir forsetafrú Síerra Leóne Að minnsta kosti 600 er enn saknað í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, eftir að aur­ skriður og flóð riðu yfir stóra hluta borgarinnar fyrr í vikunni. Frá þessu greindi talsmaður forsetaembættis Síerra Leóne í samtali við BBC í gær. Staðfest hefur verið að nærri 400 létu lífið í hamförunum og hefur Rauði krossinn varað við því að nú þurfi að hafa hraðar hendur, eigi að bjarga einhverjum úr aurnum og húsarústunum. Í samtali við BBC sagði talsmaður forseta, Abdulai Baraytay, að enn væri verið að finna lík á svæðinu. Hann staðfesti jafnframt að fyrir­ hugaðri fjöldaútför fórnarlamba hamfaranna hefði verið frestað, en hún átti að fara fram í gær. – þea Hundruða enn saknað í Freetown hundruða er enn saknað í Freetown. Nordicphotos/AFp IndLand Til átaka kom á milli ind­ verskra og kínverskra hermanna á landamærum ríkjanna í vestan­ verðum Himalajafjöllum. Heim­ ildar maður Reuters innan ind­ versku ríkisstjórnarinnar hélt því fram í gær að kínverskir hermenn hafi reynt að lauma sér inn á ind­ verska svæðið Ladakh með járn­ stangir og steina og hafi indverskir hermenn lent í stympingum við þá, án þess þó að hleypa af skotum. Indverjar og Kínverjar hafa lengi deilt um hvernig skuli draga landamærin á svæðinu en það er þó sjaldgæft að til átaka komi, að því er Reuters greinir frá. Hermenn ríkjanna tveggja séu þó um þessar mundir í biðstöðu í Doklam, austar í Himalajafjöllum, vegna deilunn­ ar. Kínverjar hafa ítrekað beðið Ind­ verja um að yfirgefa Doklam, ann­ ars muni kínverski herinn beita valdi. – þea Kínverjar og Indverjar kljást 1 7 . á g ú S T 2 0 1 7 F I m m T U d a g U r6 F r é T T I r ∙ F r é T T a b L a Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -9 2 D 4 1 D 7 F -9 1 9 8 1 D 7 F -9 0 5 C 1 D 7 F -8 F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.