Fréttablaðið - 17.08.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 17.08.2017, Síða 12
Superb er stærri, rúmbetri og útbúinn þægindamöguleikum sem gera aksturinn draumi líkastan. ŠKODA Superb kemur með fimm ára ábyrgð og er nú tilkomumeiri og hlaðinn meiri tilfinningu en nokkru sinni fyrr. Komdu í reynsluakstur og gefðu gleðinni lausan tauminn. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is TILFINNINGIN HEFUR SJALDAN VERIÐ TILKOMUMEIRI ŠKODA SUPERB. STÆRRI, RÚMBETRI OG ÞÆGILEGRI. Verð frá aðeins 4.440.000 kr. Bandaríkin Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, for- seti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öld- ungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþing- maður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkja- menn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþátta- hatur væri af hinu illa. Átökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgró- inna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetafram- boð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglu- stjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkj- anna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka Repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratrygg- ingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna. thorgnyr@frettabladid.is Lítið sem ekkert gert til að græða sárin Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. Forsetinn og þingmenn hafa lengi eldað grátt silfur saman. Donald Trump og Paul Ryan eru ekki alltaf sáttir hvor við annan. NoRDicPhoTos/ AFP Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þján- ingar. Marco Rubio, öldungadeildar- þingmaður 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F i M M t U d a g U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -8 D E 4 1 D 7 F -8 C A 8 1 D 7 F -8 B 6 C 1 D 7 F -8 A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.