Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 62
Rúmlega 45 þúsund manns voru sagðir hafa mætt á afmælistónleika Kaupþings sem haldnir voru á Laugar-dalsvelli í blíðskaparverði. Kaupþing fagnaði þá 25 ára afmæli sínu og voru þeir þá stærstu tónleikar sem skipulagðir höfðu verið í kringum íslenska tónlist. Gestir voru á öllum aldri og skemmtu sér vel. Páll Óskar var veislustjóri og kynnir. Sagði hann meðal annars í öðru lagi sínu, að Kaupþing væri international og bauð fólk velkomið.  Í forsíðutexta Fréttablaðsins frá tón- leikunum var sagt að 45 þúsund manns hefðu komið saman en síðar kom í ljós að talan var töluvert lægri. Trúlega var talan mun lægri því völlurinn tekur aðeins 11 þúsund manns í sæti og var aðeins önnur stúkan nýtt. Hún var ekki full. Og ekki voru 30 þúsund á vellinum – svo mikið er víst. Ekkert var sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta. Vísir birti frétt þar sem sagði að tónleikarnir kostuðu um 30 millj- ónir hið minnsta. Benedikt Sigurðsson, þáverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, vildi þó ekkert gefa upp um kostnaðinn. Hann sagði enn fremur að rekstur Kaup- þings gengi vel og að bankinn vildi nota 25 ára afmælið til að bjóða þjóðinni í tón- listarveislu. Trúlega vita flestir hvernig bankinn stóð, nú tíu árum síðar. Einar Bárðarson skipulagði  tónleikana fyrir Kaupþing og sagði hann af þessu tilefni að þetta væru stærstu tónleikar sem fyrir- tæki hans, Consert, hefði staðið að.  Tón- leikarnir með José Carreras, Josh Groban og Van Morrison voru bara litlir sveita- tónleikar miðað við þessa sagði hann. Gestir gátu horft á tónleikana úr stóru stúkunni en einnig var  gerð brú niður á völlinn þar sem hægt var að standa. Kaupþing flutti inn sérhannaðar plötur frá Bretlandi sem þöktu þjóðarleikvöll- inn og hlífðu honum. Fimm fjörutíu feta gámar með plötunum komu til landsins en uppsetning tafðist vegna leiks  Vals og Breiðabliks sem fram fór á vellinum skömmu áður.  Á tónleikunum komu fram, auk Páls Óskars, SS-Sól, Todmobile, Bubbi Mort- hens, Garðar Thor Cortes, Nylon, Mug- ison og fleiri. Ókeypis var inn en þeir sem misstu af herlegheitunum gátu hlustað á og séð þá í beinni útsendingu RÚV. bene- diktboas@365.is Tugþúsundir fögnuðu afmæli með Kaupþingi  Kaupþing fagnaði 25 ára afmæli sínu með risatónleikum á Laugardalsvelli á þessum degi fyrir áratug. Tónleikahaldarar sögðu að um 45-50 þúsund manns hefðu komið saman en slíkt fór fjarri sannleikanum eins og fjárhagsstaða bankans sem fór á hliðina ári síðar. Sagt var að um 45-50 þúsund manns hefðu komið á Laugardalsvöll til að sjá veisluna sem Kaupþing bauð upp á. Slíkt var fjarri sannleikanum. FréttabLaðið/VaLLi  1424 - Hundrað ára stríðið: Englendingar unnu sigur á stærri her Frakka í orrustunni við Verneuil. 1560 - Mótmælendatrú var formlega tekin upp í Skotlandi. 1924 - Antonio Locatelli, ítalskur flugmaður, kom til Reykja- víkur á flugbáti. Hann fór til Grænlands þann 21. ágúst ásamt Erik Nelson, sem fyrstur kom fljúgandi til Íslands. 1945 - Indónesía lýsir yfir sjálfstæði. 1946 - Valgerður Þorsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að ljúka einkaflugmannsprófi. 1960 - Gabon fékk sjálfstæði frá Frakklandi. 1980 - Heklugos hófst og stóð stutt, aðeins í nokkra daga. Aftur hófst stutt gos þann 9. apríl 1981 og er það talið fram- hald þessa goss. 1988 - Forseti Pakistans, Muhammad Zia-ul-Haq, og sendi- herra Bandaríkjanna, Arnold Raphel, létust í flugslysi.  Merkisatburðir Þrjátíu ár eru í dag liðin síðan Sykur- molarnir gáfu út sína fyrstu smáskífu, Birthday, í Bretlandi. Aðeins viku síðar var hún valin smáskífa vikunnar í tíma- ritinu Melody Maker sem þeytti hljóm- sveitinni upp á stjörnuhimin Bretlands þar sem Björk Guðmundsdóttir er enn. Vakti valið eðlilega gríðarlega mikla at- hygli á sveitinni í Bretlandi og NME valdi lagið einnig sem smáskífu vikunnar síðar í ágúst. Lagið er á plötunni Life´s too good. Ári áður hafði lagið Ammæli hljómað á öldum ljósvakans á Íslandi. Ammæli var einnig á smáskífunni í Bretlandi. Lagið Birthday fékk fljúgandi start eft- ir að Melody Maker veitti því athygli og var það meðal annars mikið spilað í útvarpsþætti Johns Peel. Í kjölfarið nutu fleiri lög af fyrstu plötu Sykurmolanna, Life´s Too Good, vinsælda, þar á meðal Coldsweat, Deus og Motorcrash. Lagið Birthday var þó Sykurmolanna lang- stærsti smellur og í lok árs var það við toppinn á vali á lagi ársins hjá The Vil- lage Voice Pazz&Jop listanum víðfræga. Hljómsveitin The Mars Volta gerði meðal annars ábreiðu af laginu. Þ ETTa G E R ð i ST 1 7 . ÁG Ú ST 1 9 8 7 Birthday kom út í Bretlandi og sló í gegn Sykurmolarnir koma heim árið 1988. FréttabLaðið/GVa Fimm fjörtíu feta gámar með plötunum komu til landsins en uppsetning tafðist vegna leiks  Vals og Breiðabliks sem fram fór á vellinum skömmu áður.  Bróðir minn og frændi, Gunnar Vilhjálmsson (Gunni) Ísafold, Garðabæ, kvaddi þann 8. ágúst 2017. Jarðsungið verður frá kapellunni í Hafnarfirði. Starfsfólk Ísafoldar og aðrir, kærar þakkir. Ásta Vilhjálmsdóttir Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir Berglind Elva Jóhannsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svandís Matthíasdóttir Skúlagötu 20, Reykjavík, lést 13. ágúst á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Birgir Hauksson Gróa Erla Ragnvaldsdóttir Rósa Hauksdóttir Baldur Hauksson Lilja Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, Hafliði Arnar Bjarnason lést 11. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Bjarni H. Sigurjónsson Ólöf H. Aðalsteinsdóttir Svanhvít Jóna Bjarnadóttir Hilmir Þór Bjarnason Bernharður Bjarnason Elías Kjartan Bjarnason Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma, Margrét Ágústsdóttir Norðurvöllum 22, Keflavík, lést þriðjudaginn 15. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Árni Ásmundsson Ágúst Páll Árnason Birta Rós Arnórsdóttir Dagný Halla Ágústsdóttir Margrét Arna Ágústsdóttir og Hildir Hrafn Ágústsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Ragnar Lárusson Álftamýri 10, Reykjavík, lést á Grund þann 12. ágúst sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Kristín Jónsdóttir Pétur Þórir Pétursson Hjördís Jónsdóttir Ágúst Ragnar Pétursson Gwen Requierme Gyða Pétursdóttir Quentin Jourde Ingibjörg J. Lárusdóttir Guðbjörn Eyjólfsson langafabörn. 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R42 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð I ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 7 F -9 C B 4 1 D 7 F -9 B 7 8 1 D 7 F -9 A 3 C 1 D 7 F -9 9 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.