Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 26
Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarður, er kominn mjög
til ára sinna og lítið notaður. Fram
er komin hugmynd um að skapa líf
í garðinum með því að reisa hótel í
honum miðjum og mæta þannig
sívaxandi eftirspurn erlendra ferða
manna eftir spennandi hótelkosti.
Hótelið yrði fellt vel að umhverfi sínu
og áhersla lögð á tengsl við fortíðina.
Þegar grafið verður fyrir húsinu má
búast við að upp komi mannabein
sem yrðu þá tekin til rannsóknar og
látin varpa ljósi á lífskjör fólks. Mikil
vægast er hvað kirkjugarðurinn er
snotur og hversu ánægjulegt yrði fyrir
gesti að njóta þar þjónustu og fræðast
um leið um garðinn og fortíðina.
Flestum mun virðast það sem
hér er sagt heldur fáránlegt, ekki
síst þeim sem fara árlega að gröf
Jóns Sigurðssonar, 17. júní (hann
dó 1879). Enda er þetta tilbúningur.
Þetta er þó ekki út í hött þegar litið er
til þess að núna hafa verið grafin upp
bein í gamla kirkjugarðinum í Kirkju
stræti, svonefndum Víkurgarði, til að
rýma fyrir hóteli. Beinin hafa verið
tekin til rannsóknar, þar á meðal allt
að 20 heillegar beinagrindur í heil
legum kistum og mikið af öðrum
mannabeinum, eftir því sem spurst
hefur. Aðkoma að hótelinu verður
um kirkjugarðinn, nánar tiltekið Fó
getagarðinn, og á teikningum er sýnt
hvar gestir geta neytt veitinga úti við
í garðinum. Þeir sem standa að bygg
ingu þessa 160 herbergja hótels segja
að lögð verði áhersla á að fella það
að umhverfi sínu og gætt verði vel að
tengslum við fortíðina. Vantar bara
að nafnið verði Hotel Skeleton.
Beinin voru grafin upp í fyrra í
þeim hluta garðsins sem mun hafa
verið bætt við litlu fyrir 1823 en
yngri garðurinn við Suðurgötu var
tekinn í notkun 1838. Jafnan er talið
að þá hafi jarðsetningu að mestu
verið hætt í Víkurgarði en þó finnast
yngri dæmi, seinast frá 1883. Enginn
aflaði gagna til að reyna að varpa
ljósi á bein hvaða einstaklinga það
voru sem upp voru grafin en kirkju
bækur frá tímanum 1823 til 1838
ættu að geta veitt vísbendingar um
það. Þetta gætu verið langafar og
langömmur núlifandi fólks. Dæmi:
Kona jarðsett um 1835 við Kirkju
stræti kann að hafa dáið frá ungri
dóttur sem eignaðist son 1875 og
hann aftur barn 1925 sem gæti verið
enn á lífi. Þetta væru aðeins þrír liðir
frá konunni sem kann að hafa verið
grafin 1835, hún væri þá langamma
núlifandi manns. Flestum mun þykja
ankannalegt að grafin séu upp bein
langömmu þeirra og sett í geymslu
án þess að þeir hafi nokkuð um það
að segja.
Árið 1966 var ekki leyft að reisa
hús í gamla kirkjugarðinum við
Kirkjustræti og átti Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður þátt í þessu banni.
Í fyrra voru bein hins vegar fjarlægð
frá sama stað og borið við að þyrfti að
rannsaka þau og varpa ljósi á lífskjör.
Ástæður til að grafa upp bein til rann
sóknar úr þekktum kirkjugörðum frá
seinni tímum þurfa að vera brýnar,
til þess þarf skýrar rannsóknarspurn
ingar og rök og má nefna nokkur
sjónarmið. Þetta er stundum leyft í
útlöndum, t.d. þegar leikur grunur á
um morð og bein eru þá rannsökuð,
svo sem til að kanna hvort eitur hafi
verið gefið. Eða þá að sérstakur sjúk
dómur hafi orðið hinum liðna að
aldurtila og læknum þyki akkur í að
kanna beinin þess vegna. Að lokinni
rannsókn er beinunum jafnan komið
fyrir aftur á sínum stað. En engin sér
stök rannsóknarrök voru til þess að
grafa upp beinin í Kirkjustræti enda
eru til margvíslegar heimildir um
almenn lífskjör fólks á 19. öld. Það
þurfti bara að koma fyrir hóteli og
græða á ferðamönnum. Umræddum
beinum ætti helst að koma fyrir aftur
í gröfum sínum og setja viðeigandi
minningarmark yfir.
Stundum finnast fornir kirkjugarð
ar þar sem enginn átti von á þeim og
engin leið að vita bein hverra það
eru sem birtast. Þar eru þá venjulega
jarðneskar leifar frá tímum í Íslands
sögunni þar sem lítið er vitað um
lífskjör og forvitnilegt getur verið
að kanna beinin þess vegna. Það er
annað mál. En sjaldgæft mun vera
eða einsdæmi að reist sé hús þar sem
vitað er fyrirfram að var kirkjugarður.
Slíka ósvinnu leyfa Reykvíkingar
sér og helgast helst af því að skortir
umræðu og vitund um hvað sé við
hæfi og hvað sé óhæfa. Á meðan svo
er leyfa menn sér margt.
Leitt er að tilheyra þeim kynslóð
um sem heimilað hafa spjöll í Víkur
garði. En fyrir það má bæta, með því
að marka austurmörk hins gamla
kirkjugarðs við Kirkjustræti. Þar fyrir
vestan og í gjörvöllum gamla Víkur
garði ætti að rækta fagran garð og búa
þannig um að hann minni á gamalt
hlutverk sitt með skýrum hætti. Þeim
sem yrðu að hverfa frá áformum um
að græða þarna á hótelrekstri munu
bjóðast færi til þess annars staðar.
Vanvirt helgi
Helgi
Þorláksson
prófessor
emeritus
Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo
heppin að hún fékk töskuna sem
hana langaði mest í – eða réttara
sagt einu töskuna sem hana langaði
í eftir að hafa rekið augun í hana í
búðinni með mömmu sinni. Nú
sefur stelpuskottið með töskuna
uppi í rúmi hjá sér og getur varla
beðið eftir því að skólinn byrji.
Hjálparstarf kirkjunnar styður
heilshugar baráttu Barnaheilla
og tekur undir áskorun þeirra
til stjórnvalda um að virða rétt
indi hvers barns til gjaldfrjálsrar
grunnskólamenntunar sem og rétt
barna á vernd gegn mismunun.
Það er mikið gleðiefni hve mörg
sveitarfélög í landinu hafa ákveðið
að skólar útvegi námsgögn endur
gjaldslaust nú í haust.
Það er nefnilega svo að í upp
sveiflu í efnahagslífinu situr eftir
hópur fólks sem býr við efnis
legan skort. Fyrir barnafjölskyldur
sem þannig er statt um reynist
haustið erfiður tími. Skólataska,
pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatn
aður, skór og stígvél, allt kostar
þetta peninga svo ekki sé minnst
á útgjöld vegna íþrótta og tóm
stundastarfs sem falla til í upphafi
skólaárs sem og kostnað vegna
námsgagna þar sem enn þarf að
greiða fyrir þau.
Auðvitað endurnýtir fólk skóla
dót og íþróttabúnað frá fyrra ári
og yngri börn fá frá þeim eldri en
stundum dugar það ekki til og þá
eru góð ráð dýr. Foreldrar grunn
skólabarna sem búa við kröpp kjör
leita um þessar mundir stuðnings
hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til
að geta útbúið börnin í upphafi
skólaárs. Í fyrrahaust fengu for
eldrar um 200 barna aðstoð hjá
Hjálparstarfinu og við búumst við
að álíka margar fjölskyldur leiti til
okkar nú.
Hjálparstarfið aðstoðar fjöl
skyldur sem búa við kröpp kjör
í upphafi skólaárs því efnaleysi
á ekki að hindra börn í námi eða
í íþrótta og frístundastarfi með
jafnöldrum sínum. Öll börn eiga
að geta hlakkað til að byrja í skóla!
Ekkert barn
útundan!
Kristín
Ólafsdóttir
fræðslufulltrúi
Hjálparstarfs
kirkjunnar Skólataska, pennaveski,
íþróttaföt, vetrarfatnaður,
skór og stígvél, allt kostar
þetta peninga svo ekki sé
minnst á útgjöld vegna
íþrótta- og tómstundastarfs.
Stundum finnast fornir
kirkjugarðar þar sem enginn
átti von á þeim og engin leið
að vita bein hverra það eru.
Nú, rúmum tveimur mánuðum eftir opnun Costco, eru gríðarleg áhrif þegar komin í
ljós. Ekkert lát er á straumi neytenda
í verslunina sem sýnir hversu mikils
virði framboð ódýrari og fjölbreytt
ari vöru er fyrir okkur. Sem er von því
verðlag hér á landi er talsvert hærra
en í nágrannalöndunum, sérstaklega
matvælaverð og vextir af lánum, sem
kemur niður á lífskjörum okkar því
að við höfum minna til skiptanna
þegar við erum búin að sinna grunn
þörfunum fyrir mat og húsaskjól.
Óbeinu áhrifin verða meiri
Costco selur á rúmu kostnaðar
verði og lætur nægja hagnaðinn af
sölu aðgangskorta. Ein af bábiljum
Bændasamtakanna, vegna skorts á
betri rökum, er þessi: „Tilgangslaust
er að fella niður tolla af matvælum
því Hagar og aðrir smásalar myndu
stinga mismuninum í vasann.“ Með
tilkomu Costco getur enginn efast
um að niðurfelling tolla skili sér til
neytenda. Nýlega féllu rök Bænda
samtakanna um mikla smithættu
af ferskum innfluttum kjötvörum
þannig að nú stendur fátt í vegi fyrir
því að íslenskir neytendur fái aðgang
að úrvali af hagstæðum, fjölbreyttum
og hollum matvælum hvaðanæva.
Samkvæmt úttekt okkar Þórólfs
Matthíassonar, prófessors í hag
fræði, árið 2016, lækkar verð mat
væla um 35% við niðurfellingu
matartollanna auk þess sem fjöl
breytni og gæði vaxa að sjálfsögðu.
Slík lækkun sparar okkur, hverju og
einu, um 100.000 krónur á ári. Fyrir
fjögurra manna fjölskyldu gerir það
um 400.000 krónur á ári en í rauninni
getur fólk sótt sér meiri ávinning með
því að flytja hluta af neyslunni yfir í
ódýrari vörur. Þetta kemur öllum vel
hvar sem þeir búa á landinu, sérstak
lega fátækum barnafjölskyldum, en
samkvæmt UN líða um 6.100 börn á
landinu efnalegan skort.
Fyrir landsbyggðina skiptir lækkun
kostnaðar við Íslandsferð miklu
Lækkun matarverðs skiptir líka
gríðarlega miklu máli fyrir stærstu
atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjón
ustu. Sums staðar á landinu er farið
að bera á fækkun ferðamanna vegna
þess hversu dýrt er að sækja landið
heim. Þau landsvæði sem lengst eru
frá SVhorninu lenda verst í þessu því
ferðamenn stytta ferðir sínar og fara
síður í lengri ferðir innanlands, til að
spara útgjöld.
Helstu kostnaðarliðir við Íslands
ferð eru fargjöld, matur og gisting.
Lágt gengi krónunnar dró um tíma
úr sárasta ofurkostnaðinum en til
framtíðar litið þarf að taka á háum
grunnkostnaði.
Löggjafinn getur lækkað alla ofan
greinda kostnaðarliði með nokkrum
pennastrikum. Sem fyrr greinir má
lækka mat um að minnsta kosti
35% með niðurfellingu matartolla.
Lækka má áfengisgjöld eftir þörfum
með einfaldri ákvörðun. Háir vextir
eru undirliggjandi ástæða hás gisti
kostnaðar og fleiri kostnaðarliða.
Hægt er að lækka þá með upptöku
stórs gjaldmiðils, væntanlega evru.
Það tekur tíma en í millitíðinni má
heimila fólki og fyrirtækjum lántöku
í erlendri mynt með gengisvörnum
sem geta verið mun ódýrari en vaxta
munurinn. Með þessu tryggjum við
vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar
og bætum framlegð hennar og launa
greiðslugetu.
Góður viðgangur ferðaþjónust
unnar, mikilvægasta byggða
aðgerð sem völ er á
Störf sem nú eru talin tengjast land
búnaði eru um 10.000 en störf tengd
ferðaþjónustu eru 20.000 til 30.000
eftir árstímum. Störfum sem tengjast
landbúnaði fækkar en þeim sem
tengjast ferðaþjónustu fjölgar. Við
niðurfellingu matartolla fækkar
störfum ef til vill um 500 eða svo, aðal
lega í svína og kjúklingagreinunum,
en einnig í mjólk, eggjum og kinda
kjöti. Mikil þörf er fyrir þær vinnufúsu
hendur sem losna og nota má ávinn
inginn af breytingunum, sem verður
gríðarlegur til að auðvelda þær. Góður
viðgangur ferðaþjónustu er mun mik
ilvægari en landbúnaður í núverandi
mynd, líka fyrir landsbyggðina.
Það er því gríðarlega mikilvægt að
gera ferðaþjónustunni kleift að vaxa,
líka í dreifbýli. Niðurfelling matartolla
er því trúlega stærsta byggðaaðgerð
sem völ er á. Með tilkomu Costco þarf
ekki lengur að efast um að lækkunin
gangi til neytenda og bæti þeirra hag.
Ávinningurinn kemur líka fram í efl
ingu ferðaþjónustu um allt land sem
getur tekið við hluta af óhagkvæmum
heimskautalandbúnaði.
Áhrif Costco, bein og óbein
Guðjón
Sigurbjartsson
Með tilkomu Costco getur
enginn efast um að niðurfell-
ing tolla skili sér til neyt-
enda.
Finndu okkur
á facebook
Flísabúðin kynnir hágæða
Ítalska HELIOSA rafmagnshitara
HELIOSA hitarar henta
bæði innan- og utandyra.
Hitna strax, vindur hefur
ekki áhrif, vatnsheldir og
menga ekki.
Margar gerðir til á lager.
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Allur borðbúnaður
fyrir veitingahús
gsimport.is
892 6975
1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R26 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
F
-A
B
8
4
1
D
7
F
-A
A
4
8
1
D
7
F
-A
9
0
C
1
D
7
F
-A
7
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K