Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 60

Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 60
Fótbolti Gylfi Þór Sigurðsson átti fyrir gærdaginn þrenn félagsskipti á topp tíu yfir þau dýrustu hjá íslenskum knattspyrnumönnum í gegnum tíðina en er nú í fyrsta sinn dýrasti knattspyrnumaður Íslands- sögunnar eftir að Everton keypti hann á meira en 44 milljónir punda frá velska félaginu Swansea City. Alþjóðlega félagsskipta- og töl- fræðisíðan Transfermarkt heldur vel utan um öll félagsskipti í knatt- spyrnuheiminum og þar má nálg- ast allar upplýsingar um kaupverð leikmanna í gegnum tíðina. Það er gaman að skoða sögu dýrasta knatt- spyrnumanns Íslands í samanburði við kaupin á Gylfa. Til að minnka rugling og erfiðleika með brokk- gengt gengi íslensku krónunnar þá notum við enska pundið í þessum saman burði. Ásgeir Sigurvinsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guð- johnsen náðu allir að slá tvisvar metið yfir dýrasta íslenska knatt- spyrnumanninn og bæði þeir Ásgeir og Hermann náðu því tvö ár í röð. Gylfi hefur nú alls verið seldur fyrir 68 milljónir punda á ferlinum og hefur hækkað í verði við hver kaup. Það er þó erfitt að sjá hann halda þeirri þróun áfram eftir þetta risastóra stökk. ooj@frettabladid.is Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár. Maí 1981 Ásgeir Sigurvinsson Frá Standard liege til bayern MÜnchen ₤ 428.000.- September 1998 Hermann Hreiðarsson Frá Crystal Palace til brentford ₤ 1.130.000.- Júní 2000 Eiður S. Guðjohnsen Frá bolton til Chelsea ₤ 6.750.000.- Maí 1982 Ásgeir Sigurvinsson Frá bayern MÜnchen til Stuttgart ₤ 585.000.- Febrúar 1999 Arnar Gunnlaugsson Frá bolton til leicester City ₤ 2.520.000.- Júní 2006 Eiður S. Guðjohnsen Frá Chelsea til barcelona ₤ 10.800.000.- Ágúst 2017 Gylfi Þór Sigurðsson Frá Swansea City til Everton ₤ 44.460.000.- Október 1978 Pétur Pétursson Frá ÍA til Feyenoord ₤ 123.000.- Júlí 1989 Sigurður Jónsson Frá Sheff. Wed. til Arsenal ₤ 630.000.- Október 1999 Hermann Hreiðarsson Frá brentford til Wimbledon ₤ 3.380.000.- Samtals: ₤ 26.346.000.- 1 7 . á g ú S t 2 0 1 7 F i M M t U D A g U R40 S P o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 7 F -8 8 F 4 1 D 7 F -8 7 B 8 1 D 7 F -8 6 7 C 1 D 7 F -8 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.