Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 32
Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverk-
efni sem hefur að markmiði að
öll börn, fái nauðsynlega hreyfi-
þjálfun. Íþróttasamband fatlaðra
er umsjónaraðili Special Olympics
á Íslandi og vonast er til að innleið-
ing YAP eða Young Athlete Project
hafi áhrif til framtíðar varðandi
þátttöku barna í íþróttastarfi.
Alþjóðasamtök Special Olympics
voru sett á fót af Kennedy fjöl-
skyldunni árið 1968. Öll verkefni
taka mið af því að hægt sé að skapa
aðstæður til að allir geti notið sín
á eigin verðleikum. YAP var þróað
í samstarfi við háskóla í Boston,
myndrænt og einfalt aðgengi er að
ókeypis fræðsluefni en taka þurfti
mið af mismunandi aðstæðum í
aðildarlöndum SOI. www.specialo-
lympics.org
Með einföldu prófi er skoðað
hvort ástæða sé til að börnin fái
aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig
getur markviss hreyfiþjálfun sem
fléttast inn í dagleg verkefni haft
jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að
bregðast við sé ástæða til þannig
að börnin fái tækifæri til að eflast
og styrkjast. Auk þess sem aðildar-
félög ÍF hafa verið hvött til að efla
starf fyrir ung börn hefur verið lögð
mikil áhersla á samstarf við leik-
skóla og að öll börn séu þar þátt-
takendur.
YAP verkefnið hefur verið kynnt
í leikskólum í nokkrum sveitar-
félögum og kynningardagar hafa
verið haldnir í Reykjanesbæ og á
Akureyri. Það hefur verið sérlega
ánægjulegt að upplifa þann mikla
áhuga og eldmóð sem er til staðar
hjá leikskólastjórum og starfsfólki
sem er mjög meðvitað um gildi
snemmtækrar íhlutunar. Þrátt
fyrir að margir leikskólar á Íslandi
hafi starfað markvisst að hreyfi-
þjálfun barna, ekki síst heilsuleik-
skólar, hefur undantekningarlaust
verið áhugi á að nýta YAP-fræðslu-
efnið. Mörg aðildarlönd SOI taka
þátt í YAP og því gefst tækifæri til
alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst
er þó markmið að efla og styrkja
hreyfifærni ungra barna og stuðla
að færni til framtíðar.
Það hefur verið mjög lærdóms-
ríkt að fá tækifæri til að heim-
sækja leikskóla landsins og hitta
fólk sem brennur af áhuga og eld-
móði þegar kemur að hagsmunum
barna. Á sama tíma og stefna er
sett um heilsueflandi sveitarfélög,
skóla og stofnanir er mikilvægt að
horfa til þess starfs sem er að skila
markvissum arði til framtíðar. Að
skapa umhverfi og aðstæður sem
gera kleift að efla og auka hreyfi-
færni ungra barna hlýtur að vera
forvarnarstarf sem skilar ómældum
arði til framtíðar. Yfirumsjón með
hreyfiþjálfun þyrfti að vera í hönd-
um sérmenntaðs starfsmanns, það
hlýtur að vera sérhæft faglegt verk-
efni að bera ábyrgð á markvissri
hreyfiþjálfun barna í leikskólum
landsins. Af einhverjum ástæðum
virðist ekki gert ráð fyrir starfs-
heitinu „íþróttafræðingur“ í leik-
skólum. Nokkrir leikskólar hafa þó
ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna
að leita ýmissa leiða til að bæta upp
þennan þátt með aðstoð starfsfólks
sem hefur reynslu af íþróttastarfi
og þjálfun.
Stefnt er að því að halda áfram
kynningarstarfi YAP á Íslandi í
öllum landshlutum og koma á sam-
starfi við íþróttahreyfinguna um að
fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög,
sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ
auk ÍF þurfa að taka sameiginlega
ábyrgð á því að öll börn fái tæki-
færi til að taka virkan þátt í mark-
vissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr
leikskóla verður ferlið óljóst og þar
er verk að vinna. Það eru ekki síst
þjálfarar sem gegna lykilhlutverki
í því að börn njóti íþróttaæfinga.
Börn með sérþarfir eða skerta
hreyfifærni eiga eins og önnur börn
að njóta sín í íþróttastarfi, sama
hvar á landinu þau búa.
Um leið og þakkir eru færðar
til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá
óskar Íþróttasamband fatlaðra og
Special Olympics á Íslandi, leik-
skólastjórum og starfsfólki til
hamingju með frábært starf. Starf
sem skilar ómældum arði og er fjár-
festing til framtíðar.
Fjárfestum í leikskólum
landsins – þar er arður
framtíðarinnar
Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækk-
uðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8%
í 11,5% af launum í þremur áföng-
um. Iðgjald launafólks yrði óbreytt
eða 4%. Heildariðgjald í lífeyris-
sjóði á almennum vinnumarkaði
verður þannig komið í 15,5% um
mitt næsta ár.
Í samkomulaginu var hins vegar
sett inn sérstakt ákvæði um að
sjóðfélagar gætu sett viðbótarið-
gjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“
að hluta eða að öllu leyti.
Séreign eða samtrygging ?
Séreignin er einkaeign sjóðfélagans
og erfanleg. Í séreigninni felst hins
vegar engin trygging, ef aðstæður
sjóðfélagans breytast skyndilega
vegna slyss eða heilsubrests. Sér-
eignarfyrirkomulagið byggist líka
á því að engin afkomutrygging er
fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka
og börn vegna óvænts andláts
sjóðsfélagans.
Samtrygging er hins vegar
alger andstæða séreignarinnar.
Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa
almennt byggst upp á samtrygg-
ingu sjóðfélaga, þar sem mönnum
er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir
missa heilsuna. Eftirlifandi mökum
og börnum er tryggður lífeyrir við
ótímabært andlát sjóðfélagans og
eldri borgarar fá eftirlaun til ævi-
loka, en ekki í tiltekinn afmark-
aðan tíma. Fullyrða má að þessar
áfallatryggingar sem lífeyrissjóð-
irnir veita sé ódýrasta og skilvirk-
asta tryggingaform sem fyrirfinnst
hér á landi. Það byggist m.a. á því
að allir sjóðfélagarnir taka þátt í
samtryggingunni.
Upplýst ákvörðun
Í dag standa sjóðfélagar lífeyris-
sjóða á almennum vinnumarkaði
frammi fyrir því að taka upplýsta
ákvörðun um hvort 3,5% viðbót-
ariðgjaldið eigi að fara að hluta eða
að öllu leyti í „tilgreinda séreign“
eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að
velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa
í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í
blóma lífsins og barnafjölskyldur
þá er engin spurning að það borgar
sig að iðgjaldið sé í samtryggingu.
Tryggingaverndin er það dýrmæt
að henni má ekki fórna. Fyrir fólk
á miðjum aldri gæti borgað sig að
iðgjaldið fari í samtrygginguna,
því að þá er mesta hættan að sjóð-
félagar missi heilsuna og verði fyrir
orkutapi. Hvað varðar konurnar
segir tölfræðin okkur að þær lifi
almennt lengur en karlar. Með því
að velja að iðgjaldið renni í sam-
trygginguna fá þær eftirlaun til
æviloka.
Að veðja við sjálfan sig
Ef sjóðfélaginn er hins vegar
heilsuhraustur og telur sig ekki
þurfa á samtryggingu að halda, þá
ætti hann að hugleiða séreignar-
fyrirkomulagið. Vandinn er hins
vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki
hugmynd um það, hvort hann
mun halda góðri heilsu til eftir-
launaáranna.
Sjóðfélaginn hefur auðvitað
frjálst val að veðja við sjálfan sig
um heilsufar sitt og dánarlíkur.
Slíkt val getur hins vegar verið erf-
itt og lítils virði ef aðstæður sjóð-
félagans breytast skyndilega. Því
ættu sjóðfélagar að hugleiða vel
og taka síðan upplýsta ákvörðun,
hvort hluti skylduiðgjaldsins á að
renna í séreign eða í samtrygg-
ingu.
Önnur leið
Launþegar og sjálfstæðir atvinnu-
rekendur hafa um árabil átt frjálst
val um að greiða allt að 4% af
heildarlaunum sínum til viðbótar
við venjulegt skylduiðgjald. Þessi
sparnaður kallast viðbótarlífeyris-
sparnaður og er í dag ein hagkvæm-
asta leiðin til einkasparnaðar, því
atvinnurekendur greiða 2% til við-
bótar.
Einstaklingar sem vilja eiga sér-
eign sem erfist ættu því að hugleiða
að greiða í slíkan viðbótarlífeyris-
sparnað. Margir nýta sér slíkan
sparnað í dag, en alls ekki allir.
Við uppbyggingu lífeyriskerfisins
var einmitt gert ráð fyrir að við-
bótarlífeyrissparnaðurinn mundi
marka sér stöðu sem þriðja þrep
kerfisins, þar sem fyrsta þrepið
væru almannatryggingar og annað
þrepið skyldubundnir lífeyris-
sjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í
lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja
fara eftir.
Hin „tilgreinda séreign“ innan
skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna
er hins vegar af öðrum toga. Því
er ítrekuð nauðsyn þess að menn
vandi sig vel áður en upplýst
ákvörðun er tekin um að færa hluta
skylduiðgjaldsins úr samtryggingu
í séreign.
Séreign er sýnd veiði
en ekki gefin
Hrafn
Magnússon
fyrrverandi
framkvæmda-
stjóri Landssam-
taka lífeyris-
sjóða
Sjóðfélaginn hefur auð-
vitað frjálst val að veðja við
sjálfan sig um heilsufar sitt
og dánarlíkur. Slíkt val getur
hins vegar verið erfitt og lítils
virði ef aðstæður sjóðfélag-
ans breytast skyndilega.
Anna Karólína
Vilhjálmsdóttir
framkvæmda-
stjóri Special
Olympics á
Íslandi
Að skapa umhverfi og að-
stæður sem gera kleift að efla
og auka hreyfifærni ungra
barna hlýtur að vera forvarn-
arstarf sem skilar ómældum
arði til framtíðar. Yfirumsjón
með hreyfiþjálfun þyrfti að
vera í höndum sérmenntaðs
starfsmanns, það hlýtur að
vera sérhæft faglegt verkefni
að bera ábyrgð á markvissri
hreyfiþjálfun barna í leik-
skólum landsins.
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið
þá litasamsetningu sem þú vilt.
Verið velkomin í verslanir okkar.
Skiptu um lit!
iGreen V4.02.005
umgjörð
kr. 14.900,-
1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R32 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
F
-7
0
4
4
1
D
7
F
-6
F
0
8
1
D
7
F
-6
D
C
C
1
D
7
F
-6
C
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K