Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 42

Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 42
Elvis var brautryðjandi í rokki og róli, fádæma kvennagull og tískuviti á undan sinni samtíð. Hann hafði næmt auga fyrir smá- atriðum, fór ekki úr húsi nema töff í tauinu og vakti hvarvetna athygli fyrir flottan stíl, sláandi fagurt útlit og útgeislun sem lýsti upp himin- hvolfið. Enn í dag eru ákveðnar múnderingar eignaðar Elvis Presley sem fyrst og fremst sigraði heiminn vegna einstakra sönghæfileika sem fáir, ef nokkrir, hafa hlotið í vöggu- gjöf síðan. Smekkmaður af guðs náð Löðrandi kyn- þokki stafaði af konungi rokksins þegar hann mætti til leiks í þröngum leðurbuxum og leðurjakka í frægum sjón- varpsþætti NBC árið 1968. Hvítir samfestingar urðu vörumerki Elvis Presley á tónleikaárunum í Las Vegas á áttunda áratugnum. Þessum glæsta samfestingi klæddist Elvis í beinni tónleikaútsendingu frá Hawaii árið 1973. Samfestingurinn sýndi vel fagurskapaðan kropp kóngsins, með útvíðum skálmum og skreyttur gimsteinum sem sýndu mynd af bandaríska erninum. NORDIC PHOTOS/GETTY Elvis var af umboðsmanni sínum neyddur til að klæðast gylltum jakkafötum á plötualbúmi árið 1959. Þegar hann var beðinn um að klæðast þeim að nýju 1968 afþakk- aði hann pent en sættist á þennan glitrandi gulljakka við svartar buxur. NORDIC PHOTOS/GETTY Það var sama hverju kóngurinn klæddist, hann var flottur í öllu. Meira að segja herbúningnum sem hann klæddist þegar hann gegndi her- skyldu með Bandaríkjaher árin 1958-1960. NORDIC PHOTOS/GETTY Elvis með eiginkonunni Priscillu Presley og breska hjartaknúsaranum og söngvaranum Tom Jones. Myndin er merkileg fyrir þær sakir að Priscilla og Tom hafa að undanförnu verið að stinga saman nefjum. NORDIC PHOTOS/GETTY Fyrirtækjaþjónusta Áhugasamir hafi samband við: jón Ívar Vilhelmsson sími/tel: +354 512 5429 jonivar@365.is Sérblað um fyrirtæki sem þjónusta önnur fyrirtæki kemur út miðvikudaginn 23. ágúst. Í þessu blaði geta fyrirtæki eða einstaklingar kynnt sína þjónustu í formi kynningar eða með hefðbundinni auglýsingu. Í gær voru liðin fjörutíu ár síðan rokk- kóngurinn og kyntáknið Elvis Aaron Presley kvaddi jarðvistina heima á setri sínu, Graceland, í Memphis, Tenn essee, aðeins 42 ára að aldri. NÝ SENDING AF BUXUM 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . áG ú S T 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -D 7 F 4 1 D 7 F -D 6 B 8 1 D 7 F -D 5 7 C 1 D 7 F -D 4 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.